Í Fréttablaðinu í gær 6. september 2012 er grein eftir Jón Steinsson dósent, fyrrum lektor, við Kólumbíuháskóla í New York, þar er farið yfir árangur verkefnastöðu verkefnastjórn og ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar í átta liðum númeruðum.
Greinargott yfirlit, þó óþægilega mikið strit fari í fullyrðingar, lítið í rökstutt og minna í vel rökstutt, þvert á það sem búast má við af svo skóluðum manni.
Jón hikar t.d. hvergi sem fyr í skuldavanda heimilanna, sbr. lið fimm, hefst þá upp yfirdrifi spuna þar sem tilgangurinn helgar því miður meðalið.
Spurt er: Hvað er að í fimmta lið?
Svar: a) Fjárhæðarmark á niðurfærslu höfuðstóls pr. kennitölu mismunar ekki; b) nær lagi er 90 til 140 milljarðar, ekki hundruðir milljarða"; c) málið er mest bókhaldsmál efnahag kröfuhafa, ekki rekstrar; d) niðurgreiðsluþáttur og landsbyggðar út í bláinn, nema forsenda sé niðurstaða ályktun um tekjuskort ríkissjóðs, sem er ályktun lengra út í bláinn; höfundur skrifar meir pólitíkus en hagfræðingur og á að kenna sig eins.
Til upplýsingar
Skuldavandi heimilanna brennur ofurhiti á landsmönnum þó reykur berist enginn til Jóns dósents og Nýju Jórvíkur - brennur á og getur ekki annað, þar til tekið er raunhæft á málinu; en önnur umferð þess hófst 9. október 2011, sbr. t.d. greinarkornið: Baráttan við skuldavanda heimilanna: Öllum brögðum beitt?
Málið er risastórt hagrænt hagsmunamál heimilanna vegna þess hve stórum hluta tekna venjulegra heimila er að jafnaði varið til að greiða af húsnæðislánum hérlendis miðað við sambærileg heimili í öllum okkar nágrannalöndum, og hve allt of stór hluti af eignamyndun heimilanna (eigin fjár) lendir í vasa seljenda/eigenda húsnæðislána heimilanna sem verðbótaþáttur höfuðstóls og hávaxtavextir endalaust á verðbótaþátt höfuðstóls.
Húsnæðislán íslenskra heimila eru með öðrum orðum alltof dýr; ekkert þak á greiðslubyrði né þak á hækkun höfuðstóls né þak á hækkun nafnvaxta né vaxtavaxta á verðbótaþátt, er tryggt kaupendum/greiðendum; almennir neytendur á frummarkaði bera því enn óþolandi ósanngjarna 100% ábyrgð á allri verðlags- og verðbólguþróun á plánetunni, berskjölduð fyrir öllum verðlagsákvörðunum út lánstíma; uns keyrði um þverbak ofurdrifi áfall við fall íslenska bankakerfisins og hrun íslensku krónunnar, með yfirdrifnu forsendubrest, og þar með samningsbroti lánasamninga í íslenskum krónum, að eðlilegum gildandi neytendarétti.
Heimsþekktir sérfræðingar/hagfræðingar hafa ítrekað kveðið upp sinn dóm yfir sölu verðtryggðra húsnæðislána hérlendis: Að landsmönnum hafi verið (og er enn) seld gölluð vara; og hafa eindregið ráðlagt almenna niðurfærslu húsnæðislána heimilanna allt að 30% til að frelsa heimilin, eftirspurn, atvinnustig og skattstofna, úr fjötrum ofurskuldsetningar íslenskra heimila af völdum stökkbreyttra lánasamninga. Óvilhöll ráðgjöf sem enn eftir þrjú ár er algerlega hunsuð hér af samtryggingarkór seljenda/eigenda húsnæðislána.
Þvermóðska með þekkingarskort, nennuleysið og samkrullið efnahagsvalds og stjórnmálavalds um hagmuni heimilanna hefur svo leitt til þess að málið hefur undið upp á sig og er orðið risastórt samfélagslegt réttlætismál þrautseigju þar sem tekist er á um traust og ábyrgð í samskiptum og viðskiptum, vegna þess ekki síst að í málinu hafa formbirst alvarleg brot gegn neytendarétti, samningarétti, skaðabótarétti og stjórnarskránni.
Málið er þar að auki orðið mörg risastór stjórnunarvandamál opinberri stjórnsýslu, framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi (og dómsvaldi á eins konar úrskurðaflippi) ríkisvaldsins, þar sem svo er komið kjörnir fulltrúar/stjórnendur hafast ekki að þrátt fyrir lagaskyldu; hafast á hinn bóginn mjög að séríslensku krónísku nennuleysi og ábyrgðarleysi sem snýr blindu auga endalaust við óþolandi einelti á fjármálamarkaði gegn heimilunum í landinu.
Lög og réttur upp á punt
Þegar hæstarétttardómar komast ekki í framkvæmd vegna skilningsleysis stjórnenda fjármálafyrirtækja og forkastanlegs aðgerðaleysis þeirra sjálfra og framkvæmdavalds ríkisvaldsins, er öllu ljóst hve lagasafn Íslands, réttarkerfið, réttarstaða og réttlætið er upp á punt; eða þar til næst hóar í kokteil samtryggingarkórinn að draga dómsvaldið upp úr rassvasanum skjaldborg fjármálafurstanna.
Stál í stál
Afleiðingarnar augljósar: traust gufar upp, ábyrgðarfóbían í öndvegi, málið allt í klúðri, ríkisstjórnin stikkfrí, forsetinn alltaf á fundi fyrir norðan norðurslóð, stjórnarandstaðan stikkfrí í teygjutvist síðan á landsfundi sjálfstæðisflokks í fyrra; liðin stál í stál seljendur og kaupendur húsnæðislána - liðsafli seljenda yfirþyrmandi með nær allt stofnanaumhverfið sín megin gegn heimilunum í landinu en kaupendur hugga sig smáð þjáð sundruð og forystulaus að hafi þó réttlætið og tímann með sér. Samningsstaðan vel kunn og horfur í leik þegar báðir aðilar setja undir sig hausinn. Sama skapi leikur enginn vafi á um úrslitin þegar kaupendur uppgötva mátt sinn og megin.
(Þessi grein send Mbl. 7 september 2012 - enn óbirt; 27sep12/jg)
Ps. Lausnin
Þegar neytendur uppgötva mátt sinn og megin mega markaðsaðilar á framboðshlið fara að vara sig, það sýnir hagsagan.
Svipaður máttur í eðli sínu mun formbirtast í komandi alþingiskosningum því þjóðin hefur augljóslega fyrir all nokkru síðan áttað sig á þeirri níðþungu ömurlegu staðreynd að kjörnir fulltrúar/ráðsmenn þjóðar og þjóðbús sem nú sitja munu ekki geta leiðrétt það sem leiðrétta þarf í þessu máli - þess vegna löngu tilgangslaust að eiga við ger skynlaus kykvendin...
Stjórnmálastéttin á samt einungis einn raunverulegan valkost í þessari óhemju erfiðu pólitísku og hagrænu og stjórnunarlegu/stjórnsýslulegu stöðu: Að leiðrétta sín (og forvera) firnamiklu stjórnunarmistök í rekstri þjóðarbúsins og risavaxinn forsendubrest lánasamninga, með samræmdum hætti sem ekki brýtur jafnræðisreglu á landsmönnum né jafnstöðu allra þegna þjóðfélagsins gagnvart stjórnvaldsákvörðunum og stjórnvaldsframkvæmd.
Það þýðir í framkvæmdinni að a) höfuðstóll allra verðtryggðra íbúðarlána/veðskuldabréfa sem gefin hafa verið út til kaupa á íbúðarhúsnæði eru færðir niður á samræmdan hátt í einsskiptisaðgerð, og b) endurgreitt það sem of hefur verið greitt, t.d. á tíu árum í gegnum skattakerfið; og c) hliðaraðgerðir gerðar, ef þarf, til dæmis til að rétta af eiginfjárhlutföll í efnahagsreikningi kröfuhafa þar sem nauðsyn reynist --- lausn í því er þá t.d. útgáfa ríkisábyrgða að tiltekinni fjárhæð til tiltekins tíma en eins má hugsa sér markaðslausn.
Úr því sem komið er verður að miða við vísitölu neysluverðs eins og gildi hennar var 1. nóv. 2007 (nær 280 stig) þegar MiFid tilskipun EES-samningsins var innleidd í lagasafn Íslands hérlendis - ekki síst til þess að forðast tímaferk og kostnaðarsöm málaferli vegna málsókna viðskiptavina og kaupenda verðtryggðra húsnæðislána, sem augljóslega hafa keypt snargallaða vöru --- og sitja enn uppi með þá vöru og endalaust síhækkandi greiðslubyrði vegna þessarar vöru --- vegna þess að þröngvað var upp á alla landsmenn, kaupendur/greiðendur íbúðarlána/húsnæðislána, einhliða endemis sátt í lánasamningum, andstæð öllum gildandi neytendarétti: Að gera svo vel og sitja uppi með alla ábyrgð 100% á öllum verðlagsákvörðunum á allri vöru og allri þjónustu á allri plánetunni út lánstíma lánasamnings, eins og þær ákvarðanir allar endurspeglast í öllum utanríkisviðskiptum, gengisþróun krónu og þróun innlends verðlags hérlendis --- ábyrgð 100% sem áratugi þrjá og fjóra teygir sig í tíma fram.
Í öðru lagi þarf einfaldlega pólitíska sátt kjörinna fulltrúa um nýja forangsröðun --- það þýðir pólitíska ákvörðun ófrávíkjanlega skuldbindingu helst allra stjórnmálaflokka/samtaka, þar sem því er einfaldlega lýst yfir með tilvísun í heit bundin þjóð og stjórnarskrá, að hérlendis skuli ætíð leitast við af fremsta megni að bjóða heimilunum í landinu sömu kjör og skilmála á íbúðarlánum/ húsnæðislánum og best tíðkast í okkar nágrannalöndum.
Í þriðja lagi og mest lykilatriði vegna þess hve orð duga skammt ef ekki fylgir gjörð: Fylgja þarf þessari pólitísku stefnumörkun mjög stíft eftir af ríkisvaldinu með eða án aðstoðar hagsmunaaðila, así, sa, neytendasamtök, almannasamtök, umboðsmaður neytenda, o.fl, gagnvart öllum þeim rekstraraðilum, óháð rekstrarformi og eignarhaldi, sem bjóða vilja áfram hérlendis upp á þá fjármálaþjónustu til almennings að kaupa lánasamninga heimila, útgefnir og seldir þessum fjármögnunaraðilum til öflunar íbúðarhúsnæðis, þ.e.a.s. veðskuldabréf íbúðarlána.
Stjórnmálastéttin þarf að fara að átta sig á þeirri þrjósku og þrautseigju sem í landsmönnum býr og þýðir einfaldlega í þessu máli að hér verður ekki friður né von unnt sé að snúa sér að öðrum brýnum málefnum til uppbyggingar og farsældar fyrr en þetta risastóra hagsmunamál heimilanna hefur verið leiðrétt á afgerandi hátt með þeirri þjóðarsátt sem hér er lýst staf fyrir staf svo í engu villist og sem nú hefur legið fyrir í þrjú ár rúm og margir hafa lagt hönd á plóg til að leiða fram fyrir sjónir stjórnmálastéttarinnar svo geti skilið það sem flest börn skilja mætavel: Heimilin fyrst!
Hristið nú af ykkur slenið, komið ykkur í form og reddið þessu fyrir okkur eins og þjóðirnar í kringum okkur hafa reddað þessu fyrir sig og sína.
Frumforsenda stofnun heimilis og fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma er auðvitað að eiga gott íbúðarhúsnæði og hefur ekkert breyst hér né annars staðar hvað sem reynt er að þusa í fólki endalaust að gerast leigjendur fyrir lífstíð þegar tekið hefur að sér ábyrgðina á heimili og fjölskyldu.
Þið kjörnir fulltrúar verðið einfaldlega að sýna kjósendum í orði og verki að þið séuð reiðubúin til þess að axla ábyrgð ykkar sem þjónar lands og þjóðar á þessu algera kjarnaverkefni í okkar samfélagi, alveg eins og kollegar ykkar axla þessa ábyrgð auðveldlega í öllum okkar nágrannalöndum á þessu verkefni fyrir land sitt og þjóð.
Ef þið eruð ekki tilbúin til þess að axla þessa ábyrgð og berjast fyrir framgangi málsins eigið þið alls ekki að starfa fyrir land og þjóð kjörnir fulltrúar. Þið eigið þá heldur að hjóla heim og eftirláta öðrum starfið --- þeim sem treysta sér til að koma þessum málum í höfn fyrir land og þjóð heimilin og fjölskyldurnar. Málið er einfaldlega ekki flóknara.