Nýja Ísland: hvað þarf að gera?

Ríkisstjórn Íslands féll í gær 27. janúar 2009. Ingibjörg Sólrún fékk umboð forseta nú í morgun til að leiða viðræður minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna. Stjórnin mun sitja með stuðningi þingmanna Framsóknarflokks og væntanlega þingmanna Frjálslynda flokksins. Forsetinn upplýsti um hugsanlega aðild 2ja utanaðkomandi sérfræðinga að nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsamstarf sem fær þrjá til fjóra mánuði til að útfæra og framkvæma aðgerðaplan í þágu heimila og atvinnulífs og lýkur störfum eftir boðaðar alþingiskosningar í apríl/maí í vor og myndun nýrrar ríkisstjórnar í maí/júní 2009. 

*****

Blaðagrein send á Mbl. 28jan2009

Netgrein samhlj. á jonasgunnar.blog.is, 28jan2009

*****

Stjórnarsamstarfið féll á alvarlegum stjórnunarvanda.

Féll á tíma og féleysi en mest á óskilvirku samráði og samstarfi um brýn verkefni sem nú bíða óþreyttra stjórnenda, bíða eftir óþreyttu, ábyrgu og hæfu fólki að útfæra og framkvæma.

Verkin tala. Árangur stjórnarinnar segir allt sem þarf. Þeim mistókst að skapa nægilegt traust hjá almenningi á verkum sínum. Mistókst að forgangsraða og framkvæma nægilega vel, mistókst að upplýsa, hlusta og sjá, axla ábyrgð sína eins og menn.

Öflug samfélagsumræða og mest prýðileg borgaraleg óhlýðni knúðu fram breytingar á óþolandi ástandi. Umræða og óhlýðni sem formbirta næstum á kvikmyndaformi alvarlegar villur og skekkjur í samfélagsþróun á Íslandi.

Sjö ára stundarbrjálæði?

Ef samfélagsþróun á Íslandi undanfarin ár er ástarsaga kvikmyndaformi er útkoman hryllingur fyrir almenning; litla hryllingsbúðin Ísland hryllingur á trylling ofan forkastanlegrar skemmdarstarfsemi og siðleysis viðskiptaforkólfa og annarra forystumanna í fjármála- og viðskiptalífi í samkrulli með fjölda fagstjórnenda og sérfræðinga, sem tóku þátt eða leiddu hjá sér, án nægilegrar viðleitni til mótstöðu, lagfæringa, leiðréttinga.

Mynd sem afhjúpar vítaverða stjórnunar- og ákvarðanafælni í ríkisstjórninni, vítavert innvortis hrun meðvirkrar stjórnsýslu, brotalamir í aðgreiningu valdþátta ríkisvaldsins; afhjúpar ekki síst samtryggingarkerfi stjórnmálamanna, embættismanna, forystumanna samtaka viðskiptalífs og launafólks, lífeyrissjóða, fjölmiðla, um viðhorf, áherslur, framgöngu, sem hampa sérhagsmunum umfram þjóðarhag, algerlega þversum á meginstraum samfélagsþróunar á Íslandi lengst af á tuttugustu öld.

Samtals formbirting alvarlegs ójafnvægis  samfélagsþróunar á fyrsta áratug nýrrar aldar; ójafnvægi sem þarfnast verulegrar leiðréttingar. Ójafnvægi sem eflaust á rót í einhverjum ósköpum þjóðarsálar, breyttu viðhorfs, gildismats, og þarf auðvitað að rannsaka og draga af lexíur til framtíðar; ekki síst ef boðuð sjúkdómsgreining opinberra rannsókna með söguskoðun allt að bankahruni í október s.l. er sjö ára stundarbrjálæði; samtals sjö ára ástarsaga sem að óbreyttu heldur áfram að versna Íslandssögu.

Samtals þróun eftir árþúsundamót sem hljóp í krækivöxt. Óvart gengum vér gleymsku og heimsku á hönd. Vitleysu og sóun. Samþykktum rangeygan stjórnunarstíl og hugsjón refsins aleitt ljós í auga og vill allt í eigin kjaft og engar refjar; öll góð vínber sinni skál og félaga, annars súr. Gerðumst óþægilega samviskulaus undir handarjaðri refsins; sem einnig snarblekkti Snorra goða og Gissur jarl í stóru meirihlutastjórninni; staursetti og stýfði konungsbrag ríkisvalds og stjórnsýslu; konungsbrag stjórnunarstíl, sjálfkrafa alveg marklaus og vonlaus stjórnunarstíll lýðveldi því stjórnunarstíll lýðveldi er sjálfkrafa lýðræðisstíll.

Svo hvað nú?

Umræðan og mótmælin sýna mætavel hvað ber að gera og hvernig. Það sem á vantar er ábyrgt og hæft fólk til starfa og skýrari leikreglur. Nýtt fólk í ríkisstjórn, á alþingi, í stjórnsýslu; skárri reglur lýðræðis um mannval, prófkjör, kosningar; alvöru aðgerðir kjörinna fulltrúa til bjargar skuldugum heimilum, lífvænlegum fyrirtækjum, brýnustu samfélagsþjónustu; skýrari aðgreining þriggja þátta ríkisvaldsins; skýrari framtíðarsýn með markvissari og betri stefnumótun framkvæmdavaldsins til eins árs, tveggja ára og fimm ára, helst útgefin sem hvítbók árlega - prentbók og netbók, svo þing og þjóð geti fylgst betur með árangri og áhyggjuefnum.

ESB-samstarfið?

Lykilatriði trúverðugrar stefnu næstu mánuði er ákvörðun um hvort Ísland stefnir á ESB-samstarfið með frændþjóðum, tengingu krónu við evru, lagfæringu brotalama hagkerfis/hagstjórnar og evruhagkerfi. Eða hvort stefnir á fortíð, samdrátt og ójafnvægi í krónuhagkerfi. Eða á óvissu og ýmis vandkvæði í dollarahagkerfi og er þá nær að Ísland líti til Danmerkur og Noregs, sbr. erlenda sérfræðinga.

Sem allra fyrst þarf ákvörðun um ESB-umsókn til að eyða hagrænni og pólitískri óvissu, endurreisa traust á framtíð og tækifæri; endurreisa lánstraust, orðspor, koma utanríkisviðskipt­um í eðlilegra horf. Karp umsókn/ekki umsókn er um það bil að falla á tíma.

Veltur á Sjálfstæðisflokk?

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkur frjálslyndur víðsýnn umbótaflokkur eftir byltingu á landsfundi og kjör á víðsýnum forystumanni í starf formanns.

Svo líða ár og allt í einu er flokkur ekki eins flokkur þó enn sé nær sama fólk og áður.

Svo kom hrun og þá varð ljóst eins og oft verður ljóst að þau eru búin að vera of lengi eins og kóngar eru ósjaldan búnir að vera of lengi með vandræðagang hjá hirðinni og þjóðinni uns einhver bendir á gamlikóng allsnakinn keisara og vonlausan og vitlausan keisara til framtíðar.    

Og hvað svo sem gamlikóng tuðar og suðar lengi yfir prinsi sínum og lemur lengi haus sínum við stein og segist verða eilífur og redda þessu kemur að ákvörðun og prinsi. Gott gamlikóng að hætta þá að lemja haus sínum við stein.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband