Baráttan við skuldavanda heimilanna: Öllum brögðum beitt?

Níunda október 2011 hófst önnur umferð í Íslandsmóti seljenda og kaupenda húsnæðislána heimilanna við stóra samningaborðið úr fyrstu umferð, þegar aleina fulltrúa kaupenda var fleygt heim til sín eins og víðfrægt er orðið og Jóhanna og þau fjórtán fóstbræður seljendur og eigendur húsnæðislána heimilanna sömdu einhliða fyrir kaupendur, (sbr. JGE Tveir samningar út í bláinn, 11des2010, birt á eyju/lúgu 13des2010).

Með ósk og von, þau hafi lært eitthvað síðan þá er því miður ekki uppörvandi í upphafi leiks hve hefðbundinn blær seinkunar tafataktík samningatækni úr herbúð seljenda og Jóhönnu er þegar farin að lita leikinn sem ekki lofar góðu um framhaldið.

Hugmyndafátækt og ráðleysi og undarlegt stjórnleysi í framgöngu og upplýsingamiðlun eru að sama skapi sterk einkenni stjórnunarbrags Jóhönnu og co.

Þess vegna þarf engum að koma á óvart hve skammt höfum enn gengið götuna í tiltekt eftir hrun. Hve óbreytt virðist enn allt og fast í hendi um breytingar. Og auðvelt að skilja hve pirringur fer sívaxandi með þetta endemis status quo. Ekki síst þegar ráð og leiðbeiningar berast að innan og utan stjórnarráðsins og allar forsendur um það bil pottþéttar.

Enn auðveldara er þó að skilja pirringinn og þunglynda vanlíðan með þetta endemis ástand þegar fjölmiðlar landsins eru þar að auki staðnir að verki dag eftir dag um furðuleg vinnu­brögð hagsmunagæslu. Og ekki skánar þegar ósjaldan týna sér smábörn í dótaleik alskyns fréttaefni sem litlu skiptir almenning á Íslandi, ekki síst á krepputíð í margföldum skilningi.

Hlutlægni kastað fyrir borð!

Leiðari Morgunblaðsins í morgun 13. okt. 2011 t.d. auðveldlega og rétti­lega skammar stór­furðulega fram­göngu RÚV þessa dagana fyrir skort á hlutlægni í fréttaflutningi.

Mun alvarlegri er þó nafnlausa úttektin í Fréttablaðinu í gær 12. okt. 2011, undir heit­inu: Baráttan við skuldavanda heimilanna. Allri hlutlægni er beinlínis kastað fyrir borð í þessari furðulegu úttekt þar sem harðtuggið er saman úr meir en vafasömum heimildum, allar upp­runnar úr einu föðurhúsi skjald­borgar um seljendur/eigendur húsnæðislána heimilanna.

Fréttablaðið skautar því miður svo skringilega skakk og skjön yfir málið að blaðið dæmir sig úr leik. Að minnsta kosti væri rautt spjald við hæfi og tveggja leikja bann.

Undir yfirskini hlutlægni úttektar sem þylur upp óvíst annars aðila málsins og getur í engu annars en hentar einsýni höfundarins er ekki einu sinni hirt um að geta þess hvaða huldu­maður skrifar; enda er augljóst hverju sem les að ekki er auðvelt að taka ábyrgð á þessum hræri­graut sem eins og hangir uppi útveggur aleinn meðan auglýsir sig verslunarmiðstöð.

Fréttablaðinu hefur sem sagt orðið hér á einkar alvarleg skyssa á fjölmiðlamarkaði. Og hefur nú að auki loksins ótvírætt skipað sér í lið með bönkum og stjórn­völdum og öllu hinu í þessu liði sem málpípa gegn kaupendum hús­næðislána og heimilunum í landinu.

Fréttablaðinu er því að óbreyttu als ekki lengur treystandi um eitt né neitt er varðar þetta langsstærsta hagsmuna­mál neytenda á Íslandi sem með sívaxandi þunga hótar að hleypa upp samfélags­sáttmála þjóð­arinnar.

Góð fjölmiðlavenja

Um góða fjölmiðlavenju gildir eins og um góða stjórnunarvenju: Útgangspúnkturinn er tví­þættur: a) Góð og gild venja um eðlilega og sanngjarna starfshætti, bragarhátt, stíl, og b) Persónulegt mat hvers og eins á því hvað telst vera eðlilegt og sanngjarnt í framkvæmd.

Fréttablaðið hefði átt að birta nafn höfundar og póstfang með úttektinni. Og blaðið hefði átt að gæta meira jafnvægis í um­fjöllun, halda sig við óvéfengjanleg gögn, greina frá varnöglum, forðast eftiröpun sjónarmiða og vafasamar ályktanir og geta þess lykilatriðis í málinu að nær öll gögn sem byggt er á koma af framleiðslufæribandi þeirra sem áður hafa framleitt röng og villandi gögn af óskiljanlegu ábyrgðarleysi í þessu máli eins og öðrum málum eins og dæmi sanna og víla ekki fyrir sér spuna né svik í orði né borði fyrir þá leynihúsbændur sem þau þjóna.

Fréttablaðið hefði auðvitað átt að vera búið að gera lesendum ljóst um viðhorf blaðsins (rit­stjóra/ritstjórnar/eigenda) í þessu máli, ótvírætt og skorinort, sbr. erlendar fyrirmyndir, svo engi maður þyrfti að efast um hollustu Fréttablaðsins við seljendur/­eig­endur hús­næðis­lána heimilanna né undrast baráttu blaðsins gegn kaup­endum/greiðendum húsnæðis­lána.

Nú liggja þessi viðhorf blaðsins járnbent fyrir. Fréttablaðið þarf núna að axla þá ábyrgð sem þessu fylgir með því annað hvort að staðfesta með skýrum hætti eða draga úttektina til baka og þau sjónarmið sem þar er rutt fram undir blæju hlutlægni faglegrar úttektar og biðja les­endur, birgja, auglýsendur, starfsfólk og hluthafa blaðsins afsökunar.

Tvær sólir: Ábyrgð og traust

Misskilningur þessa leynihöfundar sem klambraði saman úttektinni í Fréttablaðinu í gær er ekki síst sá að halda að skuldavandi heimilanna snúist um afskriftir og eigið fé bankanna.

Málið er miklu miklu miklu alvarlegra þegar hér er komið sögu. Skuldavandi heimilanna snýst um tvær sólir: ábyrgð og traust.

Skuldavandi heimilanna snýst m.ö.o. fyrst og fremst um a) ábyrgð; b) traust; c) samfélags­sáttmála; d) stjórnarskrá og réttarríki, réttlæti og réttarstöðu; e) viðskipti og fjármuni. Í þessari röð.

Skuldavandi heimilanna snýst sem sagt innsta kjarna um ábyrgð og viðurkenningu á ábyrgð. Snýst um ábyrgð sem móður traustsins sem lífsnauðsyn viðskiptum og sam­skiptum með lífs­von, hvort sem líkar betur eða ver; málið snýst með öðrum orðum um grundvallarréttindi.  

Við Íslendingar eins og aðrar þjóðir í okkar heimshluta byggjum okkar sam­fél­agssáttmála á trausti og ábyrgð. Á þeim er byggð okkar stjórnarskrá, okkar lýðveldi, okkar réttarríki, okkar tímabundna framsal í kosningum á sjálfs­ákvörðunarrétti þjóðarinnar til handhafa þrískipts ríkisvalds, undir vonandi vökulu auga þjóðhöfðingjans og ábyrgra fjölmiðla og fleiri aðila sem beint og óbeint eiga að hafa almannahag að leiðarljósi í öllum verkum og verk­efnum vegna þess að frá okkur kemur allt vald, frá okkur þjóðinni, sbr orðin lýðveldi og lýðræði.

Þess vegna er engin ástæða til að berja hausnum alltof lengi við steininn í þessu máli þegar spurt er um ábyrgð og traust með trúverðugleika stórfyrirtækja og vogunarsjóða, fjölmiðla, stjórnvalda og stjórnsýslu: Traust eins og smáblómið vex í réttu hlutfalli við ábyrgð á verki og verk­efnum, vex í skjóli ábyrgðar á orðum og gerðum í allri framkvæmd og framgöngu, eins og allir vita og eiga að vita sem komnir eru af barnsaldri.

Hver vill og getur leiðrétt?

Stutt er síðan hló dátt land og þjóð og tröllin í fjöllunum þegar formaður rannsóknar­nefndar alþingis um bankahrun og kreppu sagði í sjónvarpinu ekki nokkurn mann hafa játað á sig ábyrgð úr hópi eitthundrað fimmtíu og eitthvað margra einstaklinga.

Síðan hefur ekki skánað. Því miður fyrir land og þjóð, traust og ábyrgð. Og virðist helst vera krónískur veirusjúkdómur hérlendis þessi útbreidda ábyrgðarfóbía, sbr. býsn mikil íslensks fólks í útlöndum og útlendinga margra yfir þessu í ljós­vakamiðli nýlega ef man rétt.

Lykilspurning málsins stendur þó enn sem fyrr rimmugýgi yfir öllu mannlífi hér: Hver vill og getur leiðrétt og bætt kaupendum húsnæðislána það mikla tjón sem hlotist hefur af for­sendu­bresti lána­samn­inga og sölu gallaðra fjármálaafurða hérlendis?

Enn er þetta tjón óleiðrétt, beint og óbeint tjón - óleiðrétt hjá langstærstum hluta kaupenda húsnæðislána heimilanna og heldur áfram að hlaðast upp tjón og meira tjón, eins og kvika undir eldfjalli og lýkur sennilegast að óbreyttu ekki öðruvísi en með gosi, ef til vill í stíl Kötlu gömlu.

  

Alvarlegur misskilningur

Þau sem enn telja að málið snúist um krónur og aura eru að misskilja alvarlega, sbr. endemis úttektina í Fréttablaðinu, því málið snýst nú að meginstofni um grundvallarréttindi íbúanna.

Málið hefur sem sagt þróast að þungamiðju í mjög harðvítuga réttindabaráttu gegn harðræði lögleysu og yfirgangs endalausrar þver­móðsku og þver­girðinga banka og stjórn­valda og líf­eyrissjóða og verkalýðshreyfingar og enn fleiri stuðningsaðila seljenda/eigenda húsnæðis­lána sem enn þverskallast allt saman við að gangast við ábyrgð sinni.

Jóhanna og þau öll fjórtán fóstbræður - sem bankar og fjármálafyrirtæki lífeyrissjóðir verka­lýðshreyfing og önnur hagsmunasamtök seljenda og eigenda húsnæðislána heim­ilanna - tóku í raun og veru lögin í sínar eigin hendur í desember síðastliðinn þegar þau sömdu einhliða fyrir hönd kaupenda undir alþýðumerkinu leyndar og lygi og ábyrgðarleysis með spuna og vitleysu, sjá t.d. greinarkorn mitt: Tveir samningar út í bláinn, eyja/lúga des2010.

Og fara enn sínu fram nú sem fyr. Ósk þeirra um úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er einungis fyrsti þáttur nýja leikritsins sem nú er í burð­arliðnum.

  

Rekstrarbragur fjölmiðla

Fjölmiðlar eru auðvitað augu og eyru almennings í allri þjóðmála­umræðu í lýðræðisríki.

Fjölmiðlar í lýðræðisríki mega þess vegna alls ekki nokkurn tíma í eitt skipti gleyma né gera hornreka sígildar hugsjónir um fjórða valdið fjölmiðlanna, eðlileg markmið, góða fjölmiðla­venju, bestu starfs­reglur, vandaðar siðareglur - samtals stefnumótun sem fyrst skilur sauð­ina frá höfrun­um.

Né heldur mega fjölmiðlar í engu gleyma andartak að það er framkvæmd stefnu­mótunar sem fyrst skilar raunverulegum árangri, skilar ánægju, stolti, arðsemi - skilar trausti ábyrgð ást og gleði, eftir bréfkorni höfuðskepnur mannlífs.

Af þessum sökum er undirliggjandi aukin skylda í öllum rekstri og rekstrarstjórn fjölmiðla og aukin skylda um að bæta ráð sitt hið snarasta ef út af bregður. Og ekki er verra ef fram­kvæmt er með ánægju án minni­máttarkenndar óhóflegrar með­virkni né óhóf­legrar sundr­ungar; axli með öðrum orðum ábyrgð sína eins og menn.

Leyndin blæjan og lygin

Höfundur úttektar Fréttablaðsins, ritstjóri/ritstjórn og blaðið sjálft féllu s.s. kyrfi­lega á haus­inn um próf­stein hlutlægni jafnvægis og jafnræðis aðila þegar rétt var hafin önnur umferð við stóra samningaborðið milli seljenda og kaupenda húsnæðislána heimilanna.

Dæmi: Lygin „Í ljósi þessa hefur sú krafa verið hávær síðan að komið yrði til móts við mikið skuldsett heimili með nið­ur­fellingu skulda." Þessu hiklaust logið út í loftið úr áróðri seljenda og stjórnvalda milli til­vitnana úr óendurskoðuðu óná­kvæmu og verr héðan og þaðan stráð hingað og þangað upp úr meir en vafasömum kokkabókum selj­enda og stjórnvalda.

Hvur spinnur svo fárán­leik undir yfirskini? Af hverju? Til hvers? Hverju er verið að þjóna?

Allir vita að krafan er almenn leiðrétting á grundvelli starfs- og rekstrarábyrgðar seljenda og stjórnvalda.

Í  engu dylst auðvitað barnaskapur hagsmunagæslunnar með svo laumulygi sem kastar olíu á eld­inn í upphafi leiks; né heldur dylst í engu lengur hve einkennilega uppteknir fjölmiðlar hér eru enn yfir þessu áhuga­máli að halla réttu máli í hagsmunagæslu fyrir aðra en okkur góða landsmennina, sbr. t.d. nýlegar og grófar falsanir RUV í frétta­flutningi af mót­mælunum á Austurvelli 1. októ­ber sl. og við eldhús­dags­um­ræðurnar á alþingi 3. októ­ber sl.

Ef veröldin vissi ekki fyr, þá veit veröldin núna: Íslenskir fjölmiðlar sem svona haga sér börn í leik hljóta í sínu barnaskapi að halda íslenska þjóðin sé börn eða hálfvitar, svo ívitnað sé stutt. Þess vegna er auðvitað komið að okkur sjálf­um að sýna þessum börnum sem leika sér að lífi fólks að kaupendur húsnæðislána heimil­anna eru hvorki börn né hálfvitar.

Og að gefnu tilefni: Við erum heldur ekki fé á beit í fjárhúsi þvergirðinga barna sem halda sig betri en annað fólk - og heldur víst enn sumt í þessum barnaskara að tilgangur lífsins sé sá einn eilíflegi allri veröld að græða á daginn og grilla á kvöldin, sbr. HHG, þá hug­mynda­fræðing og grill­meistara Sjálfstæðisflokksins.

Refir og skáld

Tvennt verður í fljótu bragði fyrst fyrir til almennrar útskýringar á þessu endemis yfirgangs og neitun enn staurblind neitun á ábyrgð seljenda og stjórnvalda - fyrir löngu hrein og klár ábyrgðarfóbía stjórnmálastéttar landsins og fjármálaþjónustu sem atvinnugreinar: Refir og skáld. Eins undarlega og kann að hljóma.

Vegna þess ekki síst hve refirnir eru ósjaldan eins og skáldin: Óhemju frekjur brosmildar og lævísar eins og á við hverju sinni. Og raunar stórfurðulegt hve enn lifir með þjóðinni víða smábrandarinn þjóðráð skáldsins af Gljúfra­steini þegar sagði fólk almennt snemmdautt ef engu lýgur. Kannski þetta endemis kokteilbull sé þá enn meginskýring þess megin­einkennis umræðu um þjóðmál hérlendis hve fljótt allt saman hleypur upp ofboði hagræðingar sann­leiks eftir eigin höfði.

Setja sig þá ekki úr færi í leiðinni að ryðja áfram sínum markmiðum, forsendum, álykt­unum og niðurstöðum heilagur sannleikur eins og best hentar hálfkveðnu hálfsannleik ef ekki lygi óljósum tilgangi, yfirleitt á enn óljósari forsendum sem allt saman á fátt skylt við heilbrigða samkeppni, né heilbrigða skynsemi, sbr. t.d. grein ÞG í Fréttablaðinu í dag 13. okt. 2011.

Gera sama skapi ekkert með faglega nálgun, faglega aðferðafræði, o.þ.h. einatt afgreitt alger óþarfi vegna þess hve sannleikurinn sé augljós sérhverjum sem sér og skilur eins og refur og skáld.

  

Við verðum að þora!

Við sem þjóð smá og kná verðum að þora ef ætlum til jafns við þær þjóðir sem við helst og mest viljum bera okkur saman við, verðum að þora að horfast í augu við okkar fóbíur, okkar bull og okkar vitleysur; verðum að þora að horfast í augu við þau undirliggjandi verk og verk­efni, forsendur og markmið, valkosti og lausnir, sem ein geta komið skikk á okkar sam­félag.

Enginn held ég að geti neitað því rökstutt í alvöru hve stutt erum enn komin í tiltekt eftir búsáhalda­byltu; hve ferlega lútum enn stjórnspeki refsins; hve ferlegri þau eru enn refirnir flumbrugangi refshátt og konungsbrags stjórnsýslu en þau fyrri refirnir sem velt var úr sessi í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Og ekki nokkur maður getur í alvöru samþykkt aftur umsjónarmenn valds og fjármuna, sbr. skoðanakannanir, vegna þess hve ferleg framgangan var síðast.

Að þessu sögðu dagljóst sama skapi hve alger umskipti með hælsparki útaf öllu reynslubolta og sérfróðra kann hæglega að reynast miklu áhættusamara fyrir þjóð og kjósendur; ekki síst vegna þess hve lengi getur vont versnað, eins og mjög er enn niðurstaðan af kjöri þeirra sem fylktu þá og fylkja enn undir merki Besta flokks­ins; og eiga því miður enn langt í land með að endurheimta nauð­synlegt traust kjósenda með verkum sínum og framgöngu, ábyrgð og trúnað við þjóð og kjósendur. 

           

Önnur umferð hófst 9. október 2011!

Enginn maður skyldi gleyma þessari dagsetningu, þegar leikurinn um skuldavandann hófst aftur! Og þegar tendrað var á friðarsúlu Jóns í Viðey sem blikar nú kastljós ást og gleði.

Enginn skyldi gleyma þrautseigju og þrjósku og þrótti og kaupmætti kaupenda og greiðenda hús­næðis­lána heimilanna - um það bil eitthundrað þúsund viðskiptavinir banka og fjármála­stofnana, lífeyrissjóða og Íbúðarlánasjóðs; og þegar allt er talið sennilegast hryggjarstykkið í skattgreiðslum til sameiginlegra þarfa okkar samfélags, sem og rekstrar og uppihalds flestra þeirra ofurskammsýnu hagsmunasamtaka sem enn fylkja sér að herbúð seljenda og Jóhönnu og co. 

Fróðlegt mjög verður því örugglega að fylgjast með þróun málsins í annarri umferð. Og enn fróðlegra að fylgjast með því hvort og hvernig fjölmiðlar hérlendis muni brögðum beita og bragarháttum þöggunar mistúlkunar misvísandi óreyndu hálf­kveðnu hálfsönnu úrfellinga viðbóta breytinga spuna og vitleysu, sbr. í fyrstu umferð, sem stóð eins og flestir muna frá október 2010 til janúar 2011. Og lauk með stóra samkomulagi og stóra hallelújasönginu í stóra samtryggingarkóri.

Aftur með ósk og von þau hafi eitthvað lært síðan síðast. 13 okt 2011 mkv jge

P.s. Kæra ritstjórn eyju/lúgu: Vinsamlega ekki breyta í neinu þessum greinarstúf, ekki bæta neinu við og ekki fella neitt úr, eins og stundum hefur gerst með mínar greinar. Til hliðsjónar skil­málar ykkar ágætu og gagnorðir um birt­ingu greina greinarhöfunda á eyju/lúgu.  jge

Sent eyju/lúgu 13okt2011 / birt á eyju/lúgu 20okt11 aths: orð mjög klippt sundur, sleppt dags. kv. og p.s.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband