18.5.2014 | 23:06
Leiðrétting fasteignaveðlána
Eftir fimm ár umtalsvert vesen og vandræði var frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána loks samþykkt lög frá alþingi í gær 16. maí 2014.
Full ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með áfangann þó lögin leiðrétti minna en ráðlagt var og stórir hópar kaupenda verðtryggðra lána fái enn enga leiðréttingu.
Hagsmunakór seljenda hávær mjög á lokaspretti, m.a. þaulreyndir sólóistar: Pétur Blöndal, Árni Páll og Steingrímur J. sem sagði í Frbl. 10. maí sl.: Maður eiginlega trúir þessu ekki ... á meðan hinir efnamestu fá skuldaniðurfellingar fá þeir sem standa verst lítið sem ekkert.
Til grundvallar liggur rekstrarábyrgð seljenda og ríkisvalds á verðbólguskoti og gengishruni sem olli forsendubresti seldra verðtryggðra lána/lánasamninga.
Innifalið í þeirri rekstrarábyrgð er m.a. loforðið um engin óeðlileg afskipti af verðlagsþróun sem leiði til hækkunar neysluverðsvísitölu umfram verðbólgumarkmið.
Fjármögnun hærri ársverðbólgu en sem nemur efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands ætti því að öllu eðlilegu að vera á ábyrgð seljenda verðtryggðra lána á frummarkaði með skuldabréf og á ábyrgð ríkisvaldsins til þrautavara sem löggjafi og eftirlitsaðili.
Ef spurt er hvað hefur gerst er svarið þetta: Framkvæmdavald ríkisvaldsins viðurkenndi loks ábyrgð sína á forsendubresti seldra verðtryggðra lánasamninga á fjármálamarkaði. Og nú hefur löggjafarvald ríkisvaldsins samþykkt að bæta hluta kaupendanna tjónið að hluta til, fyrir hönd seljendanna.
Bráðabirgðaleiðréttingin er umtalsvert léttvægari í krónum og aurum en fyrstu hugmyndir stóðu til en engu síður er ástæða að fagna milligöngu framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Skref er a.m.k. stigið til aukinnar ábyrgðar á fjármálamarkaði og stemmingin hefur breyst.
Seljendur virðast vera að átta sig betur. Bjóða nú t.d. óverðtryggð fasteignalán með fasta nafnvexti í allt að fimm ár, þ.e. ársvexti á bilinu sjö til átta prósent.
Svo háir nafnvextir - og hærri á viðbótarláni - eru auðvitað sannkallaðir okurvextir miðað við okkar nágrannalönd. Engu síður skárri kjör en að kaupa verðtryggt af því verðtryggðu fylgja enn áratuga þrældómsfjötrar fullrar ábyrgðar á allri verðbólguþróun á allri plánetunni.
Afleiðuábyrgð sem í áratugi fram út lánstímann er velt 100% yfir á kaupanda almennan neytanda einhliða skilmáli sem að sjálfsögðu er kolólöglegur að eðlilegum neytendarétti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.