Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ísland og Evrópa: Sigga og skessan í fjallinu?

Blaðagrein send mbl. 19. apríl 2009 - netgrein samhljóða birt á jonasgunnar.blog.is 15. ág. 2009

*****

Bestu ævintýrasögur fyrir börn eru ekki síður fyrir fullorðna eins og allir vita.
  
Ein fallegasta ævintýrasaga sem til er á íslensku er ævintýrið um litlu stúlkuna Siggu sem á heima í litlum bæ undir risastóru fjalli. En í fjallinu á heima í helli sínum stór og mikil skessa.
Allir í sveitinni vita af þessari skessu svolítið seinfær talsmáta og því þarf að hlusta vel þegar hún talar þó til þess þrjóti yfirleitt þolinmæði á fyrstu metrunum.

En skessan veit sínu viti dugleg og rösk og oft á ferðinni og vekur þá óhug með ofsahræðslu öllu fólki í sveitinni því skessan er auðvitað svo miklu stærri og þyng­ri en allt kvikt, sterkari og ljótari og fljótari að hlaupa en heimsmethafinn í 100 metra hlaupi.

Stöðug ógn hvílir sem sagt yfir sveitinni og litla bænum þar sem hún Sigga litla á heima.

Einn daginn er Sigga að leika sér úti þegar skessan kemur og viti menn: Sigga er þá bara ekk­ert hrædd við skessuna. Segir bara góðan daginn og hvernig hefur þú það?

Skessan verður alveg svakalega hissa á því að þessi litla stúlka er ekkert hrædd við sig eins og allt fólk í sveitinni er ofsalega hrætt við sig og eins er um næstum allt fólk á Íslandi. En þegar skessan hefur jafnað sig á þessu áfalli fer hún að spjalla svolítið við Siggu litlu og viti menn: þær tvær eru bara orðnar mátar og bestu vinkonur eftir smástund.

Afgangurinn af sögunni nánar um vináttu Siggu og skessunnar. Sem allir í sveitinni telja von­­lausa vináttu fyrirfram.

Mórall sögu: ef maður kynnist betur því sem ógnar, þá vík­ur ótti og hræðsla. Og þá geta gerst ýmis undur og stórmerki.

Eins og til dæmis tekist vinátta milli stórrar og góðrar og ljót­r­ar skessu með bólu á nefinu og lítillar og góðrar og fallegrar stúlku með enga bólu á nefinu.

Spurt er: Er þá bein hliðstæða við þessa sögu afstaða Íslands gagnvart Evrópu?

Svar: Já, með þeirri undantekningu að Sigga/Ísland er um þessar mundir klofin í afstöðu sinni til skessunnar/Evrópu.

Sigga er sem sagt hálfvolg í vináttunni við skessuna, líkar skess­an vel annan daginn, ekki hinn daginn.

Hefur ekki vitað vel um árabil hvort heldur á að slíta vin­­áttunni við skessuna eða reyna að vera betri vinkona skessunnar sem er alltaf að hjálpa til, því skessan er mest góð og hjálpsöm litlu og oggulitlu í sveitinni.

Þess vegna síst vináttulegt að vilja hvorki hjálpa né njóta nema allt að 75%. Og segja 100%vítavert og alveg út úr korti.

Þessi er þó enn afstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Ísland er enn 75% aðili til fjórtán ára að þessum sam­ráðs og samstarfsvettvangi, nú 27 þjóða.

En um leið ástæða þess að ESB-umsókn EFTA-ríkisins Íslands með EES-samning uppá vasa­nn fær flýti­afgreiðslu hjá ESB-samstarfinu; þjóðunum sem áður töldu margar hag sínum best borgið innan EFTA með EES-samning uppá vasann.

Ef vináttusagan er skoðuð nánar sést augljóst samhengi.

Fyrst heiftúðugar deilur um 100% inngöngu Íslands í EFTA. Og fáum árum síðar er aug­ljóst öllu hve skilar þjóð­inni verulegum ávinningi, jákvæðri þróun, þroska. Og þau fjöl­mörgu sem höfðu efast um ágæti inngöngu eða barist á móti EFTA skildu hvorki upp né niður í þeirri glámskyggni.

Næst heiftúðugar deilur um 75% inngöngu Íslands í Evrópusambandið þegar tekist er á um EES-samninginn. Margar helstu vina- og viðskiptaþjóðir okkar í EFTA voru þá búnar að semja um 75% aðild að ESB og komnar með EES-samning uppá vasann.

Ísland þurfti þá nauðsynlega að fylgja þeim eftir til að njóta áfram bestu viðskiptakjara, ávinnings, þróunar, þroska; en hálf þjóðin sem fyrr á öðru máli. Og fáum árum síðar er augljóst öllu hve skilar þjóðinni verulegum ávinningi, jákvæðri þróun, þroska.

Nú er enn svo komið flestar helstu vina- og viðskiptaþjóðir okkar eru komnar 100% í ESB. Svo nú þarf Ísland að fylgja þeim eftir til að njóta bestu kjara, ávinnings, þró­unar, þroska. Og í þriðja sinn er hálf þjóðin á öðru máli.

Engu síður augljóst öllum sem sjá vilja hve niðurstaða okkar hlýtur enn sem fyrr að verða eins: við hljótum að velja þá eðlilegu leið að fylgja okkar nánustu vina- og viðskiptaþjóðum eftir ef við ætlum okkur að njóta bestu kjara, þróast, þroskast í takt við þessar þjóðir sem við helst og mest viljum bera okkur saman við.

Fróðlegt er að bera saman málflutning úrtölumanna nú og þegar EES-samningur var mest á dagskrá og þar áður EFTA.

Nú eins og þá er haldið að þjóðinni sömu ógn: skessunni Evrópu; missi sjálfstæðis, forræðis, auðlinda.

Otað að okk­ur skess­unni, alltaf sár­svöng í helli sínum yfirvomandi að hremma okkur og allt sem eigum; otað að okkur ógn sem óþarfi sé að kynn­ast betur. En eins og fjölmargir landsmenn þekkja þá er mannlíf með flestum þjóðum Evrópu ekki als ósvipað og hér, fólk með eins þarfir, þrár og drauma.

Og þegar maður ver tíma til að kynnast fólkinu, menningu, stjórnskipan, stjórnkerfi, viðskiptalífi, þá sér maður bjálkann í eigin auga.

Því ef kynnist betur því sem ógnar, þá víkur ótti og hræðsla. Eða hvað?   19apr09 / jge

 


Gullgerð í boði skilningsleysis og kjánaskapar?

Blaðagrein send Mbl. 25mar09

Netgrein samhlj. 26mar09 á jonasgunnar.blog.is

***

Stórhissa fylgjast nú ung og eldri með smásögu þeirra prófessoranna í hagfræði við Háskóla Íslands, Þórólfs Matthíassonar og Gylfa Magnússonar, núverandi viðskiptaráðherra, óvænt uppvísir báðir að skilningsleysi og kjánaskap um langbrýnast hagrænt hagsmunamál almennings í áratugi, sbr. greinar þeirra í Mbl. 20. mars 09 og Mbl í morgun 25. mars 09.

 

Gylfi hóf leikinn í smásögu sinni 20. mars, svar til Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings, þar sem Gylfi dregur dár að þeirri grunnhugmynd sem augljóslega nýtur almenns fylgis að ekki verði undan því vikist mikið lengur að leiðrétta skuldastöðu heimila fyrst og fyrirtækja síðan, í ljósi þess hve hagstjórn Íslands undanfarin misseri hefur skekkt grundvöll hagkerfisins og þar með grundvöll verðtryggðra samninga, þ.m.t. verðtryggðra íbúðarlána; og skekkt svo mjög að stjórnvöldum beri að leiðrétta með afdráttarlausum hætti, með sjálfkrafa hliðsjón á að allir eru jafnir að landslögum, þ.e. gætt sé jafnræðis skuldara, hver gegn öðrum og jafnræðis kröfuhafa, hver gegn öðrum.

 

Hinn kosturinn, sem stjórnvöld aðhyllast, að leiðrétta/hjálpa til sjálfshjálpar, en ekki út frá lagaskyldu/jafnræðisreglu heldur eftir þörf, sanngirni, o.þ.h., hjá hverjum og einum skuldara, hljómar e.t.v. vel, en er þá um leið ákvörðun sem hlýtur að teljast skýlaust brot á jafnræðisreglu, lögum og stjórnarskrá, þ.m.t. jafnræði og jafnstaða allra gagnvart lögum og stjórnvaldsákvörðunum.

 

Stór ákvörðun stjórnvalda m.ö.o. sem felur í sér mikla áhættu um þróun framtíðarvirðis lánasafna bankanna, greiðslufalls- og gjaldþrotaáhættu skuldara, auk þess að leiða strax til beinna opinberra útgjalda, ef á að greina aðstæður hvers og eins í afgreiðsluröð, tugþúsundir skuldara, og möguleika hvers og eins til sjálfs­hjálpar og t.d. hjálp frá þriðja aðila.

 

Með verulegri töf á að ávinningur komi sem fyrst fram í rekstri heimila og fyrirtækja og skili sér sem fyrst í aukinni eftirspurn í hagkerfinu, sbr. t.d. grein 18. mars 09 á jonasgunnar.blog.is: Umræðan um skuldafenið.

 

Sigurður Ingólfsson skrifar kafla smásögu Gylfa (Mbl. 24. mars 09) þar sem Sigurður hrekur einfaldlega Gylfagynning og gerir t.d. grein fyrir jákvæðum áhrifum á þá hagrænu breytu sem einna langmestu skiptir: eftirspurn í hagkerfinu, því 2 milljónir sem varið er í kaup neyslu-/fjárfestingavöru, skila sér tekjur/eign annars staðar í hagkerfinu, þ.m.t. skatttekjum.

Í morgun 25. mars 09 kemur svo prófessor Þórólfur prófessor Gylfa til varnar og bætir tvennu við söguna: fyrst alkunnu lögfræðingadrama, ósjaldan skelfir ókunnugu, en enginn fótur fyrir því drama ef staðið er rétt að breytingu laga/leikreglna, og síðan gullvísunni um alkemista fortíðar þar sem Þórólfur gleymir hve lengi var gild atvinnugrein öllu sem stuðlaði að því að búa til gull þó seint yrðu til tekjur af sölu þess gulls.

 

Og Þórólfur gleymir fleiru: því þegar Þór, aðalpersóna smásögunnar, eins og í stóra  hagsmunamálinu, sér að skuldin/íbúðarlánið 8 milljónir er nú 10 milljónir og virði eignar Þórs að baki láninu fallið í 8 milljónir og stefnir í 6 milljónir að ári, þá sér Þór auðvitað hann er kominn 2 milljónir í mínus eignastöðu (neikvætt eigið fé) og 4 milljónir í mínus eftir ár; og ef Þór er viss um að ekkert verði að gert til að lagfæra þessa endemis séríslensku bullstöðu er hagkvæmasti kostur Þórs sjálfkrafa, ekki síst ef atvinnulaus eða hlutastarfsmaður, að óska gjaldþrotaskipta, verja tíu árum í útlöndum og græða 2 milljónir króna strax.

 

Gylfi/ríkið fær þá 2ja milljóna skuld Þórs til innheimtu í útlöndum á tíu árum plús, fær íbúð Þórs og selur einkavini á 4 milljónir miðað við markaðsvirði 6 milljónir, afskrifar svo að reikningsskilavenju mest eða allan mismun kaup- og söluverðs í bókum ríkisins stórtap alls á viðskiptunum; og þá lagt út að auki beinan og óbeinan kostnað úr ríkissjóði vegna þessara einu viðskipta við Þór, með afleiddum innheimtukostnaði ríkissjóðs í tíu ár plús sem seint fæst sannvirði til baka.

 

Spurt er: Er þetta sú framtíð sem prófessorarnir mæla með fyrir þjóð og hagkerfi - fyrir öll þau þúsundir heimila/einstaklinga sem nú sjá sína stöðu svipaða eða verri en hjá Þór?

 

Ef svarið er já er best að fara að setja strax í töskurnar því mjög virðist ráðum þeirra hlýtt þessa dagana; og um leið gerð tortryggileg þau ráð sem best duga alls til framtíðar.

 

Að óbreyttu heldur þá áfram að versna og versnar lengur en þörf er á með fleiri gjaldþrotum, meiri landflótta, auknum en óþörfum útgjöldum  ríkissjóðs og sveitarsjóða, minni skatttekjum með meiri samdrætti opinberra útgjalda, opinberrar þjónustu, o.s.frv.

 

Bragfræði Gylfa og bragarbót Þórólfs hafa þá leitt ótvírætt í ljós það sem Tryggvi Þór Herbertsson og fleiri hafa óþreytandi bent á undanfarnar vikur og mánuði: hve stjórnvöld og það fólk sem nær athygli stjórnvalda hvorki skilur vel né skynjar okkar smáa nú lokaða hálfdána senn meirdána hagkerfi.

 

Á meðan blæðir hagkerfi, liggur dái, blæðir og bíður, sbr. klausuna ofan við grein Þórólfs í mogganum í morgun (25mar09).   


Á ekki að kasta krónunni?

Blaðagrein send Mbl. 23. mars 2009

Netgrein samhlj. 26. mars 2009 á jonasgunnar.blog.is

***

Grein Kára Arnórs Kárasonar, KAK, í mbl. í morgun 23. mars. 2009 undir fyrirsögninni: á að kasta krónunni? er óþægilega einsýnn málflutningur.

 

Að því gefnu að KAK séu kunnir kostir og ókostir er augljóst hve KAK hefur þegar gert upp hug sinn fyrirfram um það að ekki eigi að kasta krónunni fyrir evru og týnir því til sögu eins mörg atriði og getur fyrir þessari skoðun, mest röksemdalaust. Hundsar þar með sjálfsagðar kröfur þó skrifi grein sína undir nafni fræðimannsins.

 

KAK nefnir fjögur skilyrði fyrir hagkvæmni myntsvæða: hreyfanleika vinnuafls, frelsi í fjármagnsflutningum, sveigjanleika í verð- og launamyndun og tilfærslukerfi skatta; dæmir í framhaldi sveigjanleika í launakerfum lítinn í Evrópu, menningarlegan mismun mikinn (ekki nefnt skilyrði hagkvæmni) hreyfanleika vinnuafls lítinn og ekki sé til staðar tilfærslukerfi. Slær m.ö.o. fram þremur sleggjudómum og staðreynd.

 

Staðreyndin um tilfærslukerfið er rétt, það er ekki til og verður vonandi ekki til í þeirri mynd sem þekkjum best, einkum vegna óskilvirkni og hættu á spillingu í framkvæmd. Þess vegna er leitað annarra leiða til að ná sömu markmiðum og tilfærslukerfi þjónar til að unnt sé með skilvirkum hætti að leiðrétta slagsíðu einstakra svæða innan evrulands án þess að fórna í leiðinni kostum frjálsra viðskipta á frjálsum markaði, þar sem keppt er innan skynsamlegra leikreglna og eftirlits, enda enginn markaður frjáls (né heldur einstaklingur, þjóð né þjóðríki) án tillits til beggja: eigin hagsmuna og annarra.

 

Þvert á sleggjudóma KAK má fullyrða að sveigjanleiki launakerfa Esb/Ees-ríkja hafi aukist hratt undanfarna mánuði, menningarlegur mismunur Evrópuþjóða farið hratt minnkandi undanfarna áratugi og hreyfanleiki vinnuafls aukist verulega, sbr. eftirfarandi:   

 

1) Í  kjölfar alvarlegrar kreppu, sem sýnir öllum sem sjá vilja svart á hvítu nauðsyn sveigjanleika hagkerfis til að bregðast við áföllum, hafa laun lækkað víðar en hérlendisog víða stórlækkað tímabundið, starfshlutfall verið lækkað, o.fl., í ótal atvinnugreinum, til að bregðast við áföllum kreppunnar.

 

2) Menningarlegur munur fer minnkandi í álfunni, ekki síst hjá yngri kynslóðum (undir fimmtugt) sem undanfarna áratugi hafa í síauknum mæli stundað nám og störf með öðrum þjóðum.

 

3) Hreyfanleiki vinnuafls er því sjálfkrafa mjög að aukast, ekki síst menntaðs hluta vinnuaflsins, m.v. aldur, menntun og starfsreynslu, og vegna þess að sömu leikreglur hafa nú gilt um árabil á Esb/Ees-svæði, sem auðvelda fólki búferlaflutninga innan Esb/Ees, eins og nýlegar framkvæmdir á Austurlandi sýna mætavel hérlendis.

 

Þá segir KAK: " Stærsti gallinn við evrópska myntsamstarfið er að einstök ríki glata möguleikanum á sjálfstæðri gjaldeyris- og peningamálastjórnun og þar með möguleikanum á að bregðast við utanaðkomandi áföllum."

 

Segir svo fullum fetum peningamálum Evrulands stýrt eftir þörfum "...stærstu ríkjanna, einkum Þýskalands og Frakklands..."; og bætir við: "Ekkert tillit er tekið til efnahagsþróunar í minni ríkjum og jafnvel ekki í stórum ríkjum eins og Spáni og ítalíu."

 

Því miður skautar KAK hér einkar óábyrgt yfir málefnin. Í fyrsta lagi er það ekki galli heldur kostur að einstök þjóðríki eða héruð, atvinnu­greinar eða stórfyrirtæki, hafi ekki það vald/þau áhrif, að fella evruna, þegar þessum svæðum/þáttum hagkerfis hefur verið siglt í óefni undir leikreglum evrunnar (eins og var og er kunn staðreynd hérlendis undir leikreglum krónunnar).

 

Í öðru lagi hrein ósannindi segja ekki sé tekið tillit til þróunar annarra héraða Evrulands en Þýskalands og Frakklands. Þingmenn Evrópuþingsins myndu seint skrifa uppá þá rakalausu fullyrðingu án alvarlegra fyrirvara. KAK þarf að minnast þess að þingmenn Evrópuþingsins, löggjafarþings Esb/Ees, skipa sér ekki í hópa eftir þjóðríkjum heldur hugsjónum sem miða að sátt og velferð allra íbúa Esb/Ees, þó gæti öðrum þræði sérhagsmuna þjóðríkja sinna ef á þarf að halda sérlausn eða leiðréttingu, umfram leikreglur Esb/Ees; sbr. störf alþingis, þar sem alþingismenn skipa sér í flokka eftir sannfæringu og trúnaðareið við stjórnarskrá og þjóð, bundnir sannfæringu um þjóðarhag fyrst, þannig á það a.m.k að vera og ekki hollt einu né neinu að gefa afslátt af þeirri sjálfstæðiskröfu.

 

KAK segir hækkandi launakostnað og ósamkeppnishæfni ríkis leiða af misvægi milli svæða um hagvöxt, launaþróun, verðbólgu og breytinga á eignaverði, vegna þess að sameiginleg peningamálastjórn á misvel við einstök svæði. Ekkert fast samhengi er þarna á milli þó KAK óski þess. Þvert á móti er ljóst að sum aðildarríki Esb hafa fremur hundsað óþarflega þær kröfur sem sameiginleg mynt gerir til skipulags og sveigjanleika heimahagkerfis, sbr. t.d. Spán og Ítalíu. Og þurfa nú í kapp við tíma að laga sig að aðstæðum, með öllu sem fylgir.

 

Óþarfi er að rekja hér frekar málflutninginn, KAK eltir villuljósin í grein sinni og því brýnt að leiðréttingar þessu einsýni komist að sem fyrst, bkv.

  


Umræðan um skuldafenið: þarf að endurmennta fjölmiðlafólk á Íslandi?

Blaðagrein: Umræðan um skuldafenið: þarf að endurmennta fjölmiðlafólk á Íslandi?  Send mbl. 18mar2009; netgrein samhlj. á jonasgunnar.blog.is, 18mar2009

***

Umfjöllun fjölmiðla um einna langbrýnust málefni lands og þjóðar, annars vegar um evrópumálin (tengd krónu- og gjaldeyriskreppu, pólitískri framtíðarsýn og stefnumörkun, sem og trúverðugri endurreisn hagkerfis og hagstjórnar) hins vegar um skuldafen heimila og fyrirtækja, ber því miður ósjaldan vitni um alvarlegan misskilning.

Tökum tvö dæmi af því síðarnefnda. Í morgun (18.mars.09) er forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins um skuldastöðu heimila og fyrirtækja þessi: "Afskriftir kosta 800 milljarða"; fyrirsögn og frétt, þar sem slegið er fram fullyrðingum af óvenjulega vítaverðu kæruleysi okkar séríslenska sauðsháttar í fréttamennsku, fyrirsögn og frétt auðvitað á ábyrgð ritstjórnar blaðsins. Nánar um það á eftir.

Í leiðara Morgunblaðsins í morgun undir kjörorðunum: "Einhver borgar alltaf, kröfuhafar verða ekki hlunnfarnir", er á sama hátt alvarlega miskilið og skautað einkar óábyrgt yfir langbrýnast efnahagsverkefni stjórnvalda, almennings og fyrirtækja hérlendis, sem nú er þetta: að finna ábyrga lausn sem bæði verndar eins og unnt er verðmæti verðtryggðra lánasafna bankanna án óhóflegrar greiðslufallsáhættu og gjaldþrotaáhættu skuldara, en er um leið lausn sem hífir upp heimilin fyrst, og fyrirtækin síðan, til sjálfshjálpar, úr því herjans skuldafeni sem hagstjórn landsins hefur skapað almenningi og atvinnulífi landsins undanfarin misseri.

Skuldafen sem fyrst varð alvarlegt þegar stjórnvöld reyndust loks algerlega ófær um að ná eigin verðbólgumarkmiðum hagstjórnar: að halda verðlagshækkunum hérlendis innan 2,5% til 4,5% ársverðbólgu. Skuldafen sem hélt áfram að herða að heimilum og atvinnulífi og herðir enn að okkur á meðan stjórnvöld þora ekki að láta endurreikna verðtryggð lán afturvirkt og binda verðbótaþátt verðtryggðra lána við 4,5%; og mun herða jafnt og þétt að okkur að óbreyttu og þess vegna þvinga enn fleiri jafnt og þétt í gjaldþrot og landflótta, ekki síst á meðan ársverðbólga hérlendis er reiknuð 12 mánaða verðbólga aftur í tíma en miðast ekki við verðlagshækkun hvers mánaðar, framreiknuð til næstu tólf mánaða.

Ekkert af þessum ákvörðunum/efnahagsaðgerðum: endurútreikningur höfuðstóls, fastur tímabundinn verðbótaþáttur og ákvörðun um verðbólgustig framvirkt en ekki afturvirkt, kosta neitt í útlögðum kostnaði, þ.e. til viðbótar við útlagðan kostnað sem nú þegar þarf að greiða í stjórnsýslu og bankakerfi, því hér er breytt leikreglum, ósanngjörnum leikreglum í brýnar og réttlátar leikreglur, miðað við aðstæður.

Um leið er tryggt jafnræði aðila, bæði jafnræði kröfuhafa, hver gegn öðrum, og jafnræði skuldara, hver gegn öðrum. Hliðsjón þyrfti að auki að hafa á því að setja fjárhæðarmark en ekki prósentumark á lækkun fjárhæðar höfuðstóls hvers verðtryggðs láns/ skuldabréfs, sbr. sanngirnissjónarmið.

Ef horft er heildstætt til hagsmuna beggja aðila, kröfuhafa og skuldara verðtryggðra lána, er dagljóst að báðir aðilar hafa mun meiri hag af því að draga úr greiðslufallsáhættu og gjaldþrotaáhættu með svona samkomulagi, fyrir milligöngu stjórnvalda, sem felur í sér breyttar leikreglur, heldur en að gera það ekki; en hið síðara þýðir þá jafnframt samstundis, og skal tvíundirstrikað, að stjórnvöld hafa þá þegar óbeint tekið þá hættulegu ákvörðun að lifa við þá stóráhættu fyrir hönd hagkerfis og þjóðar að framkvæma ekki þessar löngu brýnu efnahagsaðgerðir.

Spurt er: Hvað felur sú óbeina ákvörðun og sú þráðbeina stóráhætta í sér?

Svar: a) framtíðarvirði lánasafna bankanna gæti hæglega farið niður fyrir þau 50% sem nú er rætt um að sé raun- og sannvirði verðtryggðra lánasafna bankanna miðað við bókfært virði og tíma;  b) gjaldþrotum fjölgar sjálfkrafa, landflótti eykst, eftirspurn dregst enn saman í hagkerfinu sem og skattekjur ríkis og sveitarstjórna, samfélagsþjónusta, o.s.frv.; c) strax aukin en óþörf bein útgjöld ríkis og sveitarfélaga, ef á að koma strax til móts við hvern og einn eftir þörf, jafnræði,  sanngirni, o.s.frv., sem útheimtir strax tíma og fé, sérfræðivinnu, o.fl., en er án ávinnings strax fyrir fólk og fyrirtæki, ekki síst án ávinnings strax fyrir eftirspurn í hagkerfinu, sem ein fær til lengri tíma staðið undir rekstri, störfum og skatttekjum þjóðarbús.

Það er sannarlega kominn tími til að fjölmiðlafólk hugsi sig um tvisvar og þrisvar áður en birta fréttir sínar og leiðara eins og heilagan sannleika um viðkvæm mál á alvarlegri krepputíð. Kostnaður er afar flókið hugtak. Getur þýtt beinan og óbeinan kostnað, útlagðan kostnað, fastan og breytilegan kostnað, fórnarkostnað, afleiddan kostnað, o.s.frv. Afskriftir eru t.d. aldrei útlagður kostnaður.

Forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í morgun 18.mars.09 er sem sagt villandi bull, fréttin er bull og ritstjórn blaðsins á að biðja lesendur afsökunar.

Við leiðarahöfund Morgunblaðsins er þörf að ítreka hið augljósa: hann ætti alls ekki að trúa kostnaðartölum né öðrum tölum hagfræðinga né annarra aðila án þess að kynna sér vandlega forsendurnar fyrst.

 


Krónu- og gjaldeyriskreppa: er lausnin norræn evrukróna?

Blaðagrein send mbl 25feb09

Netgrein samhlj. á jonasgunnar.blog.is 25feb09

 *** 

Íslenskar krónur kaupir enginn í útlöndum, ótengdar evru.

Danskar krónur kaupa margir víða í útlöndum, tengdar evru og Danir íhuga alvarlegar en um árabil að taka upp evru.

Sænskar krónur kaupa margir víða í útlöndum, tengdar evru og Svíar íhuga alvarlegar en um árabil að taka upp evru.

Norskar krónur kaupa einnig margir í útlöndum, ótengdar evru. Norðmenn hafa tvisvar gengið götuna til viðræðna um aðildarsamning við ESB, í bæði skiptin kosið um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu og fellt.   

Norðmenn einna langríkastir þjóða hafa eflaust öllum Evrópuþjóðum fremur efni á því enn um sinn að minnsta kosti að leika og stunda "sjálfstæði" gegnum fokdýra norska krónu.

Íslendingar geta ekki lengur leikið það eftir þeim með íslenska krónu.

Norræn evrukróna.

Spurt er: hvernig má taka upp norræna evrukrónu, (ekr, neikr, eisk, neisk)?

Svar: Íslenska krónan yrði þá tengd evru óbeint, í samstarfi við þrjú Norðurlönd og ESB-samstarfið á grundvelli EES-samningsins og samstarfsreynslu Íslands innan ESB til 14 ára.

Lagt er til eftirfarandi:  

1) Undirbúningi lokið strax og umsókn send sem allra fyrst um fulla aðild að ESB-samstarfinu svo aðildarviðræður um aðildarsamning hefjist formlega sem fyrst.

2) Íslensk króna fasttengd danskri, sænskri og norskri krónu og þar með gerð að norrænni evrukrónu, þar til Ísland getur tekið upp evru á grundvelli betri aðildar að ESB.

3. Nýja krónan, fasttengd myntkörfu þriggja Norðurlandaþjóða, verði varin sameiginlega af Íslandi, þremur Norðurlandaþjóðum og Seðlabanka Evrópu, skv. tímabundnum þríhliða samningi, þar til Ísland gengur formlega í ESB og tekur upp sama fyrirkomulag og Danir eða Svíar, með tengingu krónu beint við evru, eða Ísland tekur upp evru eins og Finnar.

4) Gjaldmiðilssamningur Íslands, þriggja Norðurlanda og ESB, komi til endurskoðunar/uppsagnar, ef Ísland hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning, að loknu umsóknar- og viðræðuferli Íslands og ESB.

Raunhæf áætlun og hvað vinnst?

Áætlunin er raunhæf vegna þess hve Ísland er fámennt og þjóðarframleiðsla smá í samanburði. Áhættan er því lítil efnahag stærri nágrannaþjóða og ESB að hlaupa undir bagga bakhjarlar nýkrónu Íslands tvö þrjú ár, ef ljá máls á; og án efa unnt að takmarka áhættuna betur í samningi aðila, með hliðsjón af samningi Íslands við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Með fasttengingu krónu við þessar þrjár sterkari myntir, þar sem tvær þeirra stíga dans við evru og sveiflast eins með vikmörkum er skapað nýtt hagrænt umhverfi á Íslandi í betri takt við umheiminn.

Ávinningurinn fyrst ábyrg stefnumörkun Íslands sem umheimurinn tekur mark á, sbr. grein í mbl. (20.feb.09 Qui Vadis, hvert stefnir þú Ísland?) sem slær á óvissu og eykur trú og traust á íslensku efnahagslífi, eyðir gjaldmiðils- og gjaldeyriskreppu, eykur stöðugleika og lánstraust og skapar miklu betri forsendur fyrir nauðsynlegar lagfæringar, leiðréttingar og endurreisn hagkerfis og hagstjórnar, ekki síst til þess að ná fyrr en síðar hagrænum markmiðum ESB.

Um leið skapast skilyrði til þess m.a. að afnema gjaldeyrishöft (e.t.v. þó efri mörk hreyfinga í staðinn í samningi aðila) og eyða þar með óvissu og áhættu vegna peningalegra eigna erlendra aðila í íslenskum krónum, sbr. góða grein í mbl. í gær (24.feb.09 Getum við losnað við höftin?), stórlækka stýrivexti og allt vaxtastig í landinu, afnema verðtryggingu á nýjum skuldabréfalánum útgefin á eðlilegum vaxtakjörum, endurfjármagna lán á eðlilegum vaxtakjörum, lækka verð á innfluttum vörum, stórlækka okkar heimasmíðuðu óðaverðbólgu, afleiðing fremur en orsök, svo fátt eitt sé nefnt.

Hvað tapast?

Ef spurt er hvað tapast, svarar ESB- andstaðan hás: sjálfstæði Íslands og auðlindir þjóðarinnar!   Spurt ósköp einfalt á móti: á það við um ESB-þjóðirnar Dani, Svía, Finna, Breta, Íra, Þjóðverja, Frakka, Hollendinga?

Átti það við í ítarlegum umræðum og tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum Norðmanna um aðildarsamninga? Svarið við hvortveggja er nei.

ESB-umsókn er lykilatriði!

ESB-umsókn er hvort tveggja: brýn efnahagsnauðsyn og lýðræðiskrafa.

En meðan siglum höll skekktunni stefnuleysi og tökum ekki ábyrgð á framtíðinni í glímunni við nútíðina má heita vonlaust að skapa landi og þjóð traust á alþjóðavettvangi, þar með talið lánstraust og eðlileg viðskiptakjör.  

Lykilatriði trúverðugrar stefnu næstu mánuði er ákvörðun um hvort Ísland stefnir á ESB-samstarfið með frændþjóðum, tengingu krónu við evru, lagfæringu brotalama hagkerfis og hagstjórnar, og á evruhagkerfi.

Eða hvort stefnir á fortíð, samdrátt og ójafnvægi í krónuhagkerfi.

Eða á óvissu og ýmis vandkvæði í dollarahagkerfi, og er þá nær að Ísland líti til annarra Norðurlanda, sbr. erlenda sérfræðinga.

Sem allra fyrst þarf ákvörðun um ESB-umsókn til að eyða hagrænni og pólitískri óvissu, endurreisa traust á framtíð og tækifæri, endurreisa lánstraust, orðspor, koma utanríkisviðskipt­um í eðlilegra horf.

Karp umsókn/ekki umsókn er um það bil að falla á tíma.

 


Nýja Ísland: hvað þarf að gera?

Ríkisstjórn Íslands féll í gær 27. janúar 2009. Ingibjörg Sólrún fékk umboð forseta nú í morgun til að leiða viðræður minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna. Stjórnin mun sitja með stuðningi þingmanna Framsóknarflokks og væntanlega þingmanna Frjálslynda flokksins. Forsetinn upplýsti um hugsanlega aðild 2ja utanaðkomandi sérfræðinga að nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsamstarf sem fær þrjá til fjóra mánuði til að útfæra og framkvæma aðgerðaplan í þágu heimila og atvinnulífs og lýkur störfum eftir boðaðar alþingiskosningar í apríl/maí í vor og myndun nýrrar ríkisstjórnar í maí/júní 2009. 

*****

Blaðagrein send á Mbl. 28jan2009

Netgrein samhlj. á jonasgunnar.blog.is, 28jan2009

*****

Stjórnarsamstarfið féll á alvarlegum stjórnunarvanda.

Féll á tíma og féleysi en mest á óskilvirku samráði og samstarfi um brýn verkefni sem nú bíða óþreyttra stjórnenda, bíða eftir óþreyttu, ábyrgu og hæfu fólki að útfæra og framkvæma.

Verkin tala. Árangur stjórnarinnar segir allt sem þarf. Þeim mistókst að skapa nægilegt traust hjá almenningi á verkum sínum. Mistókst að forgangsraða og framkvæma nægilega vel, mistókst að upplýsa, hlusta og sjá, axla ábyrgð sína eins og menn.

Öflug samfélagsumræða og mest prýðileg borgaraleg óhlýðni knúðu fram breytingar á óþolandi ástandi. Umræða og óhlýðni sem formbirta næstum á kvikmyndaformi alvarlegar villur og skekkjur í samfélagsþróun á Íslandi.

Sjö ára stundarbrjálæði?

Ef samfélagsþróun á Íslandi undanfarin ár er ástarsaga kvikmyndaformi er útkoman hryllingur fyrir almenning; litla hryllingsbúðin Ísland hryllingur á trylling ofan forkastanlegrar skemmdarstarfsemi og siðleysis viðskiptaforkólfa og annarra forystumanna í fjármála- og viðskiptalífi í samkrulli með fjölda fagstjórnenda og sérfræðinga, sem tóku þátt eða leiddu hjá sér, án nægilegrar viðleitni til mótstöðu, lagfæringa, leiðréttinga.

Mynd sem afhjúpar vítaverða stjórnunar- og ákvarðanafælni í ríkisstjórninni, vítavert innvortis hrun meðvirkrar stjórnsýslu, brotalamir í aðgreiningu valdþátta ríkisvaldsins; afhjúpar ekki síst samtryggingarkerfi stjórnmálamanna, embættismanna, forystumanna samtaka viðskiptalífs og launafólks, lífeyrissjóða, fjölmiðla, um viðhorf, áherslur, framgöngu, sem hampa sérhagsmunum umfram þjóðarhag, algerlega þversum á meginstraum samfélagsþróunar á Íslandi lengst af á tuttugustu öld.

Samtals formbirting alvarlegs ójafnvægis  samfélagsþróunar á fyrsta áratug nýrrar aldar; ójafnvægi sem þarfnast verulegrar leiðréttingar. Ójafnvægi sem eflaust á rót í einhverjum ósköpum þjóðarsálar, breyttu viðhorfs, gildismats, og þarf auðvitað að rannsaka og draga af lexíur til framtíðar; ekki síst ef boðuð sjúkdómsgreining opinberra rannsókna með söguskoðun allt að bankahruni í október s.l. er sjö ára stundarbrjálæði; samtals sjö ára ástarsaga sem að óbreyttu heldur áfram að versna Íslandssögu.

Samtals þróun eftir árþúsundamót sem hljóp í krækivöxt. Óvart gengum vér gleymsku og heimsku á hönd. Vitleysu og sóun. Samþykktum rangeygan stjórnunarstíl og hugsjón refsins aleitt ljós í auga og vill allt í eigin kjaft og engar refjar; öll góð vínber sinni skál og félaga, annars súr. Gerðumst óþægilega samviskulaus undir handarjaðri refsins; sem einnig snarblekkti Snorra goða og Gissur jarl í stóru meirihlutastjórninni; staursetti og stýfði konungsbrag ríkisvalds og stjórnsýslu; konungsbrag stjórnunarstíl, sjálfkrafa alveg marklaus og vonlaus stjórnunarstíll lýðveldi því stjórnunarstíll lýðveldi er sjálfkrafa lýðræðisstíll.

Svo hvað nú?

Umræðan og mótmælin sýna mætavel hvað ber að gera og hvernig. Það sem á vantar er ábyrgt og hæft fólk til starfa og skýrari leikreglur. Nýtt fólk í ríkisstjórn, á alþingi, í stjórnsýslu; skárri reglur lýðræðis um mannval, prófkjör, kosningar; alvöru aðgerðir kjörinna fulltrúa til bjargar skuldugum heimilum, lífvænlegum fyrirtækjum, brýnustu samfélagsþjónustu; skýrari aðgreining þriggja þátta ríkisvaldsins; skýrari framtíðarsýn með markvissari og betri stefnumótun framkvæmdavaldsins til eins árs, tveggja ára og fimm ára, helst útgefin sem hvítbók árlega - prentbók og netbók, svo þing og þjóð geti fylgst betur með árangri og áhyggjuefnum.

ESB-samstarfið?

Lykilatriði trúverðugrar stefnu næstu mánuði er ákvörðun um hvort Ísland stefnir á ESB-samstarfið með frændþjóðum, tengingu krónu við evru, lagfæringu brotalama hagkerfis/hagstjórnar og evruhagkerfi. Eða hvort stefnir á fortíð, samdrátt og ójafnvægi í krónuhagkerfi. Eða á óvissu og ýmis vandkvæði í dollarahagkerfi og er þá nær að Ísland líti til Danmerkur og Noregs, sbr. erlenda sérfræðinga.

Sem allra fyrst þarf ákvörðun um ESB-umsókn til að eyða hagrænni og pólitískri óvissu, endurreisa traust á framtíð og tækifæri; endurreisa lánstraust, orðspor, koma utanríkisviðskipt­um í eðlilegra horf. Karp umsókn/ekki umsókn er um það bil að falla á tíma.

Veltur á Sjálfstæðisflokk?

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkur frjálslyndur víðsýnn umbótaflokkur eftir byltingu á landsfundi og kjör á víðsýnum forystumanni í starf formanns.

Svo líða ár og allt í einu er flokkur ekki eins flokkur þó enn sé nær sama fólk og áður.

Svo kom hrun og þá varð ljóst eins og oft verður ljóst að þau eru búin að vera of lengi eins og kóngar eru ósjaldan búnir að vera of lengi með vandræðagang hjá hirðinni og þjóðinni uns einhver bendir á gamlikóng allsnakinn keisara og vonlausan og vitlausan keisara til framtíðar.    

Og hvað svo sem gamlikóng tuðar og suðar lengi yfir prinsi sínum og lemur lengi haus sínum við stein og segist verða eilífur og redda þessu kemur að ákvörðun og prinsi. Gott gamlikóng að hætta þá að lemja haus sínum við stein.

 

Fasteignasjóðir: góð hugmynd?

 

Blaðagrein send Mbl. 9des2008

Netgrein samhlj. á jonasgunnar.blog.is, 9des2008

 *****

Athyglisverð grein birtist í Mbl. í morgun 9. des. 08, þar sem tveir hagfræðingar útfæra nánar hugmyndir hagfræðinganna Gylfa Zoega og Jóns Daníelssonar um eiginfjárþátttöku opinberra aðila og/eða rekstraraðila á eignamörkuðum fasteigna og skuldabréfa.

Ástandsgreining þeirra Guðrúnar og Sigurðar er góð og ályktanir í góðu samræmi, þ.e. um úrvinnsluferli og vinnuálag.

Eins er um freistnivandann; þ.e. þegar lánadrottnar reyna að selja skuldabréf húsnæðislána/fasteignaveðlána á hærra verði en sannvirði og velta um leið gjaldhæfisáhættu, veðhæfisáhættu og gjaldþrotaáhættu skuldabréfa yfir á kaupandann, Íbúðarlánasjóð, sbr. lög/reglugerðarheimild ÍBL um slík kaup af bönkunum; og má ætla gildi þá einnig um lífeyrissjóði og aðra eigendur skuldabréfa húsnæðislána/fasteignaveðlána.

Góð markaðslausn?

Ef hugað er að viðskiptalegum þáttum, t.d. hverjir viðskiptavinirnir yrðu og stöðu þeirra, hverjir yrðu rekstraraðilar og stjórnendur, hugað að verðlagi þjónustunnar, viðskiptakostnaði, viðskiptaháttum, lagaumhverfi, eftirlitskerfi, er svarið nei, þetta er ekki góð markaðslausn.

Fasteignasjóðir auka vandann.

Útfærsla Guðrúnar og Sigurðar eykur sem sagt á vanda viðskiptavinanna, þ.e. skuldsettra heimila og rekstraraðila, þegar kominn er þriðji aðili milliliður/rekstraraðili á nýjum markaði milli skuldunautar og lánadrottins; og þarf að skapa tekjur/hagnað til rekstrar/eignamyndunar, allt saman kostnaður viðskiptavinar í erfiðum skuldafjötrum.

Eins er um kostnað við sérfræðiaðstoð í samningum við þriðja aðilann; samningum um eignarhlut, verð, viðskiptakostnað; eiga svo hag sinn undir stjórnendum og viðskiptaháttum þriðja aðilans, ef viðskiptavinur eða sá aðili, fá kauptilboð í eignina frá fjórða aðila.  

Viðskipavinurinn er í öllum tilfellum að ganga til nauðasamninga við þriðja aðila án tryggingar fyrir því að sá aðili muni ekki notfæra sér neyð viðskiptavinarins með ósanngjörnum hætti; ganga til samninga við aðila sem eftir (fljótunnum?) lagaramma nyti eflaust meira frjálsræðis um verðlagningu og aðra viðskiptahætti en bankar og fjármálastofnanir nú; og nyti að auki minna eftirlits frá augljóslega vanbúnum eftirlitsstofnunum/eftirlitsdómurum fjármálamarkaða hér.

Eftirlitskerfinu sem brást svo hrapalega starfsskyldum sínum í margra mánaða aðdraganda bankahruns, með djúpstæðri gengis- og gjaldeyriskreppu, að óbreyttu djúpstæð efnahagskreppa.

Í raun væri verið að búa til nýja óæskilega markaði, hákarla og  okurlánara, með öllu sem fylgir; víkka út hátekjumarkaði, t.d. fyrir ýmsa sérfræðiþjónustu, með kostnaði, sem reynsla sýnir lendir fljótlega að talsverðu leyti á sveitarsjóðum, ríkissjóði, hjálparsamtökum.

Hvað ber að gera?

Það ber að stefna að almennum fyrirbyggjandi aðgerðum.

Ekki óþörfum kostnaði skuldugra heimila og fyrirtækja, sem lendir á öðrum, þ.m.t. lánadrottnum, fyrr en síðar, ef ekki er varlega farið.

Það ber sem sagt að lagfæra stöðu heimila og rekstraraðila með verðtryggð húsnæðislán/fasteignaveðlán.

Vegna þess að hagstjórn landsins hefur skekkt svo mjög grundvöll hagkerfisins með óðaverðbólgu að stefnir í mestu lögbundnu eignaupptöku sem um getur í lýðræðisríki eftir höfðatölu, með fjöldagjaldþrotum og landflótta, sem í framhaldinu þýðir aðeins eitt: stórfelldar afskriftir húsnæðislána/fasteignaveðlána, mest í eigu lífeyrirssjóðanna, bankanna og Íbúðalánasjóðs.

Til að rétta af grundvöllinn er mest nauðsyn þessi forsenda: að lífeyrissjóðirnir og verkalýðshreyfingin standi í lappirnar fyrir launafólk, láti af væli um lífeyrisgreiðslur í óvissri framtíð og taki þátt í því af heilum hug með heimilum og launafólki í nútíð að bjarga framtíðinni.

Að þessu sögðu er besta aðgerð þessi: frysting útreiknings verðbóta verðtryggðra húsnæðislána/fasteignaveðlána við 3,5% prósent verðbótaþátt í 4 til 6 mánuði, meðan fengist er af alvöru við gengiskreppuna og gjaldeyriskreppuna og verðbólgan kveðin niður hérlendis eins og annars staðar í okkar heimshluta.

Tveggja mánaða gömul tillaga úr fréttatíma; en góð fyrir því og brýnt að komi til framkvæmda ekki seinna en strax.

Hjálpar frysting verðbótaþáttar hagstjórninni?

Tvímælalaust, því þessi fyrirbyggjandi aðgerð örvar hagkerfið; dregur heimili og atvinnulíf yfir versta hjall eins og öflugur púlhestur í teymi.

Örvar allt til dáða, því um leið dregur úr hvata til samdráttar, gjaldþrota, atvinnuleysis, sem dýpka óþarflega efnahagskreppuna.

Hagstjórn á tímabili frystingar fær t.d. mun víðtækari úrræði til verðbólguhvetjandi aðgerða, t.d. um afnám hafta tímabundið á útstreymi erlends fjár, t.d. á tilboðsgengi, meðan féð sem vill burt úr hagkerfinu streymir út á sanngjörnu verði, innan þröngra tímamarka.

Þessu útlenda fé verður hvort sem er aldrei haldið lengi enn í gíslingu innan hagkerfis krónunnar; nema þá gegn stórskaða á viðskiptakjörum með flótta erlendra birgja, kaupenda, fjárfesta og lánadrottna frá viðskiptum við okkar litla EES-hagkerfi; með miklum endurreisnarkostnaði undir krónunni.

  


Fyrir hag heimilanna: súrrealísk græðgi?

Blaðagrein send Mbl 8. des. 2008

Netgrein samhlj. á jonasgunnar.blog.is, 8. des. 2008

Borgarafundur 2 í Háskólabíói í kvöld, 8. des. 2008, kl. 20:00

*****

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritar grein í Mbl. í gær 7.des.08, bls. 40, undir heitinu: fyrir hag heimilanna, þar sem fylkja sér sérkennilega súrrealísk heildarsamtök launafólks á Íslandi gegn brýnustu hagsmunum launafólks á Íslandi.

Í sama blaði, á bls. 13, segir af súrrealískri framtíð ungs fólks á Íslandi, sem datt í hug að eignast íbúðarhúsnæði fyrir fjögurra manna fjölskyldu með algengri normal lántöku gegn veði í íbúðinni, eins og allir þekkja í veröldinni; og uppgötvuðu í Mbl. að þá þarf að greiða til baka 200 milljónir króna fyrir 20 milljón króna húsnæðislán til 30 ára, m.v. 10% ársverðbólgu og nær 540 milljónir króna, ef lánið er til 40 ára.

Og ef ársverðbólga er 18%, eins og nú, þá þarf að greiða 1.002 milljónir króna fyrir 30 ára lán! Og 5.275 milljónir króna fyrir 40 ára lán!

Og er örugglega veraldarmet í vetrarbrautinni sem seint verður slegið.

Einu sinni var Gylfi forseti víst ein af hetjunum í vörninni sem kom launafólki til hjálpar. Gerðist svo ráðsmaður í lífeyrissjóði, fór að ávaxta fé launafólks, í félagi við fjárfesta og bankastjóra; og einhvers staðar á leið úr vörn í sókn hljóp hann til liðs við þá í miðjum leik.

Og samt er hann forseti ASÍ og þiggur ofurlaun fyrir þessa þjónustu frá launafólki. Það er sennilega annað veraldarmet í vetrarbrautinni.

Gylfi segir í grein sinni brýnast þetta: a) að verja "störfin okkar", b) tryggja ný störf þeim sem ekki hafa starf og c) komið verði í veg fyrir að almenningur lendi í verulegum greiðsluerfiðleikum.

Kynnir svo "viðamiklar bráðaaðgerðir" skv. lið c), fjögur úrræði mest og best sem öll miða að greiðslufresti og nauðasamningum: greiðslujöfnun, frestun afborgana, lenging skammtímalána og greiðsluaðlögun.

Eins og sé glænýtt fyrir Gylfa og félaga á góðum launum að t.d. lögmenn, viðskiptamenntað fólk og ráðgjafar, t.d. á Ráðgjafarstofu heimilanna, fáist við greiðsluvanda daginn út og daginn inn, m.a. með þessum úrræðum.

Svo er sagan öll. Allt í einu. ESB og Evru. Tveggja mánaða púlvinnu að málefnum heimilanna á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda (Gylfi sat formaður nefndar Jóhönnu félagsmálaráðöherra um greiðslujöfnun, o.fl.) allt í einu lokið.

Eftir standa áherslur: á tvennt: störf og greiðslugetu! Á meðan tikkaði óðaverðbólgan allan tímann á húsnæðislán heimilanna!  

Og þykir nú vetrarbrautarmet í móðgun við launafólk, heimili, kjósendur.

Ekkert er minnst á að verja eigið fé heimilanna. Ekkert sagt um að koma í veg fyrir tröllaukna skuldafjötra í framtíð af völdum óðaverðbólgu í nútíð.

Launafólki skal sem sagt fórnað á altari bankanna, Íbúðarlánasjóðs og lífeyrissjóðanna, sem sárvantar fé eftir áföll í áhættufjárfestingum.

Er þá komið í sömu sögu og síðast fyrir aldarfjórðungi: þegar samtryggingarkerfi verðtryggingarsinna, með þursagang óbilgirni í bland við tröllheimsku, kom í veg fyrir skynsamlegar björgunaraðgerðir í nær lokuðu hagkerfi Íslands og íslenskrar krónu.

Þá var þjóðinni talin trú um að stórfellt tap banka og lífeyrissjóða hlytist af ef útreikningur verðbótaþáttar verðtryggðra húsnæðislána yrði frystur tímabundið, meðan versta verðbólguskothríðin gengi yfir.

Áróður bakkaður upp af fjölmiðlum og leiddi til óþarflega erfiðrar og djúprar gjaldþrotahrinu og víðtækra hörmunga, eins og margir þekkja; og telja verður þó smáræði miðað við það sem nú er framundan að óbreyttu.

Bjarni Bragi Jónsson, arkitekt verðtryggingar lánsfjár á Íslandi, er enn á sömu buxunum og þá, sbr. Mbl. 7.des.08, bls. 12. Hann vill einfaldlega ekki almennt viðurkenndar leikreglur á fjármálamarkaði.

Viðurkennir ekki hið augljósa: að fjármálakerfið hér í okkar litla opna EES-hagkerfi til fjórtán ára, stjórnast enn af græðgi fákeppni á smásölumarkaði lánsfjár með einstakri velþóknun og lögeggjan stjórnvalda, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar.

Fjármálakerfi þar sem lífeyrissjóðir landsmanna gegna lykilhlutverki, því sjóðirnir kaupa í stórum stíl verðtryggð skuldabréf húsnæðislána af íbúðarlánasjóði, sjóðsfélögum, o.fl. og verja til þess iðgjöldum launafólks.

Skammta svo launafólki skert lífeyrisréttindi eftir árferði, einkum eftir tapi á áhættufjárfestingum.

Lífeyrissjóðirnir áttu alls ekki von á ofurverðbólgugróða í skammdeginu; óvæntum ofurtekjum sem múra upp í tapið af fjárfestingum í bönkunum og víðar; ofurtekjum til enn meiri áhættufjárfestinga með fjármunum launafólks.

Svo nú þarf þjóðin að vinna og borga! Segir ASÍ með lífeyrissjóðum og ríkisstjórn. Og óðaverðbólgan þarf að hækka hressilega húsnæðislánin svo náist í meira fé af heimilunum! Og þegar stefnir í gjaldþrot, reddum við hverju heimili fyrir sig, segir Gylfi, konungur lífeyrissjóðanna!

Svona hagfræði sannarlega hin döpru vísindi. Vitnisburður kórvillu á heiði. Súrrealískt met fáránleikamöndli með eigur annarra.

Þau hafa verið of lengi þegar allt er orðið eitt málefni: að verja fjárfestingarsjóði og banka og fórna til þess hag heimilanna.

Þau þurfa hjálp! Hjálpum þeim!


Hjálpum þeim!

Blaðagrein: Hjálpum þeim! Send mbl., 2.des.2008. Birt í mbl. 4jan09, bls.35.

Netgrein: Samhlj. á jonasgunnar.blogg.is, 8.des.2008.

*****

Tugþúsundir landsmanna horfa nú með vaxandi skelfingu á sparnað sinn í íbúðarhúsnæði brenna upp vegna verðtryggingar húsnæðislána.

Horfa ráðþrota á 17% verðbólgu neysluverðsvísitölu hækka 20 milljón króna húsnæðislán um nær 300 þúsund krónur á mánuði! Horfa á 30% spáverðbólgu hækka sömu lánsfjárhæð um 500 þúsund krónur á mánuði!  

Fjórir mánuðir í 30% verðbólgu hækka því 20 milljón króna verðtyggt húsnæðislán um meir en 2 milljónir króna!   

Og bera verðbætur á verðbætur ofan, vexti á vexti ofan, út lánstíma allt að 40 ár, nú allt að 55 ár, sbr. úrræði Íbúðarlánasjóðs.   

Lögvernduð eignaupptaka svo hrikaleg að allra verstu skattþrjótar í hópi stríðandi konunga fyrri alda blikna og blána í samanburði við þessa blóðmjólkun einnar þjóðar, sem að óbreyttu færir tugþúsundir í gjaldþrot.   

Íslensk þjóð mótmælir daglega þessari eignaupptöku. Mótmælir, mótmælir, mótmælir! Og hvað gerist? Ekkert!  

Þjóðin spyr dag eftir dag forystumenn ríkisstjórnar, stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóðina, nýju bankana: ætlar enginn að stöðva þetta brjálæði?  

Svarið er nei! Og aftur nei!

Því talsmenn verðtryggingar færast fremur í aukana þessa dagana að verja þennan óvænta séríslenska verðbólgugróða.   

Fáein dæmi: Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, í mbl. 2. des.08, á óvæntu stímabraki eins og óviti.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í viðtali á rás2, 27.nóv.08, með hitamælistugguna frá 1980.

Jóhanna, félagsmálaráðherra, í grein í mbl. 20.nóv.08, bls.26, að skýla sér á bak við nefndina/skýrsluna/lögin um greiðslujöfnun (nefndarformaður: Gylfi forseti).

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrigrænna og formaður BSRB, í viðtali við mbl.19.nóv.08, bls.14.

Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þingmaður framsóknarflokks, í Kastljósi 26.nóv.08.  

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrigrænna, á borgarafundinum, 24. nóv.08, sagðist raunar tilbúinn að skoða frystingu verðbótaþáttar, því hann gerði sér grein fyrir stöðu heimilanna, en það yrði dýrt.  

Hvað á Steingrímur við?  Dýrt fyrir hvern?  Ríkissjóð? Íbúðarlánasjóð? Bankana? Lífeyrissjóðina?

Ef Steingrímur á við tapaðan verðbólgugróða þessara aðila úr vösum heimilanna þá hefur hann rétt fyrir sér. Það er dýrt að missa óvæntar ofurtekjur.   

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, á borgarafundinum, vísaði á sjúkrapakkann, þ.e. greiðslujöfnun, o.fl., sbr. lög frá alþingi, sem eru nauðasamningar sem plástra holundarsárin eftirá.

Ingibjörg eyddi ekki einu sinni samúðarorðum að stöðu heimilanna.   

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, ekki heldur; sem enn slær hausnum við steininn og stefnir nú fast á núll fylgi í helli sínum með LÍÚ.  

Frjálslyndir seinheppnir, heimta afnám verðtryggingar sem er ótímabær krafa því ofan af verðtryggingu þarf að vinda undir krónunni.   

Guðjón formaður hefur þó sett fram tillögu um frystingu verðbóta; og ætti helst að flytja um það þingsályktunartillögu tvisvar á dag!  

Samtryggingarkerfi verðtryggingarsinna sýnir m.ö.o. þjóðinni klærnar þessa dagana. Heimilin á Íslandi skulu keyrð í gjaldþrot og skuldafjötra þrældóms af öllum ráðandi öflum íslensks samfélags.   

Um það bil eitthundrað þúsund lántakendur með u.þ.b. eitthundrað og fimmtíu þúsund verðtryggð lán að fjárhæð u.þ.b. eittþúsund milljarðar króna, skulu borga brúsann. Stóra brúsann.  

Borga hundruð milljóna króna tap lífeyrisjóðanna af viðskiptum sínum við bankakerfið, endurfjármagna eigið fé Íbúðarlánasjóðs, fáeina tugi milljarða, sem tapaði minnst tíu milljörðum króna á viðskiptum sínum við bankakerfið, o.s.frv.

Gjaldþrotaáhættan ein og sér ætti þó að öllu eðlilegu að vera kappnógur viðskiptalegur hvati bönkunum, Íbúðarlánasjóði og lífeyrissjóðunum, til að vernda þessa þúsund milljarða króna og tekjustreymið af þeim í framtíð.   

Hvati til þess að gera eins og þjóðin vill: frysta útreikning verðbóta í 4 til 6 mánuði, m.v. 3 til 4% verðbótaþátt, meðan tekist er á við gengis- og gjaldeyriskreppu og verðbólgan er kveðin niður hérlendis eins og annars staðar í okkar heimshluta.   

En því miður. Forystufólk þjóðarinnar er uppvíst að krónískri blindu.

Það er sama saga og síðast: þau halda að þetta reddist.

Eins og átti að reddast þetta með bankana og lausafjárskortinn.   

Eins og átti að reddast þetta með Icesave. Uns ekki dugði handsoff og aðgerðaleysið. Og þá átti að redda með hrokanum, sem vildi halda þýfinu af viðskiptavinunum með því að borga þeim smávegis til baka.   

Eins er um greiðslujöfnunina: smávegis til baka. Með bakreikningi skuldafjötra og aukinni greiðslubyrði síðar.  

Eins halda þau nú að nái að innbyrða verðbólgugróðann af húsnæðislánum heimilanna án eftirmála.

Óþarfi sé að hlusta né sjá, óþarfi að skilja neitt né gera neitt nema sitja að virðingu sinni á háum stólum, halda áfram að karpa um ekki neitt, lesa tölvupóst og blogga meðan stefnir í fjöldagjaldþrot og landflótta.  

Þau þurfa hjálp! Þar til unnt er að kjósa um allt uppá nýtt. Hjálpum þeim! 


Greiðslujöfnun fasteignaveðlána: vítaverð ráðgjöf?_

 

Ef það er rétt að húsnæðisskuldir heimilanna nemi 1200 milljörðum króna, þar af 80% verðtryggð lán, 20% erlend lán, mun verðbótahækkun á einu ári m.v. 30% ársverðbólgu verða 288 milljarðar króna.   

Samsvarar öllum séreignarlífeyrisparnaði landsmanna, ef upplýsingar eru réttar.

Og þá er eftir að greiða af þessum verðbótum vexti í 25 til 40 ár að óbreyttu og auk þess margföldunaráhrif verðbóta og vaxta á þessa fjárhæð, með sívaxandi hækkun á greiðslubyrði og eftirstöðvum mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. 

Jóhönnu þáttur   

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, flugfreyja og vinsælasti stjórnmálamaður landsins, skrifar grein í mbl í gær 20.nóv.08 um greiðslujöfnun fasteignaveðlána, lagasmíð samþykkt í hvelli sem hækkar óvart höfuðstól lána hraðar en verðbólgan og eykur greiðslubyrði á lánstíma og því líkleg til að tróna lengi á lista vitlausustu laga alþingis.   

Jóhanna segir þrjár ástæður mestar fyrir því að ekki er unnt að frysta útreikning verðbóta á verðtryggðum húsnæðislánum:   

1. Eigið fé fjármálastofnana, þ.m.t. lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs, mun rýrna um 180 milljarða króna á einu ári.

2. Eigið fé Íbúðarlánasjóðs mun brenna upp á 2-3 mánuðum og sjóðurinn þar með verða gjaldþrota.

3. Útgáfa verðtryggðra lána myndi stöðvast og fjármagna þyrfti íbúðarkaup með óverðtryggðum lánum, nú með 20% ársvöxtum.   

Spurt er: hversu vel duga þessar röksemdir gegn því að frysta útreikning verðbóta?  

Svar: Þær duga alls ekki þjóðarhag, ástæðurnar þessar: Sparnaður þjóðar í vinstri vasa upp á 288 milljarða króna á ári er miklu betri en rýrnun tekna sjóða þjóðar úr hægri vasa um 180 milljarða króna á ári, ef tölur Jóhönnu eru réttar.    

Sparaðar greiðslur vaxta og verðbóta ofan á þessa 288 milljarða út lánstíma eykur að auki margfalt ávinning af frystingu útreiknings verðbóta.  

Tapað eigið fé íbúðarlánasjóðs ríflega áætlað 20 milljarðar að teknu tilliti til 10 til 12 milljarða taps sjóðsins vegna viðskipta við bankakerfið, sbr. mbl. 18. nóv, bls. 19. Og bætast við þessa 180 milljarða, alls 200 milljarðar. 

Mismunur á vinstri og hægri vasa á einu ári: 88 milljarðar!

Sem er beinn hagnaður þjóðarinnar af frystingu útreiknings verðbóta. Og er um leið tap þjóðarinnar á einu ári ef ekki er fryst.   

Um útgáfu lána til íbúðarkaupa þarf ekki að fjölyrða. Enginn vill lána fé nema á okurvöxtum, raunvextir án margföldunaráhrifa komnir yfir 25% og því ekkert heimili sem vill gefa út skuldabréf og selja, m.ö.o. fá lánað til fjárfestinga og rekstrar heimilanna.   

Nema heimilin stefni leynt og ljóst á gjaldþrot.

Kannski vegna þess að úthald er þrotið hjá mörgum til að verja eignir sínar í þessum áföllum öllum, auðvitað á ábyrgð kjörinna ráðsmanna þjóðarinnar.

Sem enn þverskallast við ábyrgð sinni og virðast ráðþrota gagnvart sjálftökuvaldi embættismanna  sinna, sem nú hafa stofnað amk tvö ríki í ríkinu: seðlabanka og fjármálaeftirlit, sem fara sínu fram, ótemjur.

Jóhanna hefur fengið vítaverða ráðgjöf - ef maður trúir því að heilög Jóhanna reyni aldrei vísvitandi að koma heimilunum á kaldan klaka.

Né snuða þjóðina um ávinning af einfaldri og skilvirkri varnaraðgerð í þágu heimilanna.  

Ábyrgð á ákvörðun, aðgerðum, orðum, sem kjörinn ráðsmaður, eftir sem áður Jóhönnu.    

Það lítur sem sagt út fyrir það nú um hádegisbilið 21. nóv. 2008 að Jóhanna ráðherra, samráðherrar, þingmenn, verkalýðshreyfing og lánadrottnar, þ.m.t. lífeyrissjóðirnir og íbúðalánasjóður, stefni öll öldungis óvart í heljarsamkrulli að því að hrekja heimilin í landinu í gjaldþrot og landflótta með svona áróðri, tæpast pappírsins virði að setja á blað, því miður; er einfaldlega hrein og klár móðgun við þjóðina. 

Ögmundar þáttur   

Eins er um ummæli Ögmundar Jónassonar, sem stundum stóð sig vel eins og Jóhanna, hrein móðgun við þjóðina, þegar segir í viðtali í mbl. 19. nóv. 08, bls. 14, að afnám verðtryggingar sé ógerlegt í óðaverðbólgu!   

Tómt bull. Nú er einmitt rétti tíminn að hefja afnám verðtryggingar!  

Nú er lag til þess að frysta útreikning verðbóta t.d. í 4 til 6 mánuði fyrst, m.v. t.d. 3,5% ársverðbólgu eða þá við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka, sem fyrsta skref í að afnema verðtryggingu. Tölurnar tala skýrt sínu máli.  

Ekki má gleyma því að mikilvægasta forsenda verðtryggðrar lántöku heimilanna var verðbólgumarkmið Seðlabanka.

Sem ríkisvaldið staðhæfði, m.a. með lagasetningu að skyldi verja. Ríkisstjórnin lofaði m.ö.o. landsmönnum tilteknu lágu verðbólgustigi. Og hefur svikið það loforð.

Er það grundvöllur skaðabótamáls úr hendi ríkisins, eða kjörinna forystumanna, þegar markmiðið er svikið?

Hversu langt nær knattspyrnulið sem aldrei nær raunhæfum markmiðum sínum og aldrei skiptir um þjálfarann?

Með frystingu útreiknings verðbóta eins og hér er lagt til er gætt jafnræðis við þá sem eru með myntkörfulán og fá frystingu afborgana og vaxtagreiðslna.

Greiðsluflæði er tryggt til lánadrottna, dregið úr hættu á gjaldþrotum, dregið úr falli einkaneyslu og um leið skapast nauðsynlegt svigrúm til skynsamlegra efnahagsráðstafana, sbr. framkomnar tillögur.

Þ.m.t. gengisfall að botni með verðbólguskell, meðan erlent fé leitar burt úr hagkerfinu. Aukin seðlaprentun og lánveitingar Seðlabanka beint til lykilfyrirtækja og fjármálastofnana til að halda uppi atvinnustigi með lausafjármögnun fyrirtækja og rekstraraðila, samhliða stórlækkun stýrivaxta.

Þannig má koma hjólum atvinnulífs aftur á skrið og um leið stöðva ásókn spákaupmanna, t.d. í jöklabréf og aðra fjárfestingarkosti krónu, sem ávallt hefur í sér fólgna dulda gengislækkun ef að gjaldmiðli er sótt, sem hefur veikan bakhjarl.

Þessar aðgerðir draga úr hættu á gjaldþrotum, vinna gegn auknu atvinnuleysi, draga úr þörf fyrir félagslegar aðgerðir og þar með spara stórfé úr sameiginlegum sjóðum ríkis og sveitarfélaga, sem sjá ekki úr augum nú þegar, hvað þá er á líður. 

Aðgerðir sem hægt er að framkvæma fumlaust og hratt þegar búið er að verja heimilin fyrir meðfylgjandi verðbólguskell, sem ætla má nú að vari 4 til 6 mánuði.

En lagfæra auðvitað lítt ef heimilin og þar með fyrirtækin, einkum smásöluverslun og þjónustustarfsemi hvers konar, verða unnvörpum gjaldþrota.

Augljóst af þessu hve normalisering verðtryggingar er alger lykilþáttur og grundvallarforsenda skynsamlegrar björgunaráætlunar.

Verðtryggingu verður að gera skaðlausa um stund meðan slagurinn er tekinn og stoðum rennt undir hagkerfið.

Um leið verður að stefna með afgerandi hætti á framtíðarstöðugleika hagkerfisins með því að leita eftir tengingu við evru gegnum ees samninginn og aðildarumsókn að esb með samkomulagi um maastrickt skilyrðin, sem Ísland verður án efa fljótt að uppfylla ef loksins loksins fæst sleginn tónninn, stefnu og baráttu, þreki og dug þjóðarinnar.

Um sjávarútveg og auðlindir er einfaldlega samið - rétt eins og aðrar aðildarþjóðir sem einnig eiga auðlindir, hafa gert, um leið og þjóðirnar tryggja sér rödd og atkvæði á evrópuþinginu og í ráðherraráði og stjórnarráði esb.

Tryggja sér aðgang að samráði og samstarfi um framtíðina í heimsþorpinu.

Þ.m.t. rétt til þess að hafa eitthvað um það að segja hvaða lögum og reglum við lifum eftir hérlendis í stað þess að innlima orðalaust löggjöf esb eins og nú er gert.

Af  hverju ekki að láta á þetta reyna, norðmenn hafa reynt tvisvar; og ætla inn ef við förum inn. Hagkvæmt fyrir alla aðila, auk þess að styrkja norrænt samstarf og eflist enn við evruvæðingu, löngu byrjuð hér þó ekki sé opinberlega viðurkennt ennþá.

Margir neita ofangreindu á grundvelli óljósra röksemda og hræðsluáróðurs. Einn þeirra er Ögmundur Jónasson.

Ögmundur meira að segja neitar því að útskipting krónu fyrir aðra stöðugri mynt sé besta leiðin til þess að losna undan verðtryggingu. Sjá mbl. 19. nóv. bls. 14.  

Þvermóðskan sjaldan óvænt hjá Ögmundi. Áhrifamaður í verkalýðshreyfingu í áratugi, þar sem allt snýst ennþá um að verja sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna, sem alltaf tapa fé á áhættufjárfestingum, tapa okkar fé, landmanna, síðast stórfé á hruni bankanna.    

Fólk hefur setið of lengi í trúnaðarstöðu fyrir launafólk þegar ver og ver aumingjaskapinn í áravís og þykir því allt í lagi með verkalýðsforystu og fagstjórnendur sem leika sér ár eftir ár ofurlaunafólk í lífeyrissjóðum landsmanna eins og ofurgráðugir útrásarvíkingar; leika sér stjórnarmenn og vinnuveitendur upp á punt út um allt í atvinnulífi eins og séu alvöru vinnuveitendur.  

Engin furða þó spurt sé:  Sjá kjörnir ráðsmenn þjóðar nokkuð til sólar yfirleitt þegar svona er komið?  

Svari hver fyrir sig. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband