23.9.2009 | 10:51
Skána þá ekki sjálfkrafa forsöngvarar kór og hljómsveit?
Á stjórnarheimilinu er í mörg horn að líta þessa dagana í aðdraganda þess að þing kemur saman á morgun fimmtudag fyrsta október 2009 en þá má búast við fjölmenni á Austurvöll.
Miðstéttin á Íslandi er um það bil gjaldþrota vegna efnahagslegra ógnarverka, tuttugu og fimm þúsund manns munu vera án launaðs starfs, skólakerfi landsmanna berst í bökkum, kennarar, stúdentar, framhaldsskólanemar, samtök heimilanna herská og boða greiðsluverkfall og annan skæruhernað gegn kröfuhöfum frá næstu mánaðamótum fyrsta október, bloggheimar loga meir en alltaf, æstari greinaskrif, fundir, allt virðist leggjast á eitt fyrir magnaða stórtónleika á Austurvelli þegar þing kemur saman á morgun.
Elsku stjórnvöld: Ekki vera hrædd við aðdáendaskarann! Eitt og eitt egg milli vina!
Ef þið eru fullstillt og södd og staðin upp frá borðum, flest á leiðinni út af Nordicahótel, sum niðrá Alþingi og rótararnir ekki áhugalausir haugafullir við að stilla upp við dyr og glugga steinhússins á móti Jóni Sigurðssyni forseta gæti orðið um heimstónleika að ræða með fjölmiðlafári og heimsfrægð forsöngvara, kórs og hljómsveitar hússins.
Og þá má víst eftir langri hefð fara að búast við annálun og heimsfrægð með túrisma.
Hagkerfið lætur ekki að sér hæða.
Stilla saman strengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.