1.7.2010 | 12:17
Stóridómur hæstaréttar
Dómur hæstaréttar breytir til hins betra horfum um hagvöxt fyrir okkar örhagkerfi frumframleiðslu orku, áls og fisks, ferðamanna og hátækni.
Samningsákvæði er dæmt ólögmætt sem áður tryggði okurarðsemi af seldu lánsfé við tilteknar aðstæður - sem svo voru skapaðar með ákvörðunum/aðgerðum/aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og opinberra aðila, þ.m.t. eftirlitskerfi framkvæmdavaldsins og lagaumhverfi löggjafarvaldsins.
Hótanir Más seðlabankastjóra og Gylfa viðskiptaráðherra um að viðskiptavinir og/eða allur almenningur muni með auknu vaxtaorkri, auknum skattahækkunum eða öðru svona fjárhagslegu ofbeldi gegn okkur góðum landsmönnum, á endanum greiða þá fjármuni sem hæstaréttardómurinn skilar nú skuldunautum til baka, er auðvitað staurblönk og vitaverð móðun sem gefur í skyn að fjarlægja skuli rekstrar- og fjárhagsábyrgð úr hendi stjórnenda eða eigenda fjármálafyrirtækja á skilgreindum samkeppnismarkaði.
Stjórnunarflipp þeirra félaga er alveg út úr korti í markaðshagkerfi samkeppni og samningsfrelsis þar sem a) markaðsaðilar á framboðshlið standa og falla með sínum viðskiptaákvörðunum, b) skattstofnar eru hverfandi hjá ofurskuldsettum heimilum og fyrirtækjum og c) yngri kynslóðir kjósa með fótunum njóti þau ekki svipaðra lífskjskjara hér og fást í okkar nágrannalöndum.
Hvað á að gera?
Spurt er: Hvað á að gera í þessu með vextina á gengisbundnu lánunum nú eftir dóm hæstaréttar?
Svar: Söluaðilar/Lánadrottnar sem eiga fyrrum gengisbundnar kröfur/lánasamninga í íslenskum krónum eiga að viðurkenna mistök sín og gera kaupendum/skuldunautum samræmt tilboð í vexti sambærilegra lánasamninga - sem yrðu þá hærri en samningsvextir og lægri en viðmiðunarvextir.
Ef ekki næst saman milli seljenda og kaupenda má leggja málið fyrir úrskurðaraðila eða fá úrskurð dómstóla. Í framhaldi væri æskilegt að prófmál kæmi til kasta hæstaréttar, t.d. ef lánadrottnum dytti í hug að segja fyrrum gengisbundinn samning nú ógildan með vísan til forsendubrests, sbr. lög og dóm hæstaréttar, og er þá forsendubrestur úr hendi hæstaréttar. Hæstiréttur hefur sagt A og því við hæfi í máli sem reynir á forsendubrest og lög þar um að segi þá einnig B.
![]() |
Vill geta lagt lögbann á gengislán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.