Raunhæfi ídealista er árangur!

Baldur Pétursson framkvæmdastjóri í London bendir með greinargóðum hætti á eitt af stærstu vandamálum hagkerfisins og stjórnvalda.

Ekki skal gert lítið úr möguleikum okkar gegnum EES-samninginn og ESB-umsókn til að auka gengisstöðugleika hér með tengingu krónunnar við evru með undanþágusamkomulagi þar til unnt er að taka upp evru.

Tillagan um aukin höft/fjörta á útflytjendur sem meinar þeim að haga fjárflæði erlendra tekna eins og best hentar þeirra eigin rekstri á hinn bóginn örþrifaráð ráðvillu sem ekki á að grípa til ef vilji er fyrir því á annað borð að örva hagkerfi og þjóð til dáða til aukinnar hagsældar. 

Betra er að flýta verkefnum sem hafa í för með sér erlent fjárflæði til landsins.

Skapa fleiri tækifæri til fjárfestinga hérlendis í ýmsum atvinnugreinum í erlendum gjaldeyri.

Endurskoða ákvæði um bann við fjárfestingu í atvinnugrein eins og útgerð nema viðkomandi veifi íslensku ríkisfangi - auðvitað fornaldarbras sem engu skilar þjóð né þjóðarbúi nema auknu skuldafeni og braski. Ekki síst vegna þess að að ekki fást að stjórn og rekstri aðrir en einkavinir sem veifa réttu flokkskírteini/clubskírteini, afdankaðir erfingjar og kokteilkænur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband