Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aðgerðir í þágu heimilanna: frystingu verðbóta strax, takk!

 

Á næstunni er yfirvofandi tilraun til að draga krónuna á flot.

   Í kjölfarið mun verðbólga aukast verulega (nú 17%) og hleypa upp efnahag heimilanna ef ekki eru gerðar viðunandi ráðstafanir. 

   Öryggisráðstafanir sem duga til verndar og virtist eiga að framkvæma strax. En eins og alþjóð veit með útúrdúrum, er aðgerðaleysið enn höfuðstefna stjórnvalda og lánadrottna gagnvart heimilum og almenningi.

   Tvennt er til bjargar, háð nánari útfærslu og þarf að framkvæma strax:  

   1. Frysting afborgana og vaxta erlendra húsnæðislána, t.d. m.v. gengi á greiðsluseðlum t.d. í júlí/ágúst, til að stöðva óeðlilega hækkun greiðslubyrði, þar til gengi krónu styrkist að ákveðnu marki eða landsmönnum veitist skárri gjaldmiðill en krónan.

   2. Frysting útreiknings verðbóta verðtryggðra húsnæðislána m.v. hóflegar verðbætur, t.d. 3,5% ársverðbólgu, sem þýðir að lánadrottnar tapa ekki á frystingunni, þar til verðbólgan næst niður að ákveðnu marki.

   Þessar aðgerðir gæta jafnræðis, vernda eigið fé heimilanna, vernda tekjustreymi lánadrottna, draga úr áhættu á gjaldþrotum, halda stöðugri eða lækka lítillega greiðslubyrði og koma í veg fyrir óhemjuþunga skuldafjötra til framtíðar.

   Að auki draga þessar aðgerðir úr samdrætti einkaneyslu, styðja því við atvinnulífið, draga úr atvinnuleysi og draga úr þörf fyrir útgjöld ríkis og sveitarfélaga til félagslegra úrræða.

   Ríkisstjórnin hefur sent lánadrottnum tilmæli um að frysta afborganir og vexti af erlendum húsnæðislánum, m.v. raunhæft gengi.

   Frysting útreiknings verðbóta virðist á hinn bóginn standa alveg þversum í stjórnvöldum, verkalýðshreyfingu og lánadrottnum.

   Framkomnar aðgerðir til hjálpar heimilunum góðra gjalda verðar. En útúrdúrarnir duga skammt, kosta fyrirhöfn, fjárútlát og koma ekki í veg fyrir bruna eiginfjár heimilanna né í veg fyrir viðbótar skuldafjötra.

   Munu á hinn bóginn auka mjög hættu á gjaldþrotum og landflótta og þar með auka mjög afskriftaáhættu lánadrottna, þ.m.t. afskriftaáhættu lífeyrisjóðanna.

   Spurt er: Hvað er vegi fyrir að frysta útreikning verðbóta, skv. framansögðu?

   Svar: Ekki viðskiptaástæður. Því viðbótarofurtekjur lánadrottna vegna ofurverðbóta á verðtryggðu lánin eru aukatekjur, verðbólgugróði, sem ekki var reiknað með en auka mjög afskriftaáhættu, auk þess sem mikill hluti skuldabréfa verðtryggðra húsnæðislána er í eigu lífeyrissjóðanna, sem landsmenn eiga, lífeyrissjóða sem kaupa þessar kröfur í eignasafn sitt m.v. lága  ársverðbólgu, 3% til 5% verðbótaþátt.

   Svarið er þess vegna því miður þetta: Græðgi lífeyrissjóða og annarra eigenda verðtryggðra skuldabréfa húsnæðislána.

Og hverjir stýra lífeyrissjóðunum? Verkalýðsforystan og vinnuveitendur.

   Forystumenn launafólks sem sagt sjóræningjar í lífeyrissjóðunum sem vilja nú óáreittir fá að græða tugi milljarða aukalega á útreikningi verðbóta í séríslenskri óðaverðbólgu kreppunnar.

   Og meir en líklegt verði ofsaverðbólga við fall krónu á floti og stórbruna tilraunafjárins frá IMF og Íslandsvinum, sem bíða spennt eftir tilrauninni og kippa sér augljóslega ekki upp við það þó þjóðin sökkvi í hundrað ára skuldasúpu.

   Eins og sumt mannlífs sem lifir nógu lengi hefur verkalýðshetjan breyst í illmennið sem hún varði lífi sínu til að berjast gegn.

   Vegna þess að vald spillir að lokum. Löng barátta gegn ægivaldi. Því loks freistast hetjan til að teygja sig eftir innræti og aðferðum illmennisins, ekki síst ef lokkuð fagurgala sæti þeim megin borðsins.

   Fulltrúar launafólks hafa m.ö.o. ­breyst í fjárgæslumenn og fjárfesta.

   Stjórnmálaforingjar, stundum beggja vegna borðs, látið sér mætavel líka, því enn stöndugri lífeyrissjóðir reka enn minna fé úr ríkissjóði og svigrúm eykst á báðar hendur: til meiri ríkisútgjalda og meiri áhrifa í fyrirtækjarekstri með fjárfestingum lífeyrissjóða, t.d. í bankarekstri.

   Fullkomlega merkingarlaust ógnarjafnvægi frjálshyggjuafla og félagshyggju í nútíð, en ennþá trú og trúarbrögð grályndra gamalmenna sem hleypa ekki lengur að sér umræðu almennings, skynsemi umræðunnar, til bestu niðurstöðu, alltaf miklu skárri skynsemi en skynsemi valdsmanna og óprúttinna lánadrottna getur orðið eins og öll saga sýnir.

   Þess vegna þarf að skipta út þessu handónýta liði, sem virðist hugnast  best harðfylgi aðgerðaleysis í brýnustu hagsmunamálum launafólks og heimilanna í áratugi.  

   Spurt er: Hvernig dettur verkalýðsfélögum landsmanna í hug að fylkja liði undir merki ofsagræðgi sem krefst þess að nýta sér ofurverðbólgu til ofsagróða af tugþúsundum skuldugra heimila og fjölskylda á krepputíð?

   Svar: Hetjan er einfaldlega orðin of gömul grá og stirð til þess að verja okkur.

   Spurt aftur: Þarf þá ekki að sparka hetju og fá nýja?

   Svar: Jú, ef ekki getur hrist af sér slenið. Komið sér í form svo skili árangri umfram aðgerðaleysi, fundaferð um fátækt land og stolið slagorð: áfram Ísland!

   P.s. Amríkuleiðin á valdhafa þessi: tölvupóstur annan daginn, kröfuganga hinn daginn. Og dugar vel.

  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband