Gullgerð í boði skilningsleysis og kjánaskapar?

Blaðagrein send Mbl. 25mar09

Netgrein samhlj. 26mar09 á jonasgunnar.blog.is

***

Stórhissa fylgjast nú ung og eldri með smásögu þeirra prófessoranna í hagfræði við Háskóla Íslands, Þórólfs Matthíassonar og Gylfa Magnússonar, núverandi viðskiptaráðherra, óvænt uppvísir báðir að skilningsleysi og kjánaskap um langbrýnast hagrænt hagsmunamál almennings í áratugi, sbr. greinar þeirra í Mbl. 20. mars 09 og Mbl í morgun 25. mars 09.

 

Gylfi hóf leikinn í smásögu sinni 20. mars, svar til Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings, þar sem Gylfi dregur dár að þeirri grunnhugmynd sem augljóslega nýtur almenns fylgis að ekki verði undan því vikist mikið lengur að leiðrétta skuldastöðu heimila fyrst og fyrirtækja síðan, í ljósi þess hve hagstjórn Íslands undanfarin misseri hefur skekkt grundvöll hagkerfisins og þar með grundvöll verðtryggðra samninga, þ.m.t. verðtryggðra íbúðarlána; og skekkt svo mjög að stjórnvöldum beri að leiðrétta með afdráttarlausum hætti, með sjálfkrafa hliðsjón á að allir eru jafnir að landslögum, þ.e. gætt sé jafnræðis skuldara, hver gegn öðrum og jafnræðis kröfuhafa, hver gegn öðrum.

 

Hinn kosturinn, sem stjórnvöld aðhyllast, að leiðrétta/hjálpa til sjálfshjálpar, en ekki út frá lagaskyldu/jafnræðisreglu heldur eftir þörf, sanngirni, o.þ.h., hjá hverjum og einum skuldara, hljómar e.t.v. vel, en er þá um leið ákvörðun sem hlýtur að teljast skýlaust brot á jafnræðisreglu, lögum og stjórnarskrá, þ.m.t. jafnræði og jafnstaða allra gagnvart lögum og stjórnvaldsákvörðunum.

 

Stór ákvörðun stjórnvalda m.ö.o. sem felur í sér mikla áhættu um þróun framtíðarvirðis lánasafna bankanna, greiðslufalls- og gjaldþrotaáhættu skuldara, auk þess að leiða strax til beinna opinberra útgjalda, ef á að greina aðstæður hvers og eins í afgreiðsluröð, tugþúsundir skuldara, og möguleika hvers og eins til sjálfs­hjálpar og t.d. hjálp frá þriðja aðila.

 

Með verulegri töf á að ávinningur komi sem fyrst fram í rekstri heimila og fyrirtækja og skili sér sem fyrst í aukinni eftirspurn í hagkerfinu, sbr. t.d. grein 18. mars 09 á jonasgunnar.blog.is: Umræðan um skuldafenið.

 

Sigurður Ingólfsson skrifar kafla smásögu Gylfa (Mbl. 24. mars 09) þar sem Sigurður hrekur einfaldlega Gylfagynning og gerir t.d. grein fyrir jákvæðum áhrifum á þá hagrænu breytu sem einna langmestu skiptir: eftirspurn í hagkerfinu, því 2 milljónir sem varið er í kaup neyslu-/fjárfestingavöru, skila sér tekjur/eign annars staðar í hagkerfinu, þ.m.t. skatttekjum.

Í morgun 25. mars 09 kemur svo prófessor Þórólfur prófessor Gylfa til varnar og bætir tvennu við söguna: fyrst alkunnu lögfræðingadrama, ósjaldan skelfir ókunnugu, en enginn fótur fyrir því drama ef staðið er rétt að breytingu laga/leikreglna, og síðan gullvísunni um alkemista fortíðar þar sem Þórólfur gleymir hve lengi var gild atvinnugrein öllu sem stuðlaði að því að búa til gull þó seint yrðu til tekjur af sölu þess gulls.

 

Og Þórólfur gleymir fleiru: því þegar Þór, aðalpersóna smásögunnar, eins og í stóra  hagsmunamálinu, sér að skuldin/íbúðarlánið 8 milljónir er nú 10 milljónir og virði eignar Þórs að baki láninu fallið í 8 milljónir og stefnir í 6 milljónir að ári, þá sér Þór auðvitað hann er kominn 2 milljónir í mínus eignastöðu (neikvætt eigið fé) og 4 milljónir í mínus eftir ár; og ef Þór er viss um að ekkert verði að gert til að lagfæra þessa endemis séríslensku bullstöðu er hagkvæmasti kostur Þórs sjálfkrafa, ekki síst ef atvinnulaus eða hlutastarfsmaður, að óska gjaldþrotaskipta, verja tíu árum í útlöndum og græða 2 milljónir króna strax.

 

Gylfi/ríkið fær þá 2ja milljóna skuld Þórs til innheimtu í útlöndum á tíu árum plús, fær íbúð Þórs og selur einkavini á 4 milljónir miðað við markaðsvirði 6 milljónir, afskrifar svo að reikningsskilavenju mest eða allan mismun kaup- og söluverðs í bókum ríkisins stórtap alls á viðskiptunum; og þá lagt út að auki beinan og óbeinan kostnað úr ríkissjóði vegna þessara einu viðskipta við Þór, með afleiddum innheimtukostnaði ríkissjóðs í tíu ár plús sem seint fæst sannvirði til baka.

 

Spurt er: Er þetta sú framtíð sem prófessorarnir mæla með fyrir þjóð og hagkerfi - fyrir öll þau þúsundir heimila/einstaklinga sem nú sjá sína stöðu svipaða eða verri en hjá Þór?

 

Ef svarið er já er best að fara að setja strax í töskurnar því mjög virðist ráðum þeirra hlýtt þessa dagana; og um leið gerð tortryggileg þau ráð sem best duga alls til framtíðar.

 

Að óbreyttu heldur þá áfram að versna og versnar lengur en þörf er á með fleiri gjaldþrotum, meiri landflótta, auknum en óþörfum útgjöldum  ríkissjóðs og sveitarsjóða, minni skatttekjum með meiri samdrætti opinberra útgjalda, opinberrar þjónustu, o.s.frv.

 

Bragfræði Gylfa og bragarbót Þórólfs hafa þá leitt ótvírætt í ljós það sem Tryggvi Þór Herbertsson og fleiri hafa óþreytandi bent á undanfarnar vikur og mánuði: hve stjórnvöld og það fólk sem nær athygli stjórnvalda hvorki skilur vel né skynjar okkar smáa nú lokaða hálfdána senn meirdána hagkerfi.

 

Á meðan blæðir hagkerfi, liggur dái, blæðir og bíður, sbr. klausuna ofan við grein Þórólfs í mogganum í morgun (25mar09).   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband