Niðurfærsla höfuðstóls húsnæðislána er bókhaldsmálefni

Vonandi leiðir fundur ríkistjórnarinnar með formönnum stjórnarandstöðu til þess að skriður komist á almenna leiðréttingu húsnæðislána heimilanna og ekki síður að rætt verði framtíðarskipulag og kjör á húsnæðislánum landsmanna.

Að öðrum kosti má heita næsta víst að fleiri en átta þúsund hefji upp búsáhöldin í næstu umferð. 

Útbreiddur misskilningur í umræðu síðustu daga er að niðurfærsla höfuðstóls húsnæðislána hafi í för með sér kostnað og/eða útgreiðslu fjármuna. Svo er alls ekki. Um er að ræða reikningshaldslega aðgerð, tilfærslur innan efnahagsreikninga fjármálastofnana, lífeyrissjóða og annarra eigenda skuldabréfa húsnæðislána.

Bókfærslulega er lækkuð kröfueign kröfuhafa með mótbókun lækkun á eigin fé (færsla á sérreikning eða afskriftareikning eða annan sambærilegan eiginfjárreikning undir eigin fé skuldamegin efnahagsreiknings).

Eftir standa heilbrigðari eignir á eignahlið efnahagsreiknings fjármálastofnana og annarra aðila sem eiga bókfærðar kröfur húsnæðislána, heilbrigðari vegna þess að greiðslufalls- og gjaldþrotaáhætta hjá viðskiptavinum er lækkuð verulega og þar með almenn viðskiptaáhætta með öruggara greiðsluflæði.

Þetta er m.ö.o. skynsamleg viðskiptaákvörðun miðað við aðstæður nú og til framtíðar, með ýmsar mjög jákvæðar hliðarverkanir, fyrir markaðsviðskipti, eftirspurn, o.fl.  

Ríkisvaldinu er í lófa lagið að veita ábyrgðir sem hluta af svona samkomulagi, t.d. kröfuábyrgðir af ýmsum toga um skemmri eða lengri tíma, sem bókfæra mætti utan efnahagsreiknings, gegnum ríkissjóð og eða seðlabanka.

  


mbl.is Skuldavandi heimilanna ræddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband