Skuldafenið: Hver á að borga?

 

Í kjölfar efnahagshruns hefur á undanförnum misserum orðið óvænt og stórfelld eignatilfærsla hérlendis, óvænt og stórfelld eignaupptaka úr vösum almennings /skuldara í vasa kröfuhafa vegna gengishruns, óðaverðbólgu og verðtryggingar lánsfjár.

Jafnt og þétt bókfæra kröfuhafar þennan vonarpening þó ljóst sé öllum sem sjá vilja að um tálsýn er að ræða ef ekki verður gerð hér bráðnauðsynleg leiðrétting á skuldum landsmanna eins og færustu vísindamenn hagvísinda hafa bent á.

Margir láta nú málefnalegt frá sér í umræðu um þessi mál þó margt rati ekki í fjölmiðla af einhverjum ástæðum.

Í Morgunblaðinu í morgun 22. sept. 2009 útskýrir Kristinn Pétursson t.d. vel hvernig má nýta bókfærða afskriftarsjóði til að leiðrétta skuldir lántaka.

Kristinn einblínir þó óþarflega á undirmálslán (lán bókfært hærra matsvirði en eign) í greiningu sinni sem leið til hjálpar heimilum og fjölskyldum þar sem að óbreyttu blasir við efnahagslegt hrun millistéttarinnar á Íslandi. Ef svo fer mun opinbera kerfið hrynja hérlendis því skattstofnar munu sjálfkrafa hrynja.

Í Fréttablaðinu í morgun skrifar Kjartan Broddi Bragason um skuldaafskriftir og fer vítt um völl.

Kjartan segir ríkissjóð ekki aflögufæran um almenna niðurfellingu skulda, svo einfalt sé það. Llfeyrissjóðir séu heldur ekki aflögufærir þó réttlætanlegt sé ef ég skildi rétt að verja mætti hluta lífeyrissparnaðar landsmanna í nútíð til að bjarga framtíðinni.

Ástæða þess að ég sting hér niður penna er að árétta eftirfarandi: Ríkisvaldið er ábyrgt fyrir hruni efnahagsumhverfis landsmanna sem í góðri trú gerðu samninga við kröfuhafa. Það stendur því upp á ríkisvaldið að leiðrétta stöðu þeirra sem í góðri trú gerðu þessa samninga, m.ö.o. leiðrétta í samræmi við jafnræðisreglu og stjórnarskrá.

Það er einfaldlega rangt og ómerkilegur áróður úr herbúðum kröfuhafa sem alltof margir glepjast til að taka undir þegar því er haldið að þjóðinni að ríkisvaldið, bankar, lífeyrissjóðir, hafi ekki efni á að leiðrétta skuldir landsmanna með samræmdum hætti sem ekki brýtur stjórnarskrá og jafnræðisreglu.

Ástæðan er m.a. sú sem Kristinn nefndi í sínum pistli: afskriftarsjóðir verði notaðir til að bókfæra á móti niðurfærslu skulda í samræmi við góða reikningskilavenju. Kostar ekkert í útlögðum kostnaði.

Önnur og betri ástæða sú að ef um hefur samist milli ríkisvaldsins og nýrra eigenda bankanna um að halda afskriftarsjóðum óskertum eru sjálfkrafa komin rök fyrir því af hverju ríkisvaldið þarf að taka ábyrgð á þeim gerningi með skuldfærslu í sínum bókum.

Skuldfærslu skuldar við kröfuhafa (ca 300 til 400 milljarðar) vegna niðurfærslu skulda landsmanna hjá kröfuhöfum með samræmdum hætti. Skuldfærsla í samræmi við góða reikningsskilavenju sem þá stendur skuld við kröfuhafa í bókum ríkisins nokkur ár, á ábyrgð ríkissjóðs að greiða (með eða án vaxta), semja um eða afskrifa er betur árar.

Ríkisvaldið getur einnig gefið út ríkisskuldabréf fyrir hluta eða allri fjárhæðinni á skynsamlegum kjörum í ljósi efnahagsástandsins.

                                                             22. sept. 2009

Þessi grein send Fréttabl./visir.is 22. sept. 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband