Frelsi og fegurđ

Frelsi og fegurđ er nafn á nýrri bók sem kom út 7. desember sl. - systurbók bókarinnar Víkingar og skáld sem kom út í sumarbyrjun 2009. Frelsi og fegurđ er ađ hluta til jólabók, ađ hluta kosningabók, lífsbók og sjálfsbók, dálítiđ alls konar og öđruvísi bók, nánar útskýrt í kaflanum: Vítt og breytt um stíl. 

Inn í fyrri hluta bókarinnar er safnađ 54 ţáttum í 11 köflum, ţar af 21 smáljóđ og fariđ vítt og breitt í efnisvali og umfjöllun; í síđari hluta bókarinnar eru 28 greinar um ţjóđmál sem flestar hafa birst áđur á undanförnum árum.

Ţađ sem einna helst hefur vakiđ athygli viđ bókina á ţeim örfáu dögum sem hún hefur lifađ síđan hún fćddist í Odda prentsmiđjunni hér uppi á Höfđa í Reykjavík er fjölbreytni og formvísi. Ég hef alls ekki gert neinn ágreining um ţađ en ćtla samt ađ halda ţví fram ađ í bókinni sé fleira á ferđinni.

Annađ sem vakiđ hefur athygli er kápa bókarinnar, ekki síst framhliđin: Stytta Jóns Sigurđssonar og Dómkirkjan á Austurvelli: Myndin er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur - frá ţeim frćga sjöunda áratug sixties ţegar í engu skyggja á frelsiđ og fegurđina ofvaxin lauftré, útbólgiđ laufskrúđ, eins og nú háttar á okkar síđpóstmódernísku dögum.

Ţau sem muna kápu bókarinnar Víkingar og skáld sjá í hendi sér án ţess ađ lesa einn einasta staf ađ ţćr eru systur ţessar tvćr bćkur.

Einhver sagđi best ađ senda bókina til útvaldra međ góđri ţökk fyrir vel unnin störf, ekki síst í ţágu landsins og ţjóđarinnar. Sniđugri leiđ ábyggilega til sem vekur enn meiri athygli; en ţessi leiđ ţótti alveg nógu sniđug, svo var valinn fjöldinn af stuttlista og send bók í jólagjöf.

Vona ţau sem fengu bók séu kát međ ţađ, ekki síst nú á heimsins tímamótum 12.12.12.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband