Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.1.2012 | 18:12
Má ræna boltanum og flautunni af dómaranum?
Hvað er að því að halda sjópróf og stefna hæstráðanda þegar skekktan strandar með hruni?
Af hverju lét dómsvaldið svo fáránlega auðveldlega hirða af sér dómsvaldið mótbárulaust? Og er kannski vitnalistinn langi frumorsökin fyrir þessu upphlaupi afturhlaup?
Að minnsa kosti er eitthvað bogið við það ef hægt er að bakfæra landsdómsmál, þegar komið í hendur dómsvaldsins eftir ákvörðun alþingis um málsókn, því þá er verið að stöðva leik og hirða boltann og flautuna og senda dómarann heim!
Þessi yfirvofandi bakfærsla hlýtur því að teljast þverbrot á okkar stjórnskipun, þesssu hádynamíska og á stundum dramatíska ferli ábyrgðar og eftirlits (e. checks nd balance) sem er umgjörð um fólk og verkefni, valdmörk, samráð og samstarf á faglegum forsendum.
Hæfustu lögspekingar, þ.m.t. Bjarni Ben Senior, Ólafur Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen og Gunnar G Schram, hafa tekið af öll tvímæli um hvernig rétt er með mál að fara í landsdómsmáli, og allir sagt: Landsdómsmál er úr höndum alþingis, eftir samþykkt um ákæru.
Niðurstaða eðlileg og sanngjörn vegna þess að ef löggjafarvald á alltaf kost á bakfærslu eftir þinglega meðferð og ákvörðun þings er endalaust boðið til veislu óreiðunni og áflogunum - nema auðvitað ef þæg og stillt tölta heim dómararnir þegar sagt að fara heim, og sennilega eru þá tvö lögbrot.
Eða er ekkert að marka gamla fólkið lengur?
(Grein um þetta mál send mbl. í gær, 20jan2012: Landsdómsmálið: Bakfærsla í þágu hvers?
Afstaða til landsdómsmálsins ekki ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2011 | 17:34
Hver trúir þessu liði?
Traust almennings á orðum og upplýsingum þessa fólks er löngu uppurið!
Samtryggingarkór seljenda og eigenda húsnæðislána heimilanna hefur dæmt sig úr leik vegna spuna og vitleysu í þessu máli!
Enginn skyldi gleyma að skuldavandi heimilanna snýst fyrst og fremst um ábyrgð og viðurkenningu á ábyrgð!
Snýst fyrst og fremst um starfs- og rekstrarábyrgð, samfélagssáttmála, réttlæti, réttarstöðu, viðskipti og já, fjármuni - í þessari röð!
Alþingi verður að skipa rannsóknarnefnd með víðtækt umboð og setji fram tillögur um lausnir í málinu á faglegum grundvelli og fái til þess verks óvilhalla erlenda sérfræðinga sem ekki eiga hagsmuni í málinu né samkrulli efnahagsvalds og stjórnmálavalds sem enn heldur málinu í gíslingu.
Í svari ASÍ um skuldavanda heimila frá 17 okt 2010, segir ASÍ rangt þau hafi brugðið fæti fyrir almenna lækkun skulda heimilanna. En segja í næstu setningu hljóti þá að standa upp á þá sem sett hafa slíkar tillögur á odd að bera ábyrgð á því að finna haldbærar lögmætar leiðir til að fjármagna slíka aðgerð"
Óháð því hvort ekki sé miklu miklu nær að heildarsamtök launafólks í landinu og hálaunaðir fulltrúar gangist sjálf við sinni miklu starfs- og rekstrarábyrgð í stað þess að húka endalaust svo dæmalaust hugrökk til hlés - er sjálfsagt að benda þeim á í góðu, að nú liggja fyrir opinberlega tillögur um farsælar lausnir í málinu - og fela m.a. í sér aðkomu ríkisvaldsins, breytta forgangsröðun og verulegar umbætur í viðskiptum með neytendalán á borð við húsnæðislán heimilanna.
Loksins upplýst um afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 11:55
Baráttan við skuldavanda heimilanna: Öllum brögðum beitt?
Með ósk og von, þau hafi lært eitthvað síðan þá er því miður ekki uppörvandi í upphafi leiks hve hefðbundinn blær seinkunar tafataktík samningatækni úr herbúð seljenda og Jóhönnu er þegar farin að lita leikinn sem ekki lofar góðu um framhaldið.
Hugmyndafátækt og ráðleysi og undarlegt stjórnleysi í framgöngu og upplýsingamiðlun eru að sama skapi sterk einkenni stjórnunarbrags Jóhönnu og co.
Þess vegna þarf engum að koma á óvart hve skammt höfum enn gengið götuna í tiltekt eftir hrun. Hve óbreytt virðist enn allt og fast í hendi um breytingar. Og auðvelt að skilja hve pirringur fer sívaxandi með þetta endemis status quo. Ekki síst þegar ráð og leiðbeiningar berast að innan og utan stjórnarráðsins og allar forsendur um það bil pottþéttar.
Enn auðveldara er þó að skilja pirringinn og þunglynda vanlíðan með þetta endemis ástand þegar fjölmiðlar landsins eru þar að auki staðnir að verki dag eftir dag um furðuleg vinnubrögð hagsmunagæslu. Og ekki skánar þegar ósjaldan týna sér smábörn í dótaleik alskyns fréttaefni sem litlu skiptir almenning á Íslandi, ekki síst á krepputíð í margföldum skilningi.
Hlutlægni kastað fyrir borð!
Leiðari Morgunblaðsins í morgun 13. okt. 2011 t.d. auðveldlega og réttilega skammar stórfurðulega framgöngu RÚV þessa dagana fyrir skort á hlutlægni í fréttaflutningi.
Mun alvarlegri er þó nafnlausa úttektin í Fréttablaðinu í gær 12. okt. 2011, undir heitinu: Baráttan við skuldavanda heimilanna. Allri hlutlægni er beinlínis kastað fyrir borð í þessari furðulegu úttekt þar sem harðtuggið er saman úr meir en vafasömum heimildum, allar upprunnar úr einu föðurhúsi skjaldborgar um seljendur/eigendur húsnæðislána heimilanna.
Fréttablaðið skautar því miður svo skringilega skakk og skjön yfir málið að blaðið dæmir sig úr leik. Að minnsta kosti væri rautt spjald við hæfi og tveggja leikja bann.
Undir yfirskini hlutlægni úttektar sem þylur upp óvíst annars aðila málsins og getur í engu annars en hentar einsýni höfundarins er ekki einu sinni hirt um að geta þess hvaða huldumaður skrifar; enda er augljóst hverju sem les að ekki er auðvelt að taka ábyrgð á þessum hrærigraut sem eins og hangir uppi útveggur aleinn meðan auglýsir sig verslunarmiðstöð.
Fréttablaðinu hefur sem sagt orðið hér á einkar alvarleg skyssa á fjölmiðlamarkaði. Og hefur nú að auki loksins ótvírætt skipað sér í lið með bönkum og stjórnvöldum og öllu hinu í þessu liði sem málpípa gegn kaupendum húsnæðislána og heimilunum í landinu.
Fréttablaðinu er því að óbreyttu als ekki lengur treystandi um eitt né neitt er varðar þetta langsstærsta hagsmunamál neytenda á Íslandi sem með sívaxandi þunga hótar að hleypa upp samfélagssáttmála þjóðarinnar.
Góð fjölmiðlavenja
Um góða fjölmiðlavenju gildir eins og um góða stjórnunarvenju: Útgangspúnkturinn er tvíþættur: a) Góð og gild venja um eðlilega og sanngjarna starfshætti, bragarhátt, stíl, og b) Persónulegt mat hvers og eins á því hvað telst vera eðlilegt og sanngjarnt í framkvæmd.
Fréttablaðið hefði átt að birta nafn höfundar og póstfang með úttektinni. Og blaðið hefði átt að gæta meira jafnvægis í umfjöllun, halda sig við óvéfengjanleg gögn, greina frá varnöglum, forðast eftiröpun sjónarmiða og vafasamar ályktanir og geta þess lykilatriðis í málinu að nær öll gögn sem byggt er á koma af framleiðslufæribandi þeirra sem áður hafa framleitt röng og villandi gögn af óskiljanlegu ábyrgðarleysi í þessu máli eins og öðrum málum eins og dæmi sanna og víla ekki fyrir sér spuna né svik í orði né borði fyrir þá leynihúsbændur sem þau þjóna.
Fréttablaðið hefði auðvitað átt að vera búið að gera lesendum ljóst um viðhorf blaðsins (ritstjóra/ritstjórnar/eigenda) í þessu máli, ótvírætt og skorinort, sbr. erlendar fyrirmyndir, svo engi maður þyrfti að efast um hollustu Fréttablaðsins við seljendur/eigendur húsnæðislána heimilanna né undrast baráttu blaðsins gegn kaupendum/greiðendum húsnæðislána.
Nú liggja þessi viðhorf blaðsins járnbent fyrir. Fréttablaðið þarf núna að axla þá ábyrgð sem þessu fylgir með því annað hvort að staðfesta með skýrum hætti eða draga úttektina til baka og þau sjónarmið sem þar er rutt fram undir blæju hlutlægni faglegrar úttektar og biðja lesendur, birgja, auglýsendur, starfsfólk og hluthafa blaðsins afsökunar.
Tvær sólir: Ábyrgð og traust
Misskilningur þessa leynihöfundar sem klambraði saman úttektinni í Fréttablaðinu í gær er ekki síst sá að halda að skuldavandi heimilanna snúist um afskriftir og eigið fé bankanna.
Málið er miklu miklu miklu alvarlegra þegar hér er komið sögu. Skuldavandi heimilanna snýst um tvær sólir: ábyrgð og traust.
Skuldavandi heimilanna snýst m.ö.o. fyrst og fremst um a) ábyrgð; b) traust; c) samfélagssáttmála; d) stjórnarskrá og réttarríki, réttlæti og réttarstöðu; e) viðskipti og fjármuni. Í þessari röð.
Skuldavandi heimilanna snýst sem sagt innsta kjarna um ábyrgð og viðurkenningu á ábyrgð. Snýst um ábyrgð sem móður traustsins sem lífsnauðsyn viðskiptum og samskiptum með lífsvon, hvort sem líkar betur eða ver; málið snýst með öðrum orðum um grundvallarréttindi.
Við Íslendingar eins og aðrar þjóðir í okkar heimshluta byggjum okkar samfélagssáttmála á trausti og ábyrgð. Á þeim er byggð okkar stjórnarskrá, okkar lýðveldi, okkar réttarríki, okkar tímabundna framsal í kosningum á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar til handhafa þrískipts ríkisvalds, undir vonandi vökulu auga þjóðhöfðingjans og ábyrgra fjölmiðla og fleiri aðila sem beint og óbeint eiga að hafa almannahag að leiðarljósi í öllum verkum og verkefnum vegna þess að frá okkur kemur allt vald, frá okkur þjóðinni, sbr orðin lýðveldi og lýðræði.
Þess vegna er engin ástæða til að berja hausnum alltof lengi við steininn í þessu máli þegar spurt er um ábyrgð og traust með trúverðugleika stórfyrirtækja og vogunarsjóða, fjölmiðla, stjórnvalda og stjórnsýslu: Traust eins og smáblómið vex í réttu hlutfalli við ábyrgð á verki og verkefnum, vex í skjóli ábyrgðar á orðum og gerðum í allri framkvæmd og framgöngu, eins og allir vita og eiga að vita sem komnir eru af barnsaldri.
Hver vill og getur leiðrétt?
Stutt er síðan hló dátt land og þjóð og tröllin í fjöllunum þegar formaður rannsóknarnefndar alþingis um bankahrun og kreppu sagði í sjónvarpinu ekki nokkurn mann hafa játað á sig ábyrgð úr hópi eitthundrað fimmtíu og eitthvað margra einstaklinga.
Síðan hefur ekki skánað. Því miður fyrir land og þjóð, traust og ábyrgð. Og virðist helst vera krónískur veirusjúkdómur hérlendis þessi útbreidda ábyrgðarfóbía, sbr. býsn mikil íslensks fólks í útlöndum og útlendinga margra yfir þessu í ljósvakamiðli nýlega ef man rétt.
Lykilspurning málsins stendur þó enn sem fyrr rimmugýgi yfir öllu mannlífi hér: Hver vill og getur leiðrétt og bætt kaupendum húsnæðislána það mikla tjón sem hlotist hefur af forsendubresti lánasamninga og sölu gallaðra fjármálaafurða hérlendis?
Enn er þetta tjón óleiðrétt, beint og óbeint tjón - óleiðrétt hjá langstærstum hluta kaupenda húsnæðislána heimilanna og heldur áfram að hlaðast upp tjón og meira tjón, eins og kvika undir eldfjalli og lýkur sennilegast að óbreyttu ekki öðruvísi en með gosi, ef til vill í stíl Kötlu gömlu.
Alvarlegur misskilningur
Þau sem enn telja að málið snúist um krónur og aura eru að misskilja alvarlega, sbr. endemis úttektina í Fréttablaðinu, því málið snýst nú að meginstofni um grundvallarréttindi íbúanna.
Málið hefur sem sagt þróast að þungamiðju í mjög harðvítuga réttindabaráttu gegn harðræði lögleysu og yfirgangs endalausrar þvermóðsku og þvergirðinga banka og stjórnvalda og lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar og enn fleiri stuðningsaðila seljenda/eigenda húsnæðislána sem enn þverskallast allt saman við að gangast við ábyrgð sinni.
Jóhanna og þau öll fjórtán fóstbræður - sem bankar og fjármálafyrirtæki lífeyrissjóðir verkalýðshreyfing og önnur hagsmunasamtök seljenda og eigenda húsnæðislána heimilanna - tóku í raun og veru lögin í sínar eigin hendur í desember síðastliðinn þegar þau sömdu einhliða fyrir hönd kaupenda undir alþýðumerkinu leyndar og lygi og ábyrgðarleysis með spuna og vitleysu, sjá t.d. greinarkorn mitt: Tveir samningar út í bláinn, eyja/lúga des2010.
Og fara enn sínu fram nú sem fyr. Ósk þeirra um úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er einungis fyrsti þáttur nýja leikritsins sem nú er í burðarliðnum.
Rekstrarbragur fjölmiðla
Fjölmiðlar eru auðvitað augu og eyru almennings í allri þjóðmálaumræðu í lýðræðisríki.
Fjölmiðlar í lýðræðisríki mega þess vegna alls ekki nokkurn tíma í eitt skipti gleyma né gera hornreka sígildar hugsjónir um fjórða valdið fjölmiðlanna, eðlileg markmið, góða fjölmiðlavenju, bestu starfsreglur, vandaðar siðareglur - samtals stefnumótun sem fyrst skilur sauðina frá höfrunum.
Né heldur mega fjölmiðlar í engu gleyma andartak að það er framkvæmd stefnumótunar sem fyrst skilar raunverulegum árangri, skilar ánægju, stolti, arðsemi - skilar trausti ábyrgð ást og gleði, eftir bréfkorni höfuðskepnur mannlífs.
Af þessum sökum er undirliggjandi aukin skylda í öllum rekstri og rekstrarstjórn fjölmiðla og aukin skylda um að bæta ráð sitt hið snarasta ef út af bregður. Og ekki er verra ef framkvæmt er með ánægju án minnimáttarkenndar óhóflegrar meðvirkni né óhóflegrar sundrungar; axli með öðrum orðum ábyrgð sína eins og menn.
Leyndin blæjan og lygin
Höfundur úttektar Fréttablaðsins, ritstjóri/ritstjórn og blaðið sjálft féllu s.s. kyrfilega á hausinn um prófstein hlutlægni jafnvægis og jafnræðis aðila þegar rétt var hafin önnur umferð við stóra samningaborðið milli seljenda og kaupenda húsnæðislána heimilanna.
Dæmi: Lygin Í ljósi þessa hefur sú krafa verið hávær síðan að komið yrði til móts við mikið skuldsett heimili með niðurfellingu skulda." Þessu hiklaust logið út í loftið úr áróðri seljenda og stjórnvalda milli tilvitnana úr óendurskoðuðu ónákvæmu og verr héðan og þaðan stráð hingað og þangað upp úr meir en vafasömum kokkabókum seljenda og stjórnvalda.
Hvur spinnur svo fáránleik undir yfirskini? Af hverju? Til hvers? Hverju er verið að þjóna?
Allir vita að krafan er almenn leiðrétting á grundvelli starfs- og rekstrarábyrgðar seljenda og stjórnvalda.
Í engu dylst auðvitað barnaskapur hagsmunagæslunnar með svo laumulygi sem kastar olíu á eldinn í upphafi leiks; né heldur dylst í engu lengur hve einkennilega uppteknir fjölmiðlar hér eru enn yfir þessu áhugamáli að halla réttu máli í hagsmunagæslu fyrir aðra en okkur góða landsmennina, sbr. t.d. nýlegar og grófar falsanir RUV í fréttaflutningi af mótmælunum á Austurvelli 1. október sl. og við eldhúsdagsumræðurnar á alþingi 3. október sl.
Ef veröldin vissi ekki fyr, þá veit veröldin núna: Íslenskir fjölmiðlar sem svona haga sér börn í leik hljóta í sínu barnaskapi að halda íslenska þjóðin sé börn eða hálfvitar, svo ívitnað sé stutt. Þess vegna er auðvitað komið að okkur sjálfum að sýna þessum börnum sem leika sér að lífi fólks að kaupendur húsnæðislána heimilanna eru hvorki börn né hálfvitar.
Og að gefnu tilefni: Við erum heldur ekki fé á beit í fjárhúsi þvergirðinga barna sem halda sig betri en annað fólk - og heldur víst enn sumt í þessum barnaskara að tilgangur lífsins sé sá einn eilíflegi allri veröld að græða á daginn og grilla á kvöldin, sbr. HHG, þá hugmyndafræðing og grillmeistara Sjálfstæðisflokksins.
Refir og skáld
Tvennt verður í fljótu bragði fyrst fyrir til almennrar útskýringar á þessu endemis yfirgangs og neitun enn staurblind neitun á ábyrgð seljenda og stjórnvalda - fyrir löngu hrein og klár ábyrgðarfóbía stjórnmálastéttar landsins og fjármálaþjónustu sem atvinnugreinar: Refir og skáld. Eins undarlega og kann að hljóma.
Vegna þess ekki síst hve refirnir eru ósjaldan eins og skáldin: Óhemju frekjur brosmildar og lævísar eins og á við hverju sinni. Og raunar stórfurðulegt hve enn lifir með þjóðinni víða smábrandarinn þjóðráð skáldsins af Gljúfrasteini þegar sagði fólk almennt snemmdautt ef engu lýgur. Kannski þetta endemis kokteilbull sé þá enn meginskýring þess megineinkennis umræðu um þjóðmál hérlendis hve fljótt allt saman hleypur upp ofboði hagræðingar sannleiks eftir eigin höfði.
Setja sig þá ekki úr færi í leiðinni að ryðja áfram sínum markmiðum, forsendum, ályktunum og niðurstöðum heilagur sannleikur eins og best hentar hálfkveðnu hálfsannleik ef ekki lygi óljósum tilgangi, yfirleitt á enn óljósari forsendum sem allt saman á fátt skylt við heilbrigða samkeppni, né heilbrigða skynsemi, sbr. t.d. grein ÞG í Fréttablaðinu í dag 13. okt. 2011.
Gera sama skapi ekkert með faglega nálgun, faglega aðferðafræði, o.þ.h. einatt afgreitt alger óþarfi vegna þess hve sannleikurinn sé augljós sérhverjum sem sér og skilur eins og refur og skáld.
Við verðum að þora!
Við sem þjóð smá og kná verðum að þora ef ætlum til jafns við þær þjóðir sem við helst og mest viljum bera okkur saman við, verðum að þora að horfast í augu við okkar fóbíur, okkar bull og okkar vitleysur; verðum að þora að horfast í augu við þau undirliggjandi verk og verkefni, forsendur og markmið, valkosti og lausnir, sem ein geta komið skikk á okkar samfélag.
Enginn held ég að geti neitað því rökstutt í alvöru hve stutt erum enn komin í tiltekt eftir búsáhaldabyltu; hve ferlega lútum enn stjórnspeki refsins; hve ferlegri þau eru enn refirnir flumbrugangi refshátt og konungsbrags stjórnsýslu en þau fyrri refirnir sem velt var úr sessi í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Og ekki nokkur maður getur í alvöru samþykkt aftur umsjónarmenn valds og fjármuna, sbr. skoðanakannanir, vegna þess hve ferleg framgangan var síðast.
Að þessu sögðu dagljóst sama skapi hve alger umskipti með hælsparki útaf öllu reynslubolta og sérfróðra kann hæglega að reynast miklu áhættusamara fyrir þjóð og kjósendur; ekki síst vegna þess hve lengi getur vont versnað, eins og mjög er enn niðurstaðan af kjöri þeirra sem fylktu þá og fylkja enn undir merki Besta flokksins; og eiga því miður enn langt í land með að endurheimta nauðsynlegt traust kjósenda með verkum sínum og framgöngu, ábyrgð og trúnað við þjóð og kjósendur.
Önnur umferð hófst 9. október 2011!
Enginn maður skyldi gleyma þessari dagsetningu, þegar leikurinn um skuldavandann hófst aftur! Og þegar tendrað var á friðarsúlu Jóns í Viðey sem blikar nú kastljós ást og gleði.
Enginn skyldi gleyma þrautseigju og þrjósku og þrótti og kaupmætti kaupenda og greiðenda húsnæðislána heimilanna - um það bil eitthundrað þúsund viðskiptavinir banka og fjármálastofnana, lífeyrissjóða og Íbúðarlánasjóðs; og þegar allt er talið sennilegast hryggjarstykkið í skattgreiðslum til sameiginlegra þarfa okkar samfélags, sem og rekstrar og uppihalds flestra þeirra ofurskammsýnu hagsmunasamtaka sem enn fylkja sér að herbúð seljenda og Jóhönnu og co.
Fróðlegt mjög verður því örugglega að fylgjast með þróun málsins í annarri umferð. Og enn fróðlegra að fylgjast með því hvort og hvernig fjölmiðlar hérlendis muni brögðum beita og bragarháttum þöggunar mistúlkunar misvísandi óreyndu hálfkveðnu hálfsönnu úrfellinga viðbóta breytinga spuna og vitleysu, sbr. í fyrstu umferð, sem stóð eins og flestir muna frá október 2010 til janúar 2011. Og lauk með stóra samkomulagi og stóra hallelújasönginu í stóra samtryggingarkóri.
Aftur með ósk og von þau hafi eitthvað lært síðan síðast. 13 okt 2011 mkv jge
P.s. Kæra ritstjórn eyju/lúgu: Vinsamlega ekki breyta í neinu þessum greinarstúf, ekki bæta neinu við og ekki fella neitt úr, eins og stundum hefur gerst með mínar greinar. Til hliðsjónar skilmálar ykkar ágætu og gagnorðir um birtingu greina greinarhöfunda á eyju/lúgu. jge
Sent eyju/lúgu 13okt2011 / birt á eyju/lúgu 20okt11 aths: orð mjög klippt sundur, sleppt dags. kv. og p.s.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2011 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 11:16
Verðlag á íslenskum húsnæðislánum: Eðlilegt og sanngjarnt?
Grundvallarforsenda farsælu mannlífi og samfélagi til lengri tíma horft er eins og kunnugt er, að hver einstaklingur kunni sem best skil á því sem er eðlilegt og sanngjarnt.
Ungur austantjaldsmaður sagði: - Þegar maður hefur enga viðmiðun við það sem telst vera normal, þá getur allt orðið normal!
Orð samofin falli múrs og tjalds árið 1989 - vitnisburður um endalaust óþarfa harðræði einráðra stjórnvalda og stórfyrirtækja gegn landsmönnum sínum og viðskiptavinum.
Illvíg kerfisvilla: Lán eða ólán fyrir kaupendur?
Þetta er rifjað upp hér í tilefni af því að framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, skrifar grein í Mbl. í gær, 12 júlí 2011 sem nefnist: Verðtrygging, lán eða ólán fyrir lántakendur?
GB kirjar þar enn gamalkunnugt okurversið heilagt vess enn grundvöllur verðlags á íslenskum húsnæðislánum á frummarkaði með veðskuldabréf á Íslandi.
Okurversið svona: Jafnverðmætar krónur til baka með sanngjörnum vöxtum." Sjá Mbl. 12 júlí 11, bls 17.
Hljómar dálítið eðlilegt og sanngjarnt, en er í raun og sann langstærsta og illvígasta kerfisvilla íslenska hagkerfisins.
Ef spurt er af hverju er svarið þetta: Vegna þess að um leið og þetta vers er samþykkt eðlilegt og sanngjarnt vers sem grundvöllur verðlags húsnæðislána á frummarkaði með skuldabréf er um leið verið að samþykkja að velta allri ábyrgð af allri verðlagsþróun á allri vöru og þjónustu á allri plánetunni yfir á kaupendur íslenskra húsnæðislána.
Það gildir því einu hve oft og mjög er sungið versið: Þetta vess verður aldrei eðlilegt og sanngjarnt.
Barnaleg hagsmunagæsla!
Grein GB er barnaleg hagsmunagæsla fyrir óbreyttu ástandi í þeirri langveiku atvinnugrein sem nefnd er fjármálaþjónusta; barnaleg vegna þess að hagsmunavörðurinn forðast samanburð við það sem er eðlilegt og sanngjarnt.
GB ber saman verð á tveimur vörutegundum: verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán. Verðlagning á hvortveggja í höndum seljenda á frummarkaði og verð beggja vörutegunda alræmt okurverð, miðað við verð á húsnæðislánum í öllum okkar nágrannalöndum.
GB ber því saman okurverð og okurverð. Segir svo annað verðið heldur skárra. Í meira lagi fróðlegt, eða hvað?
Kolvitlaust kaupmannavers!
Ekki einu sinni fávitar í kaupmannastétt reyna að selja viðskiptavini þetta vers í okkar nágrannalöndum. Né heldur annars staðar í veröldinni.
Prófessor Stiglitz, nóbelmaður í hagfræði, sagði okkur þetta sjálfur og alveg kristaltært, þegar hann ráðlagði okkar einþykku stjórnvöldum og fjármálaþjónustu sem atvinnugrein, að leiðrétta sem fyrst og verulega, húsnæðisskuldir landsmanna; sagði jafnframt augljóst að landsmönnum hafi verið seld gölluð vara.
Og enn í sölu þessi vara; nefnd húsnæðislán, þó réttara sé áratuga þrældómur; og með ólíkindum hve öllu er mest sama, seljendum og kaupendum.
Spurt er: Hvað er að blessaðri vörunni?
Svar: Í fyrsta lagi er okurverð aldrei eðlilegt og sanngjarnt.
Í öðru lagi er aflausn frá áhættu þverbrot á því sem eðlilegt er og sanngjarnt í viðskiptum, ekki síst á fjármálamörkuðum, þar sem verðlag vöru ræðst af áhættu og stendur í beinu samhengi við ábyrgð og traust.
Þriðja vitleysan ofin þessari snargölluðu vöru er hve ferlega hvetur þráðbeint seljendur verðtryggðra húsnæðislána á frummarkaði (sem og alla kaupendur verðtryggðra húsnæðislána á eftirmarkaði, þar með talið lífeyrissjóðina) til þess öfugmælis að stuðla sem hraðast og best að verðhækkunum, og þar með hækkun neysluverðsvísitölu og verðbólgu - því þá verður arðsemin hærri (hærri tekjur seljenda = þyngri greiðslubyrði kaupenda) af seldum lánum (sem og ávinningur kaupenda á eftirmarkaði).
Þessi súperhvati fer þannig alveg þvert gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og allri viðleitni til faglegri efnahagsstjórnar hérlendis.
Ekki skánar síðan ef rannsökum vítisvél reikiútreikninganna, m.v. Ólafslög, eignaupptökuna, einhliða skilmálana, mismunun kaupenda, þ.m.t. brot á jafnræðisreglu og eignaréttarákvæðum stjórnarskrár.
Kórdrengirnir með gullaugun!
Kórdrengirnir með gullaugun í samtryggingarkór stjórnmála- og efnahagsvalds á Íslandi ætla sem sagt að halda sig staurblind við sína fjáramálafræði.
Ekki einu sinni dómsvaldið má hreyfa sig, sbr dóm B hæstaréttar, þegar staðfesti dóm héraðsdóms um afturvirkt annað verð á seldu gölluðu (16.sep2010); en þá var afnuminn samningaréttur, neytendaréttur og skaðabótaréttur kaupenda á Íslandi.
Heimili neytendur og kjósendur: Eðlilegt og sanngjarnt?
Spurt er: Hverjir eiga Ísland?
Svar: Heimilin neytendur og kjósendur! Ekki síst kaupendur húsnæðislána, ca 110.000 neytendur og viðskiptavinir!
Heimilin, grunnrekstrareiningar allra hagkerfa, njóta augljóslega ekki jafnræðis né jafnstöðu við önnur rekstrarform (sbr. Leiðrétting húsnæðislána: Öll með á nótunum, 11okt2010 birt á eyju/lúgu 11okt2010 og jonasgunnar.blog.is 17okt2010) og kaupendur húsnæðislána eiga enn ekki sterk hagsmunasamtök, sbr. stóra klúðrið í des. sl. þegar þau fjórtán fóstbræður og Jóhanna sömdu fyrir seljendur og kaupendur (sbr. Tveir samningar út í bláinn, 11des2010, birt á eyju/lúgu 13des2010)
Og engin eru hagsmunasamtök kjósenda til þess að spyrja: Er þetta eðlilegt og sanngjarnt?
Sent mbl 13jul11 / birt mbl 19jul11 bls 20; birt óbr. og esk á jonasgunnar.blog.is 18okt11
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2012 kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2011 | 13:48
Óþörf ríkisábyrgð!
Ríkisábyrgð er óþarfi á þessum tímapunkti og næstu árin vegna þess að þrotabúið á fyrir lágmarksskuldinni, ca 700 milljarðar eða 20.887 evrur pr innstæðureikning.
Samþykkt ríkisábyrgðarsamingsins Icesave þrjú við þessar aðstæður, með einhliða veðsetningu þjóðar þjóðarbús og þjóðareigna, er þess vegna alger fásinna.
Þau sem trúa órökstuddum hræðsluspuna (og nú stórauglýstum lygum) jáaranna í þessu þurfa nauðsynlega að spyrja sig af hverju skyldi það vera - spyrja sig af hverju og til hvers / bkv jge
Mjög mikill kjörsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2010 | 20:44
Leiðrétting húsnæðislána: Öll með á nótunum?
Og sem annað vers: Að rætt verði loksins í alvöru um framtíðarskipulag og kjör á húsnæðislánum landsmanna, með hliðsjón af skipulagi og kjörum húsnæðislána hjá þeim þjóðum sem við helst viljum bera okkur saman við.
Annars má heita næsta víst miðað við umræðu og stemmingu síðustu daga að fleiri en átta þúsund hefji upp búsáhöldin í næstu umferð.
Bókhaldsmál.
Útbreiddur misskilningur í umræðu síðustu daga er að niðurfærsla höfuðstóls húsnæðislána hafi í för með sér kostnað og/eða útgreiðslu fjármuna. Svo er alls ekki.
Um er að ræða reikningshaldslega aðgerð, tilfærslur innan efnahagsreiknings fjármálastofnana, lífeyrissjóða, íbúðarlánasjóðs og annarra lögaðila, eigenda skuldabréfa húsnæðislána.
Bókfærð er cr lækkuð kröfueign uppreiknaðs höfuðstóls eignaverðmæti kröfuhafa/eiganda kröfu, með mótbókun lækkun á eigin fé db á afskriftareikning/sérreikning undir eigin fé skuldamegin efnahagsreiknings.
Eftir bókfærslu standa eftir heilbrigðari eignir/eignasöfn á eignahlið efnahagsreiknings fjármálastofnana og annarra aðila sem eiga bókfærðar eignfærðar kröfur húsnæðislána.
Heilbrigðari eignir/eignasöfn húsnæðislána vegna þess að greiðslufalls- og gjaldþrotaáhætta hjá viðskiptavinum/skuldunautum er lækkuð verulega og þar með almenn viðskiptaáhætta með öruggara greiðsluflæði og styrkari rekstrargrunni.
Skynsamleg viðskiptaákvörðun.
Þetta er með öðrum orðum skynsamleg viðskiptaákvörðun miðað við aðstæður til skamms tíma og lengri tíma horft, með ýmsar mjög jákvæðar hliðarverkanir fyrir markaðsviðskipti, eftirspurn, o.fl.
Ef aðilar samkomulagsins halda haus og eru með á nótunum, týna sér t.d. ekki í séríslensku þrasi um aukaatriði með kunnum flumbrugang vandkvæða og versa, má ætla með góðri vissu að niðurstaðan verði bæði skynsamlegt og raunhæft almennt samkomulag aðila með samfélagslegri sátt um almenna leiðréttingu á rekstrargrundvelli heimilanna, þar sem allir aðilar taka höndum saman um sameiginlega ábyrgð á nútíðinni til þess að bjarga framtíðinni.
Hlutverk ríkisvaldsins: Ábyrgð, ábyrgð, ábyrgð!
Ríkisvaldið/framkvæmdavaldið verður að leiða þetta sáttastarf af öryggi og festu, þarf að átta sig glögglega á ábyrgð sinni og þarf að átta sig á eðli samráðs og samstarfs betur en upplýsingafundir undanfarið gefa tilefni til að sé í raun og sann hjá kjörnum fulltrúum sem svarið hafa eið að stjórnarskrá lýðveldisins, dýran eið sem setur þjóðarhag þjóðarheill í öndvegi og mismunar ekki né skerðir réttindi borgaranna gagnvart stjórnvaldsákvörðunum.
Ríkisvaldið verður til dæmis að átta sig á að því er í lófa lagið að veita nauðsynlegar ábyrgðir ef þörf krefur, sem stutt geta og styrkt svona almennt samkomulag/sátt til fullnustu, t.d. ekki síst kröfuábyrgðir af ýmsum toga, um skemmri eða lengri tíma, sem bókfæra mætti utan efnahagsreiknings/ ríkisreiknings, gegnum ríkisjóð og/eða seðlabanka.
Ekki með á nótunum?
Ekki kemur á óvart að allir helstu forkólfar hollvinasamtaka verðtryggingar og vaxtaokurs stígi nú fram hver á eftir öðrum til þess að tala niður sem fyrst og best hugmyndir um almenna leiðréttingu húsnæðislána heimilanna.
Þar í hópi eru gamalkunnir: Bjarni Þórðar, Guðmundur Ólafsson, Þórólfur Matt.
Þórólfur sagði í gær 11. okt. hvorki meir né minna en galið að ráðast í almenna niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána heimilanna. Rökstuddi þá skoðun svo að þá yrði ekki hjálpað þeim sem mest þurfa hjálpar við. Þóróilfur á að vita miklu betur eins og aðrir sem kunna að hallast að þessari skoðun.
Þórólfur kýs að horfa þröngt á málið með sínum hætti, nú enn og aftur háttur skakk og skjön, eins og þessi skoðun fúkyrt lýsir mæta vel, þar sem prófessorinn kýs sér einfaldlega að horfa t.d. alfarið framhjá stórkostlegri eignaupptöku hjá heimilunum gegnum vítaverða vítisvél verðtryggingarinnar og vítavert gegnisfall krónu; kýs einnig að horfa alfarið framhjá tímaþætti ákvarðana/stjórnvaldsákvarðana og kýs svona í leiðinni að afnema borgaraleg réttindi landsmanna um jafnstöðu og jafnan rétt gagnvart stjórnvaldsakvörðunum; sem og eðlilegri sanngjarnri jafnstöðu og jafnrétti milli rekstrarforma og rekstraraðila í okkar örsmáa hagkerfi.
Þórólfur kýs að horfa framhjá því að hjálp eftir þörf, útreiknuð mælistiku eða diktuð tímafrekri afgreiðsluröð, er aðgerð í tíma - ekki tímaleysi. Aðgerð sem brýtur sjálfkrafa jafnræðisreglu og stjórnarskrá.
Segjum að ákveðið sé að hjálpa að fullu þann 1. des, 2010, öllum heimilum eftir þörf, að uppfylltum tveimur skilyrðum: a) skuldunautur sé undir þrítugu 1. des., og b) eigið fé heimilis/einstklings/sambýlisfólks/hjóna, skv. síðustu skattskýrslu, sé neikvætt um eina krónu og þaðan af verr neikvætt eigið fé í krónum.
Slík ákvörðun útilokar alla sem ekki uppfylla þessi skilyrði. Ákvörðun sem sjálfkrafa brýtur jafnræðisreglu og stjórnarskrá, enda landsmenn öll jafnrétthá gagnvart stjórnvaldsákvörðunum að lögum og stjórnarskrá.
Tímaþátturinn einkar mikilvægur og sker afgerandi úr um ákvörðun: Hvað gerist þegar líður öðrum tímapúnkt, segjum ári síðar, 1. des. 2011, þegar þau sem ekki fengu 1. des á þessu ári, fá ekki heldur ári síðar!? Né heldur þau sem uppfylltu bæði skilyrði á þessu ári en eru t.d. orðin of gömul fyrir aðstoð á næsta ári!? Byltingar hafa orðið af minna tilefni.
Vilja þeir uppþot þessir menn?
Á meðan landsmenn brýna búsáhöldin, staga stakk og brók, endurnýja mótmælaspjöld, o.fl., í bið eftir eðlilegri sanngjarnri lausn sem ekki brýtur jafnræðisreglu og stjórnarskrá, þá brá svo við í gærdag 11. okt. 2010 að þeir Vilhjálmur Bjarnason og Þórólfur Matthíasson, báðir landsþekktir og langskólagengnir hagfræði, leggjast gegn almennri leiðréttingu húsnæðislána heimilanna. Það kemur ekki á óvart með Þórólf né heldur Vilhjálm sem getið hefur sér gott orð fyrir skelegga málsvörn fyrir ssamtök fjárfesta, svo hann hlýtur eðli máls samkvæmt að sitja þeim megin borðs: Kröfuhafamegin borðsins.
En hvað skyldi nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, prófessor Stieglitz, sem sótti okkur heim fyrir einhverjum mánuðum síðan - og mælti þá eindregið með og rökstuddi almenna niðurfærslu húsnæðisskulda heimilanna - hefði nú að segja um þetta upphlaup?
Skilaboð þeirra stallbræðra opinbera því miður enn og aftur rótgróna hagsmunagæslu og ekki síst þetta endemis skakk og skjön hjá íslenskum sérfræðingum, ósjaldan langskólagengnir prófgráðum bak og fyrir, ef ekki reynsluboltar að auki og samkvæmt því ættu því einna best að vita og þekkja til og búa að nægri víðsýni til að sjá mál í eðlilegu samhengi, ekki síst á eigin fræðasviði.
Af hverju?
Landsmenn öll - sem við öll landsmenn og ekki síst fjölmiðlar í okkar orðastað, gerum allt of lítið af því enn sem komið er að spyrja af hverju. Eins og börn og lögfræðingar gera sjálfkrafa.
Til dæmis spyrja okkur sjálf fyrst og svo aðra af hverju forystufólki og forkólfum alskonar hérlendis leyfist svo oft mótbárulaust að fullyrða út og suður drottningar viðtölum og álits án þess færi rök fyrir máli sínu - og auðvitað þyrfti almennt að teljast svívirðileg ókurteisi og vítavert kjörnum fulltrúum í lýðveldi.
Spurt er af sömu rót: Af hverju í ósköpunum eru þeir Þórólfur þessarar skoðunar?
Svar: Ef ekki prívathagsmunir sem fyrsta vers, né heldur gild hagræn rök, upphafsvers, þá komum við nærri sjálfkrafa að öðru versi þekkt vers í fræðum hagvísindafólks, sem sumt neitar því enn í ræðu og riti að samþykkja efnahagsreikninga heimila í hagkerfi, eins og samþykkja efnahagsreikninga fyrirtækja og stofnana og annarra lögaðila í hagkerfi.
Rétt eins og Þórólfur nefndi sjálfur fyrirvaralaust í viðtali á rás 2 í gær, 11. okt. 2010, þegar hann sagði að hann kysi að horfa aðeins á rekstrarreikninga heimilanna í þessu skuldavandamáli heimilanna.
Já, hann sagði þetta alveg sjálfur hann prófessor Þórólfur.
Yfirlýsing sem endurómar því miður all hastarlega og einkar óþægilega meginviðhorf ef ekki statt og stöðugt grundvallarviðhorf áðurnefndra hollvinasamtaka okurs á fjármálamarkaði í smásölu og og og verkalýðshreyfingar landsmanna, því miður því miður, til almennrar niðurfærslu á höfuðstól húsnæðislána.
Niðurfellingu sem í raun og sann er auðvitað aðeins niðurfelling á hluta verðbótaþáttar höfuðstóls, til bjargar miðstéttinni í landinu, eftirspurn, störfum og skattstofnum - þeim hluta sem vítisvél verðtryggingarinnar hefur bætt við höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána heimilanna frá hruni bankanna fyrir tveimur árum.
Undirliggjandi þessari neitun á efnahag heimilanna, með svo kjörnu úrvals einsýni á rekstur heimilanna, er síðan önnur kunn neitun, hagræn, félagsleg og hápólitísk, sem smitast hefur í ýmsar fræðigreinar og lagaumhverfi:
Neitun sem er neitun sem neitar að samþykkja eignarétt, neytendarétt og skaðabótarétt heimila, eins og eignarétt, verslunarrétt og skaðabótarétt fyrirtækja, stofnana og annarra lögaðila, eigenda þeirra og stjórnenda.
Hvorki meira né minna og kann þá enn að fara um einhvern undir ræðunni.
Þessi mismunun er þó all vel kunn krónísk blinda víða á byggðu bóli þó fáu sé kannski kunn utan ódáinsgarðs akdemískrar umræðu.
Mismunun sem leiðir stundum til þess því miður að t.d. réttlæti og jöfnuður eru fótum troðin með tilliti til ólíkra rekstraraðila og rekstrarforma og sæta því stundum ólögmætu sem og lögvörðu ofbeldi.
Mismunun sem ósjaldan er krónísk blinda sem skemmir út frá sér mishratt hagkerfi og mannlíf, ósjaldan með yfirvald sem oft í lengstu lög neitar einfaldlega að horfast í augu við raun og sann, eins og er í raun og sann.
Mismunun sem neitar t.d. stundum og kannski oftar en stundum að leiðrétta rekstrargrundvöll heimila, eins og leiðrétta rekstrargrundvöll fyrirtækja, stofnana og annarra lögaðila, eigenda þeirra og stjórnenda.
Afleiðingar.
Stundum rata mál og málefni svona vaxin til ríkisvalds og kjörinna fulltrúa.
Og ef ekki stungið undir stól eða fleygt óslægðu til baka með orðræðu skamm, rata stundum af borði stjórnvalda í lög og stjórnvaldsaðgerðir skakk og skjön.
Þ.e.a.s. í stjórnvaldsákvarðanir sem hunsa með einhverju móti eða verulega eða alfarið jafnræðisreglu og/eða stjórnarskrá/grunnlög og/eða réttlæti og jöfnuð og eðlilegar leikreglur almennt í samskiptum og viðskiptum fólks í samfélagi fólks.
Og það sem verra er: Dómsvald ríkisvalds eltir á stundum ef ekki oft ( og raunar oftar en ekki hérlendis, eins og hafa rakið vísir og fróðir menn ) forskrift framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins, þar sem þrískipting ríkisvalds er til staðar, lýðræði, lýðveldi.
Með samsvarandi ólgu/reiði og verr, heilsu fjárhagslegri og líkams, hjá umbjóðanda, ekki síst lögbundnum húsbónda kjörinna fulltrúa í lýðveldi eins og hér og er þjóðin ein. Allt eftir því hve gróflega réttlætiskennd almennings og almennu gildismati í samfélagi er misboðið.
Staurblindir hagfræðingar.
Þeir Vilhjálmur og Þórólfur vilja sennilega ekki a.m.k. viljandi steypa hálfri þjóðinni í eilífa skuldafjötra, ef maður trúir þeim til góðs.
Spuni þeirra í gær 11. okt. 2010 er þó auðvitað einungis endemis innistæðulaus kokhreysti og móðgun, ekki síst þegar segja gjöf - endurtek: Þórólfur segir í gærdag fullum fetum það vera gjöf, ef skilað er loksins að verulegu leyti til baka verðbólgugróða síðustu tveggja ára, af seldum verðtryggðum húsnæðislánum til að bjarga heimilunum.
Og um leið komið í veg fyrir óskapa hamfarir sem auðveldlega geta orðið hér ef ekki er almennt leiðrétt þetta endemis endemis bull af undirrót þvílíkrar stólpagræðgi, undir merkjum frjálsræðis í viðskiptum, að varla eru til verri dæmi, né að staðið hafi svo lengi sem raun ber vitni hérlendis slík blóðmjólkun neytenda á markaði.
Þeir Vilhjálmur og Þórólfur eru þá staurblindir á hagfræði þjóðarhag og almenna mannasiði ef þeir ekki draga þessi ummæli sín til baka og biðja þjóðina afsökunar. Eins og Guðmundur á að gera og þau fleiri sem koma nú fram enn og aftur í skipulegri röð til að hallmæla og tortryggja í öflugri hagsmunagæslu sem aldrei rökstyður neitt nema á hlaupum með spuna og vitleysu.
Ekki síður innistæðulaust er auðvitað krónískt hræðslukvakið um skerðingu lífeyris - vegna þess fyrst og síðast að framtíðarvirði eigna lífeyrissjóðanna er óvíst, til lengri tíma horft ekki síst, og óvissu um framtíðarávöxtun, og og og í öðru lagi vegna þess að nú í eitt ár og lengur, eins og flestir vita, er mikill fjöldi fólks að ganga hart og ítarlega á sinn séreignarlífeyrissparnað, til þess að bjarga því sem bjargað verður í heimilrekstrinum - vegna þess að annar sparnaður og lausafjármunir eru fyrir nokkru síðan uppurnir, sennilegast nú hjá ekki færri en öðru hverju heimili í landinu.
Lífeyrissjóðir/fórkólfar lífeyrissjóðanna eiga auðvitað að skammast sín niður úr öllu og lengra hvernig þau hafa haldið á lífeyrissparnaði landsmanna - og segja af sér allt þetta lið - med det samme, right away - sem um vélaði á sínum tíma og véla enn.
Og koma nú fram háheilög í framan fulltrúar þessa liðs og segja ekki heimilt að bókfæra á sjóði landsmanna reikningslega niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána í efnahagreikningi sjóðanna sökum skorts á lagaheimild. Því er unnt að redda strax með einfaldri samþykkt á aukaaðalfundi í sjóðunum og eða með lagafrumvarpi sem þátt í almennu samkomulagi og þjóðarsátt.
Og hver spurði - með leyfi að spyrja - um skortinn á lagaheimild þegar t.d. lífeyrissjóði verkfræðinga tókst á undraskömmum tíma að tapa 27% af eignum sjóðsfélaga og sjóðseigenda þess sjóðs? Eins og nú hefur loksins loksins tekist að draga fram í dagsljós fjölmiðla og þjóðarinnar.
Það hlýtur einfaldlega að teljast alfarið útilokað öllu lengur að forkólfar lífeyrissjóðanna komist enn upp með sitt endemis bænakvak - þetta endemis króníska kvak um hagsmuni sjóðsfélaga sem þau ein sérvalin útvalin fái ein að möndla með og útfæra eigin höfði og fái þá hér eftir sem hingað til að valsa um sjóði almennings í landinu eins og eigi þessa sjóði, án þess að eigendur sjóðanna fái né eigi þar né annars staðar nokkurn rétt til þess að segja sitt um þessar eignir sínar.
Hvernig vogar þetta fólk sér, og annað fólk eins stemmt, að afnema eignarétt landsmanna og sjálfsagðan umgengnisrétt og ákvörðunarrétt og ráðstöfunarrétt um eignir sínar?
Sem allra fyrst þarf auðvitað að sérsníða lagaramma um þessa brýnu eftirlitsskyldu og réttarstöðu sjóðsfélaga um eignir sínar og með eignum sínum, þátttöku sjóðsfélaga í stjórn og ákvarðanatöku, auk sértækrar víðtækrar eftirlitsskyldu, og komi til viðbótar þeim vonandi endurskoðuðu góðu reglum sem vonandi verða lögfestar og helst sem allra fyrst, í kjölfar boðaðra últrabrýnna opinberra rannsókna á lífeyrissjóðum landsmanna.
Þriðja vers.
Ef spurt er enn um rót þess vanda sem í gær formbirtist svo skyndilega og að svo mörgu leyti hörmulega hjá þeim sem einna best eiga að vita og þekkja til, má kannski draga fram nánar upp á samhengi undirliggjandi krónískt þessa vandamáls, fjölmörg vandamál, í senn hagrænt félagslegt og hápólitískt vandamál.
Vandamál með kunn séreinkenni einsýni með krónískri blindu, þó dásami víðsýni víða þau blómin sem svona er ástatt um, blóm og blómskrúð, sem einfaldlega neita því að viðurkenna heimilin sem grunnrekstraraðila og grunnrekstrarform í hagkerfi, jafnrétthátt öðrum rekstraraðilum og rekstrarformum.
Umræða sem hagfræðilega horfir til mismununar rekstrarforma í hagkerfi, markmiða rekstrar, eignamyndunar og uppbyggingar eigin fjár, forsenda rekstrar innan ólíkra rekstrarforma, rekstrarumhverfis, o.þ.h.
Neitun bláköld neitun einsýni blindu sem ekki viðurkennir að sérhvert heimili er rekstrareining með sama hætti og lögaðili.
Neitun sem ekki viðurkennir að um rekstur heimilis gilda almennt sömu lögmál og um rekstur annarra rekstrareininga í hagkerfi.
Heimilin: Grunnrekstrareining hagkerfis.
Þessi staðreynd: að hérlendis er ennþá engin almenn samfélagsleg sátt ríkjandi í raun og sann um heimilin sem grunnrekstrareiningu og grunnrekstrarform í hagkerfinu, er kannski ekki síst staðreynd til marks um þá augljósu vanrækslu stjórnvalda hérlendis undanfarinn áratug og lengur um nauðsynlegar hagrænar umbætur og leiðréttingar og uppbyggingu hagkerfisins, þróun innviða og ekki síst um endurskipulagningu mikilvægra atveinnugreina.
Er þá fyrst átt við sjávarútveg, landbúnað og fjármálaþjónustu, sem fyrir löngu síðan eru í ógöngum rekstrarlega, sem og ef horft er til efnahags: eigna og skulda og eigin fjár; og síðan við ráðherrastjórnsýsluna og eftirlitskerfi framkvæmda- og löggjafarvaldsins og þeirra endemis víðtæku afglapa í aðdraganda hrunsins eins og öllu er sennilega nú orðið mæta vel ljóst og kunnugt um, sbr. nú útgefin tvö góð og brýn testiment alþingis.
Háskólasamfélagið má segja hafi einnig brugðist, t.d. umræðuskyldu og rannsóknaskyldu og miðlunarskyldu um þessi og önnur brýn mál og málefni og brýn rannsóknarefni hagfræði og hagsögu, lögfræði, stjórnmálafræði, sagnfræði, svo fáeinar fræðigreinar hugvísinda séu nefndar.
Afleidd niðurstaðan því miður þessi: Íslensk heimili njóta enn ekki réttmætrar almennrar viðurkenningar né réttarstöðu sem þeim ber að njóta í þróuðu vestrænu hagkerfi.
Njóta enn ekki nauðsynlegrar jafnstöðu sem nauðsynleg er milli rekstrarforma. Þó viðurkennt sé og tæpast umdeilt að um mismunandi rekstrarform sé eðlilegt að gildi mismunandi reglur eftir eðli og inntaki rekstrarforms.
Þróun hagkerfis og samfélagsleg sátt.
Þetta viðurkenna á hinn bóginn til dæmis Bandaríkjamenn auðveldlega: Telja með réttu heimilin hagrænan hornstein samfélagsins, eins og stofnanaumhverfi opinberrar þjónustu og viðskiptalífs, sem og forseta sinn, fánann og kjörorð sín: frelsi og hugrekki.
Hér eins og þar þarf nauðsynlega að verða til og þroskast greiðlega almenn samfélagsleg sátt um það að heimilið sé langmikilvægust grunnrekstrareining samfélagsins. Ekki grunneining eins og vinsælt er að segja, heldur grunnrekstrareining. Hagræn fullgild rekstrareining með efnahagsreikning og rekstrarreikning.
Íslenska heimilið þarf jafnframt nauðsynlega að vera almennt viðurkennt rekstrarform eins og önnur rekstrarform hagkerfis (t.d. einkafyrirtæki eða hlutafélag) þó mismunandi reglur gildi um ólík rekstrarform, t.d. ekki síst eftir markmiði rekstrar og undirliggjandi forsendum rekstrar, þ.e. hvort rekstur er reistur t.d. á samfélagslegum grunni/velferðargrunni/ communal-based, eða núll grunni/án hagnaðar/non-profit-based, eða á hagnaðargrunni /profit-based, svo gripið sé stutt til útlensku úr lærðu bók til nánari skýringar.
Það er sem sagt enn og aftur eitt af grundvallaratriðunum í þróuðu hagkerfi að heimilin njóti jafnstöðu við önnur rekstrarform.
Fyrst og síðast augljóslega um hagræn lífsspursmál réttlætis og jöfnuðar og réttarstöðu, eins og um eignarétt, neytendarétt og skaðabótarétt, sem ekki er bara upp á punt og orðin tóm.
En eins og ekki síður um umgjörð heimilisrekstrar, t.d. rekstur hagsmunasamtaka, sem sérhæfa sig hagsmunum heimilanna, á sama hátt og samtök sjávarútvegs eða samtök landbúnaðar eða samtök fjármálafyrirtækja, sérhæfa sig hagsmunum þessara atvinnugreina.
Að þessu sögðu er alls ekki óraunhæft nema síður sé að talsverðar væntingar séu gerðar til þess nú og til allrar framtíðar að nánari umræða og rannsóknir skili vönduðum tillögum til ákvarðanatöku og samkomulags sem miðar að almennri víðtækri samfélagslegri sátt til framtíðar um heimilið sem grunnrekstrareiningu og grunnrekstrarform í okkar smáa hagkerfi.
Samkomulag sem miðar að almennri víðtækri samfélagslegri sátt sem endurspeglist ekki síst í ákvarðanatöku stjórnvalda og stjórnvaldsákvörðunum, ekki síst þeim ákvörðunum sem rata í lög og reglugerðir, sem og dómsmeðferð og dómsúrkurði.
Lærum af Bandaríkjamönnum!
Það er ekki síst á grunni almennrar víðtækrar samfélagslegrar sáttar um þessa grunnstöðu heimilanna í stórhagkerfi US-þegna sem ríkistjórn og seðlabanki Bandaríkjanna ábyrgjast nú sem fyr í raun flest öll húsnæðislán landsmanna í samstarfi við húsnæðislánasjóðina Freddy Mac og Fanny May.
Húsnæðislánin seld heimiliseigendum (homeowners), mest lán til 30 ára með nafnvexti á bilinu 4 til 6 %. Og slær nærri borgarastyrjöld þar í landi ef reynt er að hnika þeim vöxtum upp, ca eitt prósent, eins og dæmi sanna.
Þing og þjóð íslensk þurfa nú einna helst að læra saman hratt og vel um skipulag og kjör á húsnæðislánum til framtíðar hérlendis, af Bandaríkjamönnum, ekki síður en af okkar nágrannaþjóðum, sem nær okkur standa menningarlega og félagslega.
Breytum um stíl!
Heimilin eru hornsteinar og grunnrekstrareiningar okkar hagkerfis eins og annarra hagkerfa, hvort sem líkar betur eða verr, akademískt eða ekki akademískt.
Þegar heimilin skjálfa þúsundum saman fer allt að skjálfa, allt saman stofnanaumhverfi nútímans fer þá að skjálfa, félög og fyrirtæki, stofnanir, sveitarstjórnir, ríkisvald.
Þess vegna er augljós brýn þörf á því nú og vonandi um alla framtíð að þing og þjóð breyti nú þegar svolítið um stíl og við förum að læra sem fyrst öll hvert fyrir sig og saman miklu betur og miklu meir í nútíðinni, fyrir samtíð og framtíð.
Skárri sjónarhól, takk!
Þeir félagar Vilhjálmur og Þórólfur verða einnig að treysta sér á annan sjónarhól skárri sjónarhól og helst yrkja þar upp og bæta versin sín og gott ef væri sem allra fyrst.
Þeirra skrítnu og nú opinberu séríslensku vers sérviskuhagfræði ská og skjön mismunun, ganga einfaldlega ekki upp, hvorki hagrænt né félagslega og síst pólitískt, ef brýnast markmið er á annað borð að forða þjóðinni frá öðru hruni, auknum gjaldþrotum og landflótta.
Þjóðin verður að koma skekktu sinni skammlaust gegnum brim og flumrugang stjórnunar, stýri og stefnu, og þar með sjálfri sér til sjálfsbjargar. Á ég þá ekki við samnefnd íslensk hjálparsamtök, heldur samtíð og framtíð yngri kynslóðum landsmanna, sem nú horfa víða um land og mið mörg hver og um margt með sönnu og réttu skelfdu auga til náms og starfs og framtíðarbúsetu hérlendis.
Er ekki einfaldlega kominn tími til þess nú að við sem eldri erum sönnum nú yngri kynslóðum þá kurteisi og víðsýni að við nú á krepputíð kunnum fótum okkar höndum hug og hjarta þau eðlilegu forráð í smáu og stóru og með þeim ágætum að ekki hverfi heilar kynslóðir úr landi?
Mitt svar er að minnsta kosti sannfært já við þessari spurningu.
11 okt 2010 jge
birt á lugu-eyju 11okt10 - ath niðurlag klippt af frá og með 5. mgr. neð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 12:30
Niðurfærsla höfuðstóls húsnæðislána er bókhaldsmálefni
Vonandi leiðir fundur ríkistjórnarinnar með formönnum stjórnarandstöðu til þess að skriður komist á almenna leiðréttingu húsnæðislána heimilanna og ekki síður að rætt verði framtíðarskipulag og kjör á húsnæðislánum landsmanna.
Að öðrum kosti má heita næsta víst að fleiri en átta þúsund hefji upp búsáhöldin í næstu umferð.
Útbreiddur misskilningur í umræðu síðustu daga er að niðurfærsla höfuðstóls húsnæðislána hafi í för með sér kostnað og/eða útgreiðslu fjármuna. Svo er alls ekki. Um er að ræða reikningshaldslega aðgerð, tilfærslur innan efnahagsreikninga fjármálastofnana, lífeyrissjóða og annarra eigenda skuldabréfa húsnæðislána.
Bókfærslulega er lækkuð kröfueign kröfuhafa með mótbókun lækkun á eigin fé (færsla á sérreikning eða afskriftareikning eða annan sambærilegan eiginfjárreikning undir eigin fé skuldamegin efnahagsreiknings).
Eftir standa heilbrigðari eignir á eignahlið efnahagsreiknings fjármálastofnana og annarra aðila sem eiga bókfærðar kröfur húsnæðislána, heilbrigðari vegna þess að greiðslufalls- og gjaldþrotaáhætta hjá viðskiptavinum er lækkuð verulega og þar með almenn viðskiptaáhætta með öruggara greiðsluflæði.
Þetta er m.ö.o. skynsamleg viðskiptaákvörðun miðað við aðstæður nú og til framtíðar, með ýmsar mjög jákvæðar hliðarverkanir, fyrir markaðsviðskipti, eftirspurn, o.fl.
Ríkisvaldinu er í lófa lagið að veita ábyrgðir sem hluta af svona samkomulagi, t.d. kröfuábyrgðir af ýmsum toga um skemmri eða lengri tíma, sem bókfæra mætti utan efnahagsreiknings, gegnum ríkissjóð og eða seðlabanka.
Skuldavandi heimilanna ræddur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 15:10
Ekki reyna að útiloka/banna skoðanir!
Ég held að þessi umdeilda lokun hljóti að vera byggð á misskilningi.
Skoðun verður ekki bannfærð, þó bannfærð sé og bókfærð bönnuð öllu katalógs og blessað ofbeldið sem bannar, bak og fyrir.
Skoðun styrkist t.d. mjög oft við mótlæti eins og boð og bönn, ekki síst ef bann hunsar mannréttindi og almenn viðhorf um eðlilegt og sanngjarnt í samskiptum og viðskiptum fólks.
Miklu betra er að umgangast skoðanir eins og vörutegundir á markaði. Ef mér líkar ekki varan, þá er hún ekki keypt. Aðalatriðið sjálfstætt mat.
Og ef enginn kaupir dettur varan sjálfkrafa úr sölu og önnur kemur í staðinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 14:42
Eru Íslendingar öðruvísi en alt?
Þórbergur var talsvert öðruvísi.
Þegar skrifaði okkur bréfið til Láru vinkonu spurði hann Láru sína hvort hún hefði tekið eftir því hve sjaldan alt er í lagi - Lára og bréfið auðvitað mest eða meir öðruvísi en alt.
Greinaflokkur Steingríms fjármálaráðherra, í Fréttablaðinu 19 til 27 ág 2010, er svona bréf; og mættu fleiri fylgja fordæminu og skrifa þjóð sinni bréf, ekki síst forystumenn í stjórnmálum, eftir hafa eins og Steingrímur gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn" eins og segir höfðinginn í upphafi bréfs.
Metsölubók sannleiksnefndar alþingis er svona bréf, samfélagsbréf; skýrsla Atlanefndar; einnig bloggs og bóka og tímarits þjóðmálaumræðu; Reykjavíkurbréf mogga ca fimmtíu bréf síðan í september í fyrra og mörg fleiri bréf vinsæl og óvinsæl mætti nefna.
Framtíðarsýn og stefnumótun
Eftir lestur bréfa og útlendra bréfa samanburði fer að verða ljóst um framtíðarsýn og stefnumótun - hvernig byggja þarf þeim tveim sem saman best geta sagt okkur til með ábyrgum hætti hvers vegna og hvernig leysum brýnust þjóðmál í nútíð svo veki von trú og traust á framtíð og tækifæri, sbr. bréf Steingríms og Páls.
Ómissandi samráði og samstarfi um þá lilju njálusmíð er nægilega góð yfirsýn byggð á traustri speki orðvísi og tölulegu eins og allir vita og eiga að vita.
Til dæmis: Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar, skulda nettó ef skildi rétt ca 20 þúsund milljarða dollara, sbr. í gær Skuldir og hnignun Bandaríkjanna, mbl. 2.sep.10, bls. 19, ca 2.400 þúsund milljarða íslenskra króna og reka mest ríkistryggt húsnæðislánakerfi.
Íslendingar skulda til samanburðar ca 5 þúsund milljarða íslenskra króna nettó og reka mest einkavætt húsnæðislánakerfi.
Húsnæðislán heimilanna
Ríkisstjórn og þjóðþing US-þegna gera sem sagt svo vel við húsbónda sinn þjóðina að ábyrgjast gegnum ríkissjóð og seðlabanka flest öll húsnæðislán landsmanna.
Húsnæðislánin seld heimiliseigendum (homeowners) mest lán til þrjátíu ára með nafnvexti 4 til 6% og slær nærri borgarastyrjöld þar í landi ef reynt er að hnika þeim vöxtum upp, t.d. eitt prósent, eins og dæmi sanna.
Alt upp í loft?
Hvað yrði þá ef US-þegnar hokruðu undir okkar opinberu stefnu - okkar þrælsoki lögvarinna fjötra axlabönd og belti 100% verðtryggingar og nafnvaxta hárra og breytilegra að geðþótta seljenda almáttugra um verð, skilmála, arðsemi.
Og eftir sölu selja sum kröfurnar þriðja aðila, ekki síst lífeyrissjóðum svo þessir vogunarsjóðir/forráðamenn sjóðanna njóti verðbólgu alls staðar á plánetunni - njóti þess hve eigendur lífeyrissjóðanna þrælsoki heimilislánsins staulast rollur í skít við að draga kerrur puntfífla til eignastöðu og stjórnartauma út um allt í hagkerfinu - eins og puntfífill sé alvöru atvinnurekandi.
Þau þurfa hjálp!
Fáu dylst hve þolinmæði landsmanna dvín, þrátt fyrir góð og brýn bréf. Stjórnmálastéttin þarf hjálp við stýri og stefnu svo fái staðið á löppunum - t.d. gegn gegndarlausu frekju hagsmunasamtaka í viðskiptalífi og þeirra skuggaforystu sem enn ekkert sjá né læra, þessir leirhausar með gullaugun; hamast t.d. enn glórulaust við að koma á ættarveldi fiskikvótanna fyrir þær fáeinu fjölskyldur sem enn telja sig eiga sjávarútveginn.
Ekki síður frek óhemju virka þau samtök landbúnaðar og co sem enn möndla hagskýrslum og harðlæstu einkahagkerfi ríkisstyrkt upp í háls; eins og sé hjartans mál öllu í landbúnaði svona framlenging drómans bótavinnu fátækt eins og fyrir daga sjálfstæðis og lýðveldis.
Uppbygging lífskjaranna
Ef spurt hvort megi byggja lífskjör hér sambærileg við lífskjör okkar nágrannaþjóða er vonandi öllu ljóst nú hve ekki verða varanlega byggð eftir stíl 2007; né heldur ef stoppar ekki framleiðslan á hagrænum og pólitískum hrylling; ekki heldur ef engin áhersla né þróun því sem skapar þjóðartekjur og hagvöxt úr ólíkum úrvinnslu- og fullvinnslugreinum sem færar eru að skapa þann virðisauka sem einn dugar til að forða okkur frá fátækt samanburði.
Lærdómsríkt er að horfa til Dana sem samhliða fullri ESB-aðild um áratuga skeið selja nýjar afurðir öllum heimshornum nýjum og nýjum mörkuðum um leið og passa vandlega og bæta viðskiptakjör, lánshæfi, samkeppnishæfni, þekkingu og aðferðafræði, ný tækifæri og áhrif, t.d. á setningu laga og reglugerða ESB, þátttöku í nýrri þróun nýjum greinum, efla tækifæri til náms og starfs, búsetu, framhaldsnáms með öðrum þjóðum og áfram veginn.
Höfum við efni á því?
Spurt er: Höfum við þá ekki efni á því að vera öðruvísi en alt?
Svar: Kyrrstöðusinnar í Evrópumálum - ekki síst þau sem vilja aftur til fortíðar og/eða draga Ísland mest alveg burt úr eðlilegu samstarfi við útlönd, verða að benda á skárri framtíðarsýn ef þau hafna auknu samráði og samstarfi við Evrópu.
Að öðrum kosti er alt þeirra orðaskak mest hjal og bull sem í framkvæmd fær tæpast ekki endað í öðru en fátækt samanburði - fátækt inneftir og úrleiðis í veröldinni alveg eins og í sögu SumarhúsaBjarts.
Sent mbl 3.sep.10 / birt mbl. 7.okt.10, bls.22.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2010 | 18:07
Þjóðfundir stjórnmálaflokkanna: Bull í boði þjóðarinnar?
Þjóðfundir þriggja stjónmálaflokka dagana 25. og 26. júni 2010 eru mikil vonbrigði.
Fyrirfram mátti af nokkurri bjartsýni búast við að megintilgangur fundanna væri samráð og samstarf að stefnumótun byggð á framtíðarsýn með almannahag almannaheill að leiðarljósi. Eftir fundi virðast þessi stóru fólkaþing mest hafa verið hjal og bull í boði þjóðarinnar.
Fjölmargt fundargesta hlýtur í framhaldi að flokka sjálf sig og skrásetja ósjálfstæð og ófullvalda. Því fundirnir opinbera furðuleg vinnubrögð um eðlilega rökræðu, jafnræði og jafnstöðu, ef ekki valdníðslu á gestunum og tíma þeirra, þekkingu og skoðunum.
Verri vinna en engin?
Á fundunum virðist lítt eða ekki hafa verið farið yfir helstu álitamál og málefni með skipulegum og skilvirkum hætti heldur flestu sópað til framtíðar.
Um það bil tvöþúsund manns í boði þjóðarinnar skila því af sér verri vinnu er þarf fyrir þjóð og framtíð. Ekki síst aukinni fáfræði og sundurlyndi. Flokksbundnu skila fundirnir einna helst tveimur valkostum: skárri meðvirkni um flokkslínu forystu eða éti það sem úti frýs.
Stjórnunarkreppa á krepputíð.
Árangur fundanna lýsir því miður stjórnunarkreppu um rekstrarstjórn flokkanna, framtíðarsýn þeirra og stefnumótun og ekki síst um umræðu á rökstólum.
Fundaskipulag og dagskrár undarlegt ská og skjön sem óþarflega draga úr eðlilegri rökræðu; hugmyndafátækt sama skapi nöturleg; umræður reynslubolta skila þoku, ályktanir um brýnust mál skeytaform yfirborðs.
Stjórnmálaflokkarnir þurfa augljóslega að taka til hjá sér. Og umræðuhætti þarf að bæta; ekki síst ef ætla að starfa með okkur góðum landsmönnum, t.d. að auknu beinu lýðræði, stefnumótun og ákvarðanatöku, um okkar eigin mál og málefni.
Allt upp í loft hjá Sjálfstæðisflokk?
Spurt er: Hvað í ósköpunum gengur á í Sjálfstæðisflokki?
Svar: Allt í himnalagi eins og alltaf skv. innvígðu: Lögfræðingarnir í íhaldsarmi flokksins þrífast einfaldlega ekki vel í sjálfum sér án samningsstöðu. Framganga þeirra mest eftir a) viðbúnaðarstigi (þ.e. mál skiptir miklu máli - mál skiptir meir en miklu máli - mál skiptir meir en miklu meir en miklu máli) og b) eftir því hvort mál hefur áhrif á valdastöðu og valdakerfi skuggaforystu flokksins.
Tilgangurinn ætíð að skapa samningsstöðu í máli til hrossakaupa um mál, en til vara frest, til að skapa samningsstöðu eða ónýta mál. Inngróinn júrídískur þánkagángur sem ósjaldan leiðir til alskyns vitleysu, óskilvirkni og kostnaðar í stjórnmálum, stjórnsýslu, viðskiptalífi og áfram veginn.
ESB-umsóknin skiptir þessa lögfræðinga miklu máli og suma meir en miklu máli (þ.e. umsókn og aðildarferli sem skila þjóðinni aðildarsamning til sjálfstæðrar ákvörðunar -- sem skuggaforystan sá strax fyrir löngu síðan í hendi sér er töff samningsstaða út frá valdastöðu sinni og valdakerfi -- þess vegna er m.a. enn moggi (flott) og aðal töff ritstjóri).
Frjálslyndi armur flokksins, sem og almennir flokksmenn (stórir hópar fólks sem öðru jöfnu skipta máli innan flokksins þó skipti ekki miklu máli) skipta engu máli á viðbúnaðarstigi eitt tvö og þrjú. Og er forn þungbær leikregla góðu flokk ýmsu leyti því frjálslyndi armurinn og almennir flokksmenn eru hryggjarstykkið í flokknum.
Formannsþáttur als og Guðbjart.
Bjarni formaður næstum staðfesti eins og hægt er að staðfesta þessa frjóu heimssýn íhaldsarmsins í viðtali á Bylgjunni á sunnudaginn 27. júní 2010, þegar sagði hvass grunngildi flokksins blíva.
Hálfhrópaði svo þetta að flokkurinn: ...vill ekki samninga við fleiri milliríkjasamtök." Og meinti ESB og steingleymdi EES og stóra baklandi.
Og svo kom þetta: ...allir (flokksfélagar) horfi á það sem eykur fylgi mest!" Krútt einlæg hvöt, tilskipunarstíl hvimleiðum.
Stórfróðlegt viðtal - þó að heldur meir kæmi á óvart nýkjörinn varaformaður er eiginkona forstjóra álversins Alcóa, ef skildi rétt, dóttir Nordals gamla seðlabankastjóra... Og svo kom þetta hér aðeins meir en heldur meir á óvart: ...bjartleit á brún Guðbjart...
Stjórnmálamenn óskast í sveit?
Stjórnmálamenn ráða ósjaldan örlögum þjóða með frammistöðu sinni og ákvarðanatöku.
Þess vegna er ekki úr vegi að rifja það upp aftur að miklu verri er sú heimska sem lofar vondum stjórnmálamanni að sitja áfram í starfi sínu en sú heimska sem réði hann til starfsins.
Þjóðina sárvantar miklu skárri stjórnmálamenn. Fólk sem nennir að mennta sig upp til starfsins og ávinnur sér traust kjósenda á leið þangað - traust eins og t.d. formbirtist oft í hrifningu fjölbreytts stuðningsmannahóps og frjálsum framlögum til kosningabaráttu.
Samtíðin framtíðin og þjóðin krefjast einfaldlega betri og skilvirkari vinnu stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka í þágu réttra umbjóðenda almannahag almannaheill.
Krefjast betri árangurs á þjóðarskútu okkar sem nú eftir stórsjó helgarinnar höktir meiri laskajór en fyrir helgi, mörg orðin æði þreytt þungum árum; er þá nema von spurt sé á þóftu aftur og aftur: Hvar fást skárri stýrimenn?