Á ekki að kasta krónunni?

Blaðagrein send Mbl. 23. mars 2009

Netgrein samhlj. 26. mars 2009 á jonasgunnar.blog.is

***

Grein Kára Arnórs Kárasonar, KAK, í mbl. í morgun 23. mars. 2009 undir fyrirsögninni: á að kasta krónunni? er óþægilega einsýnn málflutningur.

 

Að því gefnu að KAK séu kunnir kostir og ókostir er augljóst hve KAK hefur þegar gert upp hug sinn fyrirfram um það að ekki eigi að kasta krónunni fyrir evru og týnir því til sögu eins mörg atriði og getur fyrir þessari skoðun, mest röksemdalaust. Hundsar þar með sjálfsagðar kröfur þó skrifi grein sína undir nafni fræðimannsins.

 

KAK nefnir fjögur skilyrði fyrir hagkvæmni myntsvæða: hreyfanleika vinnuafls, frelsi í fjármagnsflutningum, sveigjanleika í verð- og launamyndun og tilfærslukerfi skatta; dæmir í framhaldi sveigjanleika í launakerfum lítinn í Evrópu, menningarlegan mismun mikinn (ekki nefnt skilyrði hagkvæmni) hreyfanleika vinnuafls lítinn og ekki sé til staðar tilfærslukerfi. Slær m.ö.o. fram þremur sleggjudómum og staðreynd.

 

Staðreyndin um tilfærslukerfið er rétt, það er ekki til og verður vonandi ekki til í þeirri mynd sem þekkjum best, einkum vegna óskilvirkni og hættu á spillingu í framkvæmd. Þess vegna er leitað annarra leiða til að ná sömu markmiðum og tilfærslukerfi þjónar til að unnt sé með skilvirkum hætti að leiðrétta slagsíðu einstakra svæða innan evrulands án þess að fórna í leiðinni kostum frjálsra viðskipta á frjálsum markaði, þar sem keppt er innan skynsamlegra leikreglna og eftirlits, enda enginn markaður frjáls (né heldur einstaklingur, þjóð né þjóðríki) án tillits til beggja: eigin hagsmuna og annarra.

 

Þvert á sleggjudóma KAK má fullyrða að sveigjanleiki launakerfa Esb/Ees-ríkja hafi aukist hratt undanfarna mánuði, menningarlegur mismunur Evrópuþjóða farið hratt minnkandi undanfarna áratugi og hreyfanleiki vinnuafls aukist verulega, sbr. eftirfarandi:   

 

1) Í  kjölfar alvarlegrar kreppu, sem sýnir öllum sem sjá vilja svart á hvítu nauðsyn sveigjanleika hagkerfis til að bregðast við áföllum, hafa laun lækkað víðar en hérlendisog víða stórlækkað tímabundið, starfshlutfall verið lækkað, o.fl., í ótal atvinnugreinum, til að bregðast við áföllum kreppunnar.

 

2) Menningarlegur munur fer minnkandi í álfunni, ekki síst hjá yngri kynslóðum (undir fimmtugt) sem undanfarna áratugi hafa í síauknum mæli stundað nám og störf með öðrum þjóðum.

 

3) Hreyfanleiki vinnuafls er því sjálfkrafa mjög að aukast, ekki síst menntaðs hluta vinnuaflsins, m.v. aldur, menntun og starfsreynslu, og vegna þess að sömu leikreglur hafa nú gilt um árabil á Esb/Ees-svæði, sem auðvelda fólki búferlaflutninga innan Esb/Ees, eins og nýlegar framkvæmdir á Austurlandi sýna mætavel hérlendis.

 

Þá segir KAK: " Stærsti gallinn við evrópska myntsamstarfið er að einstök ríki glata möguleikanum á sjálfstæðri gjaldeyris- og peningamálastjórnun og þar með möguleikanum á að bregðast við utanaðkomandi áföllum."

 

Segir svo fullum fetum peningamálum Evrulands stýrt eftir þörfum "...stærstu ríkjanna, einkum Þýskalands og Frakklands..."; og bætir við: "Ekkert tillit er tekið til efnahagsþróunar í minni ríkjum og jafnvel ekki í stórum ríkjum eins og Spáni og ítalíu."

 

Því miður skautar KAK hér einkar óábyrgt yfir málefnin. Í fyrsta lagi er það ekki galli heldur kostur að einstök þjóðríki eða héruð, atvinnu­greinar eða stórfyrirtæki, hafi ekki það vald/þau áhrif, að fella evruna, þegar þessum svæðum/þáttum hagkerfis hefur verið siglt í óefni undir leikreglum evrunnar (eins og var og er kunn staðreynd hérlendis undir leikreglum krónunnar).

 

Í öðru lagi hrein ósannindi segja ekki sé tekið tillit til þróunar annarra héraða Evrulands en Þýskalands og Frakklands. Þingmenn Evrópuþingsins myndu seint skrifa uppá þá rakalausu fullyrðingu án alvarlegra fyrirvara. KAK þarf að minnast þess að þingmenn Evrópuþingsins, löggjafarþings Esb/Ees, skipa sér ekki í hópa eftir þjóðríkjum heldur hugsjónum sem miða að sátt og velferð allra íbúa Esb/Ees, þó gæti öðrum þræði sérhagsmuna þjóðríkja sinna ef á þarf að halda sérlausn eða leiðréttingu, umfram leikreglur Esb/Ees; sbr. störf alþingis, þar sem alþingismenn skipa sér í flokka eftir sannfæringu og trúnaðareið við stjórnarskrá og þjóð, bundnir sannfæringu um þjóðarhag fyrst, þannig á það a.m.k að vera og ekki hollt einu né neinu að gefa afslátt af þeirri sjálfstæðiskröfu.

 

KAK segir hækkandi launakostnað og ósamkeppnishæfni ríkis leiða af misvægi milli svæða um hagvöxt, launaþróun, verðbólgu og breytinga á eignaverði, vegna þess að sameiginleg peningamálastjórn á misvel við einstök svæði. Ekkert fast samhengi er þarna á milli þó KAK óski þess. Þvert á móti er ljóst að sum aðildarríki Esb hafa fremur hundsað óþarflega þær kröfur sem sameiginleg mynt gerir til skipulags og sveigjanleika heimahagkerfis, sbr. t.d. Spán og Ítalíu. Og þurfa nú í kapp við tíma að laga sig að aðstæðum, með öllu sem fylgir.

 

Óþarfi er að rekja hér frekar málflutninginn, KAK eltir villuljósin í grein sinni og því brýnt að leiðréttingar þessu einsýni komist að sem fyrst, bkv.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband