18.10.2011 | 11:16
Verðlag á íslenskum húsnæðislánum: Eðlilegt og sanngjarnt?
Grundvallarforsenda farsælu mannlífi og samfélagi til lengri tíma horft er eins og kunnugt er, að hver einstaklingur kunni sem best skil á því sem er eðlilegt og sanngjarnt.
Ungur austantjaldsmaður sagði: - Þegar maður hefur enga viðmiðun við það sem telst vera normal, þá getur allt orðið normal!
Orð samofin falli múrs og tjalds árið 1989 - vitnisburður um endalaust óþarfa harðræði einráðra stjórnvalda og stórfyrirtækja gegn landsmönnum sínum og viðskiptavinum.
Illvíg kerfisvilla: Lán eða ólán fyrir kaupendur?
Þetta er rifjað upp hér í tilefni af því að framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, skrifar grein í Mbl. í gær, 12 júlí 2011 sem nefnist: Verðtrygging, lán eða ólán fyrir lántakendur?
GB kirjar þar enn gamalkunnugt okurversið heilagt vess enn grundvöllur verðlags á íslenskum húsnæðislánum á frummarkaði með veðskuldabréf á Íslandi.
Okurversið svona: Jafnverðmætar krónur til baka með sanngjörnum vöxtum." Sjá Mbl. 12 júlí 11, bls 17.
Hljómar dálítið eðlilegt og sanngjarnt, en er í raun og sann langstærsta og illvígasta kerfisvilla íslenska hagkerfisins.
Ef spurt er af hverju er svarið þetta: Vegna þess að um leið og þetta vers er samþykkt eðlilegt og sanngjarnt vers sem grundvöllur verðlags húsnæðislána á frummarkaði með skuldabréf er um leið verið að samþykkja að velta allri ábyrgð af allri verðlagsþróun á allri vöru og þjónustu á allri plánetunni yfir á kaupendur íslenskra húsnæðislána.
Það gildir því einu hve oft og mjög er sungið versið: Þetta vess verður aldrei eðlilegt og sanngjarnt.
Barnaleg hagsmunagæsla!
Grein GB er barnaleg hagsmunagæsla fyrir óbreyttu ástandi í þeirri langveiku atvinnugrein sem nefnd er fjármálaþjónusta; barnaleg vegna þess að hagsmunavörðurinn forðast samanburð við það sem er eðlilegt og sanngjarnt.
GB ber saman verð á tveimur vörutegundum: verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán. Verðlagning á hvortveggja í höndum seljenda á frummarkaði og verð beggja vörutegunda alræmt okurverð, miðað við verð á húsnæðislánum í öllum okkar nágrannalöndum.
GB ber því saman okurverð og okurverð. Segir svo annað verðið heldur skárra. Í meira lagi fróðlegt, eða hvað?
Kolvitlaust kaupmannavers!
Ekki einu sinni fávitar í kaupmannastétt reyna að selja viðskiptavini þetta vers í okkar nágrannalöndum. Né heldur annars staðar í veröldinni.
Prófessor Stiglitz, nóbelmaður í hagfræði, sagði okkur þetta sjálfur og alveg kristaltært, þegar hann ráðlagði okkar einþykku stjórnvöldum og fjármálaþjónustu sem atvinnugrein, að leiðrétta sem fyrst og verulega, húsnæðisskuldir landsmanna; sagði jafnframt augljóst að landsmönnum hafi verið seld gölluð vara.
Og enn í sölu þessi vara; nefnd húsnæðislán, þó réttara sé áratuga þrældómur; og með ólíkindum hve öllu er mest sama, seljendum og kaupendum.
Spurt er: Hvað er að blessaðri vörunni?
Svar: Í fyrsta lagi er okurverð aldrei eðlilegt og sanngjarnt.
Í öðru lagi er aflausn frá áhættu þverbrot á því sem eðlilegt er og sanngjarnt í viðskiptum, ekki síst á fjármálamörkuðum, þar sem verðlag vöru ræðst af áhættu og stendur í beinu samhengi við ábyrgð og traust.
Þriðja vitleysan ofin þessari snargölluðu vöru er hve ferlega hvetur þráðbeint seljendur verðtryggðra húsnæðislána á frummarkaði (sem og alla kaupendur verðtryggðra húsnæðislána á eftirmarkaði, þar með talið lífeyrissjóðina) til þess öfugmælis að stuðla sem hraðast og best að verðhækkunum, og þar með hækkun neysluverðsvísitölu og verðbólgu - því þá verður arðsemin hærri (hærri tekjur seljenda = þyngri greiðslubyrði kaupenda) af seldum lánum (sem og ávinningur kaupenda á eftirmarkaði).
Þessi súperhvati fer þannig alveg þvert gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og allri viðleitni til faglegri efnahagsstjórnar hérlendis.
Ekki skánar síðan ef rannsökum vítisvél reikiútreikninganna, m.v. Ólafslög, eignaupptökuna, einhliða skilmálana, mismunun kaupenda, þ.m.t. brot á jafnræðisreglu og eignaréttarákvæðum stjórnarskrár.
Kórdrengirnir með gullaugun!
Kórdrengirnir með gullaugun í samtryggingarkór stjórnmála- og efnahagsvalds á Íslandi ætla sem sagt að halda sig staurblind við sína fjáramálafræði.
Ekki einu sinni dómsvaldið má hreyfa sig, sbr dóm B hæstaréttar, þegar staðfesti dóm héraðsdóms um afturvirkt annað verð á seldu gölluðu (16.sep2010); en þá var afnuminn samningaréttur, neytendaréttur og skaðabótaréttur kaupenda á Íslandi.
Heimili neytendur og kjósendur: Eðlilegt og sanngjarnt?
Spurt er: Hverjir eiga Ísland?
Svar: Heimilin neytendur og kjósendur! Ekki síst kaupendur húsnæðislána, ca 110.000 neytendur og viðskiptavinir!
Heimilin, grunnrekstrareiningar allra hagkerfa, njóta augljóslega ekki jafnræðis né jafnstöðu við önnur rekstrarform (sbr. Leiðrétting húsnæðislána: Öll með á nótunum, 11okt2010 birt á eyju/lúgu 11okt2010 og jonasgunnar.blog.is 17okt2010) og kaupendur húsnæðislána eiga enn ekki sterk hagsmunasamtök, sbr. stóra klúðrið í des. sl. þegar þau fjórtán fóstbræður og Jóhanna sömdu fyrir seljendur og kaupendur (sbr. Tveir samningar út í bláinn, 11des2010, birt á eyju/lúgu 13des2010)
Og engin eru hagsmunasamtök kjósenda til þess að spyrja: Er þetta eðlilegt og sanngjarnt?
Sent mbl 13jul11 / birt mbl 19jul11 bls 20; birt óbr. og esk á jonasgunnar.blog.is 18okt11
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2012 kl. 16:14 | Facebook
Athugasemdir
""Okurversið svona: „ Jafnverðmætar krónur til baka með sanngjörnum vöxtum." Sjá Mbl 12 júlí 11 bls 17.
Hljómar dálítið eðlilegt og sanngjarnt, en er í raun og sann langstærsta og illvígasta kerfisvilla íslenska hagkerfisins.
Ef spurt er af hverju er svarið þetta: Vegna þess að um leið og þetta vers er samþykkt eðlilegt og sanngjarnt vess sem grundvöllur verðlags húsnæðislána á frummarkaði með skuldabréf er um leið verið að samþykkja að velta allri ábyrgð af allri verðlagsþróun á allri vöru og þjónustu á allri plánetunni yfir á kaupendur íslenskra húsnæðislána. ""
Já já þetta er tilfellið. En það er ekki nóg með þetta, því síðan er sett í lög á íslandi að þeir sem eiga þessar verðtryggðu kröfur skuli alltaf fá 3% raunvexti á þær alveg sama á hverju gengur.
Það geri það að verkum að íslenska hagkerfið getur tæknilega aldrei gengið upp Jafnvel þó engin verðbólgu væri til staðar. því peningar sem verða til vegna raunvaxta á fjarmagni hafa engin raunverðmæti á bak við sig.
Þannig hafa lífeirssjóðirnir frá stofnun þeirra búið til meira en 1000 miljarða króna sem engin raunverðmæti eru á bak við í í íslenska hagkerfinu. Það er síðan aðal ástæðan fyrir meiri verðbólgu hér en gengur og gerist meðal siðaðra þjóða.
Góð grein.
Guðmundur Jónsson, 18.10.2011 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.