Leiđrétting fasteignaveđlána

Eftir fimm ár umtalsvert vesen og vandrćđi var frumvarp um leiđréttingu verđtryggđra fasteigna­veđ­lána loks samţykkt lög frá alţingi í gćr 16. maí 2014.


Full ástćđa er til ađ óska landsmönnum öllum til hamingju međ áfangann ţó lögin leiđrétti minna en ráđlagt var og stórir hópar kaupenda verđtryggđra lána fái enn enga leiđ­réttingu. 


Hagsmunakór seljenda hávćr mjög á lokaspretti, m.a. ţaulreyndir sóló­istar: Pétur Blöndal, Árni Páll og Steingrímur J. sem sagđi í Frbl. 10. maí sl.: „Mađur eiginlega trúir ţessu ekki ... á međan hinir efnamestu fá skulda­niđur­fellingar fá ţeir sem standa verst lítiđ sem ekkert.“


Til grundvallar liggur rekstrarábyrgđ seljenda og ríkisvalds á verđbólguskoti og geng­is­hruni sem olli forsendubresti seldra verđtryggđra lána/lánasamninga.


Innifaliđ í ţeirri rekstrarábyrgđ er m.a. loforđiđ um engin óeđlileg afskipti af verđlagsţróun sem leiđi til hćkk­unar neyslu­verđs­vísitölu umfram verđbólgumarkmiđ.


Fjármögnun hćrri ársverđbólgu en sem nemur efri mörkum verđbólgumarkmiđs Seđlabanka Íslands ćtti ţví ađ öllu eđlilegu ađ vera á ábyrgđ seljenda verđtryggđra lána á frummarkađi međ skuldabréf og á ábyrgđ ríkisvaldsins til ţrautavara sem löggjafi og eftirlitsađili.  


Ef spurt er hvađ hefur gerst er svariđ ţetta: Framkvćmda­vald ríkisvaldsins viđurkenndi loks ábyrgđ sína á forsendubresti seldra verđtryggđra lánasamninga á fjármálamarkađi. Og nú hefur löggjafarvald ríkisvaldsins samţykkt ađ bćta hluta kaupendanna tjóniđ ađ hluta til, fyrir hönd seljendanna.


Bráđabirgđaleiđréttingin er umtalsvert léttvćgari í krónum og aurum en fyrstu hug­myndir stóđu til en engu síđur er ástćđa ađ fagna milligöngu framkvćmda­valdsins og löggjafar­valdsins. Skref er a.m.k. stigiđ til aukinnar ábyrgđar á fjármálamarkađi og stemmingin hefur breyst.


Seljendur virđast vera ađ átta sig betur. Bjóđa nú t.d. óverđtryggđ fast­eignalán međ fasta nafnvexti í allt ađ fimm ár, ţ.e. ársvexti á bilinu sjö til átta prósent.


Svo háir nafnvextir - og hćrri á viđbótarláni - eru auđvitađ sannkallađir okurvextir miđađ viđ okkar ná­granna­lönd. Engu síđur skárri kjör en ađ kaupa verđtryggt af ţví verđtryggđu fylgja enn áratuga ţrćldóms­fjötrar fullrar ábyrgđar á allri verđbólguţróun á allri plánetunni.


Afleiđuábyrgđ sem í áratugi fram út lánstímann er velt 100% yfir á kaupanda almennan neytanda – einhliđa skilmáli sem ađ sjálfsögđu er kolólöglegur ađ eđlilegum neytendarétti.


 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband