15.8.2009 | 13:57
Ísland og Evrópa: Sigga og skessan í fjallinu?
Blaðagrein send mbl. 19. apríl 2009 - netgrein samhljóða birt á jonasgunnar.blog.is 15. ág. 2009
*****
En skessan veit sínu viti dugleg og rösk og oft á ferðinni og vekur þá óhug með ofsahræðslu öllu fólki í sveitinni því skessan er auðvitað svo miklu stærri og þyngri en allt kvikt, sterkari og ljótari og fljótari að hlaupa en heimsmethafinn í 100 metra hlaupi.
Stöðug ógn hvílir sem sagt yfir sveitinni og litla bænum þar sem hún Sigga litla á heima.
Einn daginn er Sigga að leika sér úti þegar skessan kemur og viti menn: Sigga er þá bara ekkert hrædd við skessuna. Segir bara góðan daginn og hvernig hefur þú það?
Skessan verður alveg svakalega hissa á því að þessi litla stúlka er ekkert hrædd við sig eins og allt fólk í sveitinni er ofsalega hrætt við sig og eins er um næstum allt fólk á Íslandi. En þegar skessan hefur jafnað sig á þessu áfalli fer hún að spjalla svolítið við Siggu litlu og viti menn: þær tvær eru bara orðnar mátar og bestu vinkonur eftir smástund.
Afgangurinn af sögunni nánar um vináttu Siggu og skessunnar. Sem allir í sveitinni telja vonlausa vináttu fyrirfram.
Mórall sögu: ef maður kynnist betur því sem ógnar, þá víkur ótti og hræðsla. Og þá geta gerst ýmis undur og stórmerki.
Eins og til dæmis tekist vinátta milli stórrar og góðrar og ljótrar skessu með bólu á nefinu og lítillar og góðrar og fallegrar stúlku með enga bólu á nefinu.
Spurt er: Er þá bein hliðstæða við þessa sögu afstaða Íslands gagnvart Evrópu?
Svar: Já, með þeirri undantekningu að Sigga/Ísland er um þessar mundir klofin í afstöðu sinni til skessunnar/Evrópu.
Sigga er sem sagt hálfvolg í vináttunni við skessuna, líkar skessan vel annan daginn, ekki hinn daginn.
Hefur ekki vitað vel um árabil hvort heldur á að slíta vináttunni við skessuna eða reyna að vera betri vinkona skessunnar sem er alltaf að hjálpa til, því skessan er mest góð og hjálpsöm litlu og oggulitlu í sveitinni.
Þess vegna síst vináttulegt að vilja hvorki hjálpa né njóta nema allt að 75%. Og segja 100%vítavert og alveg út úr korti.
Þessi er þó enn afstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Ísland er enn 75% aðili til fjórtán ára að þessum samráðs og samstarfsvettvangi, nú 27 þjóða.
En um leið ástæða þess að ESB-umsókn EFTA-ríkisins Íslands með EES-samning uppá vasann fær flýtiafgreiðslu hjá ESB-samstarfinu; þjóðunum sem áður töldu margar hag sínum best borgið innan EFTA með EES-samning uppá vasann.
Ef vináttusagan er skoðuð nánar sést augljóst samhengi.
Fyrst heiftúðugar deilur um 100% inngöngu Íslands í EFTA. Og fáum árum síðar er augljóst öllu hve skilar þjóðinni verulegum ávinningi, jákvæðri þróun, þroska. Og þau fjölmörgu sem höfðu efast um ágæti inngöngu eða barist á móti EFTA skildu hvorki upp né niður í þeirri glámskyggni.
Næst heiftúðugar deilur um 75% inngöngu Íslands í Evrópusambandið þegar tekist er á um EES-samninginn. Margar helstu vina- og viðskiptaþjóðir okkar í EFTA voru þá búnar að semja um 75% aðild að ESB og komnar með EES-samning uppá vasann.
Ísland þurfti þá nauðsynlega að fylgja þeim eftir til að njóta áfram bestu viðskiptakjara, ávinnings, þróunar, þroska; en hálf þjóðin sem fyrr á öðru máli. Og fáum árum síðar er augljóst öllu hve skilar þjóðinni verulegum ávinningi, jákvæðri þróun, þroska.
Nú er enn svo komið flestar helstu vina- og viðskiptaþjóðir okkar eru komnar 100% í ESB. Svo nú þarf Ísland að fylgja þeim eftir til að njóta bestu kjara, ávinnings, þróunar, þroska. Og í þriðja sinn er hálf þjóðin á öðru máli.
Engu síður augljóst öllum sem sjá vilja hve niðurstaða okkar hlýtur enn sem fyrr að verða eins: við hljótum að velja þá eðlilegu leið að fylgja okkar nánustu vina- og viðskiptaþjóðum eftir ef við ætlum okkur að njóta bestu kjara, þróast, þroskast í takt við þessar þjóðir sem við helst og mest viljum bera okkur saman við.
Fróðlegt er að bera saman málflutning úrtölumanna nú og þegar EES-samningur var mest á dagskrá og þar áður EFTA.
Nú eins og þá er haldið að þjóðinni sömu ógn: skessunni Evrópu; missi sjálfstæðis, forræðis, auðlinda.
Otað að okkur skessunni, alltaf sársvöng í helli sínum yfirvomandi að hremma okkur og allt sem eigum; otað að okkur ógn sem óþarfi sé að kynnast betur. En eins og fjölmargir landsmenn þekkja þá er mannlíf með flestum þjóðum Evrópu ekki als ósvipað og hér, fólk með eins þarfir, þrár og drauma.
Og þegar maður ver tíma til að kynnast fólkinu, menningu, stjórnskipan, stjórnkerfi, viðskiptalífi, þá sér maður bjálkann í eigin auga.
Því ef kynnist betur því sem ógnar, þá víkur ótti og hræðsla. Eða hvað? 19apr09 / jge
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.