Stjórnarskrármálið: Erum við algjörir fávitar?

Einu sinni var gert stutt og auðskilið samkomulag í ellefu grein­um á milli tveggja.

Annar fékk allt sem hann óskaði sér í tíu ákaflega vel orðuðum texta. Hinn fékk þetta eina litla smáa í elleftu grein sem hljóðaði svona: Þegar ég er búinn að tala við pabba og mömmu og Jóa frænda, þá má ég breyta.

Undir þetta var strax skrifað ást og gleði öllu því mikla trausti og ábyrgð óteljandi tonn af verðmæti frá ungu hjarta sjálfkrafa gjöf handa pabba og mömmu og Jóa frænda.

Samkomulag­ið ekki klukkustundar gamalt áður en elleftu­grein­ar­maður er kominn með nýtt samkomulag eitthundrað og ellefu greinar sem er allar heimsins óskir eitthundrað og tíu greinar.

Afgömlu tíu greina gamla sáttmála er þá búið að kasta burt í ystu myrkur en litla smáa elleftu grein er haldið í nýja sáttmálanum eitthundruðustu og elleftu grein svohljóðandi (og við upplestur lögð sérstök áhersla á sparnaðinn í orðafjölda, betri og auðveldari skilning á greininni og sam­komu­laginu í heild og miklu ódýrara ferli): Ég má breyta!

Stjórnarskrá sem verndar valdajafnvægið!

Lesarinn hefur auðvitað þegar áttað sig á hvers vegna þessi saga er rifjuð upp í að­drag­anda kosninganna/skoðanakönnunar­innar 20. okt. nk. um skoðanir kjósenda á tillögum um afar rót­tækar breytingar á lýðveldisstjórnarskránni - sem óumdeilanlega hefur dugað þjóðinni miklu betur en þjóðin þorði að vona þegar stofn­aði hér lýðveldið okkar árið 1944.

Næstum því hver einn og ein­asti kjósandi samþykkti þá stjórn­ar­skrána eins og hún lá fyrir. Eflaust langmest vegna þess að okkar stjórnarskrá er bæði firnasterk og sveigj­an­leg í að vernda valda­jafnvægið á milli þings og þjóðar og for­seta vor. Hvorki einstakl­ingur né þjóð kaupir hriplekan kofa draumahús nema sé fáviti.

Þess vegna er það auðvitað afar mikill ábyrgðarhluti af afkom­end­um þessa fólks að ætla sér að gjörbylta þessu valdajafnvægi með því að láta plata sig upp úr skónum eftir stíl ævagamla refs­háttarins sem lofar þjóðinni öllu fögru, bara ef þingið og stjórn­málastéttin fá alein þetta litla smáa: að breyta því sem vill breyta þegar hentar að breyta og taki gildi breytingar þegar hentar, án þess þvælist fyrir alræðinu nýtt þing sem kjósa skal á milli, áður en breytingar á stjórnarskránni taka gildi.

Stefnir stjórnmálastéttin á alræðisvald?

Breytingar á lýðveldisstjórnarskránni síðan hún var samþykkt með einstæðum al­gerum meirihluta þjóðarinnar, hafa ekki hnik­að valdajafnvægi þings/ríkisvalds og þjóðar/kjósenda með svo róttækum hætti sem drög að nýrri stjórnar­skrá gera. Drögin sögð „einfalda“ og „skíra upp“ og gera „ódýrara“ ferli ákvarð­anatöku um breytingar á stjórnarskránni. En þetta litla smáa hvernig hag­að er breytingum á stjórnar­skránni er auðvitað alger grund­vallar­þáttur í okkar stjórnskipun og samfélagssáttmála.

Verði þessi breyting gerð: að ekki þurfi lengur að kjósa nýtt þing sem staðfesti þær breytingar á stjórnarskrá sem samþykktar hafa verið á fyrra þingi, áður en taka gildi, með samþykki forseta sem handhafa forsetaumboðs þjóðarinnar, er augljóst að stjórn­mál­a­stétt landsins öðlast vald til þess að koma á alræðis­valdi þegar sýnist; þá er einfaldlega fallin öll vörn okkar um stjórn­ar­skrána, hún stendur eftir berskjöld­uð fyrir misnotkun eins og alsnakin manneskja.

Umbylting alræðisvaldi til mis­­notk­unar stjórnmálavalds og/eða efnahagsvalds til að hvetja til og gera hvaða breytingu sem er á okkar æðstu leikreglum sátt og samfélags­sáttmáli sem lög­gjafar­valdi og/eða framkvæmdavaldi með þingmeirihluta bak við sig, kann að detta í hug að gera - ekki síst ef unnt er að gera forseta vor óhæfan eða óstarfhæfan til að sinna sinni höfuð­skyldu sem er auðvitað þessi: alger og óskoraður trúnaður við þjóðina stjórnar­skrána lýðveldið og lýðræðið.

Engu skiptir auðvitað þó stjórnmálastéttin lofi lofi og lofi, t.d. að þjóðin fái að segja sitt í þjóðarat­kvæði, fái betri rétt til upp­lýs­inga um þjóðmál og ákvarðanatöku, o.s.frv. vegna þess að því er hægt að breyta þeg­ar hentar, tefja fram­gang eins og þarf, setja ný lög og reglur um framkvæmdina, o.s.frv.

Erum við fávitar?

Því verður alls ekki trúað fyrr en í fulla hnefana á þessum bæ að Íslendingar séu slíkir fávitar að hleypa stjórnmálastéttinni enn lengra í því að gera landsmenn að þegnum sínum. Engum líður vel rjúpa í kjafti refs. Eineltinu gegn stjórnarskránni síðustu árin hefur þó augsýnilega tekist að hrista svo upp í landsmönnum að nú keppist meira að segja harðfullorðið fólk út um allt land við að rífa sig hvert upp í annað eftir leikstjórn þessara guðsvoluðu aumingja sem nú skipa þjóðþing þjóðarinnar á alþingi og allra þessara rassvasafjölmiðla sem hér vaða enn uppi í rassvasanum á sterk­ustu hagsmunaaðilum.

Við segjum nei!

Þjóðin á aðeins eina vörn í bili gegn þessum frekjum vandræða­ungl­ingum alveg eins og góðir foreldrar barna eiga að gera: Segja ákveð­ið nei við því að drögin verði grund­völlur að nýrri stjórnar­skrá. Svörum svo afganginum af spurningunum eins og best get­um leiðbeint þessum villuráfandi afkvæmum.

Langbest er að halda sig við ráðleggingar gamla fólksins sem loks­ins kom fótunum undir okkur og lýðveldið: Frumvörp um breyt­ingar á stjórnarskrá eiga eðli máls samkvæmt að eiga sér lang­an aðdraganda, fara í gegnum ítarlega umræðu þings og þjóð­ar um árabil og síðan með góðum fyrirvara í þjóðarat­kvæð­agreiðslu, sam­hliða alþingiskosningum. Stjórnar­skrá er þjóð­ar­djásn og sátt­máli, saga, ljóð, um æðstu leikreglur samfélags og því skyn­sam­legt að gæta sam­­hengis. Og ef þarf að endurbæta slík þjóðar­djásn á það að gerast með viðaukum (sbr. bandaríska stjórnarskráin) svo í engu týnist allt sem fylgir, þar með talin um­ræða, ritmál, gögn, um túlkun og framkvæmd á hverjum tíma. Þannig verður til samfelld þróun, heil­steypt saga.

Þessi grein send stytt til Mbl. 25 sep 2012/jg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband