Hvað er að gerast hjá Mogganum?

Það bregst ekki í þjóðmálaumræðunni hérlendis þegar tekist er á um mikla hagsmuni: Alltaf er sigað lyginni, óljósu, þoku; skyggt og skemmt, strítt og einelt.

Bragarháttur umræðu sem auðvitað vitnar mest um þröngsýni og þekkingarskort af þeirri gerð sem traust og ábyrgt í útlöndum fleygir hiklaust í ruslflokkiinn fræga.

Morgunblaðið féll í ruslflokk þjóðmálaumræðunnar í morgun, fimmtudag 19. september 2013, þrátt fyrir vonir um annað og betra. Féll á blaðsíðu tólf.  

Fyrirsögnin er í æsifréttastíl: Hálaunafólk fengi mest afskrifað.

Í greininni eru gerð svo mörg mistök í framsetningu, túlkun, hugtakanotkun, o.fl. að efast verður stórlega um að Baldur Arnarsson hafi skilað svo arfaslæmu verki. Ritskoðun er miklu nærtækari skýring.

Hvað er að gerast hjá Mogganum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband