Má ræna boltanum og flautunni af dómaranum?

Hvað er að því að halda sjópróf og stefna hæstráðanda þegar skekktan strandar með hruni?

Af hverju lét dómsvaldið svo fáránlega auðveldlega hirða af sér dómsvaldið mótbárulaust?  Og er kannski vitnalistinn langi frumorsökin fyrir þessu upphlaupi afturhlaup?

Að minnsa kosti er eitthvað bogið við það ef hægt er að bakfæra landsdómsmál, þegar komið í hendur dómsvaldsins eftir ákvörðun alþingis um málsókn, því þá er verið að stöðva leik og hirða boltann og flautuna og senda dómarann heim! 

Þessi yfirvofandi bakfærsla hlýtur því að teljast þverbrot á okkar stjórnskipun, þesssu hádynamíska og á stundum dramatíska ferli ábyrgðar og eftirlits (e. checks nd balance) sem er umgjörð um fólk og verkefni, valdmörk, samráð og samstarf á faglegum forsendum.

Hæfustu lögspekingar, þ.m.t. Bjarni Ben Senior, Ólafur Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen og Gunnar G Schram, hafa tekið af öll tvímæli um hvernig rétt er með mál að fara í landsdómsmáli, og allir sagt: Landsdómsmál er úr höndum alþingis, eftir samþykkt um ákæru.

Niðurstaða eðlileg og sanngjörn vegna þess að ef löggjafarvald á alltaf kost á bakfærslu eftir þinglega meðferð og ákvörðun þings er endalaust boðið til veislu óreiðunni og áflogunum - nema auðvitað ef þæg og stillt tölta heim dómararnir þegar sagt að fara heim, og sennilega eru þá tvö lögbrot. 

Eða er ekkert að marka gamla fólkið lengur?

(Grein um þetta mál send mbl. í gær, 20jan2012: Landsdómsmálið: Bakfærsla í þágu hvers?


mbl.is Afstaða til landsdómsmálsins ekki ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband